Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 25
Þar er fyrst til að taka, að skv. stjórnarskránni er það skilyrði fyr- ir þvingaðri eignaafhendingu við eignarnám, að þörf krefji. Er nær- legt að álykta sem svo, að ekki sé unnt að telja eignarnema hafa sannað þörf sína fyrir eignarnám, nema hann hafi áður leitað til eignarnámsþola eftir samkomulagi við hann um afhendingu þeirra eignarréttinda, sem eignarnám beinist að. Má hér og vísa til laga- ákvæða, þar sem tekið er svo til orða, að náist ekki samkomulag við eiganda, megi beita eignarnámi. Samkomulagsumleitan er þannig bein- línis gerð að skilyrði eignarnámsheimildar, sjá t.d. 21. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 19/1964. Er líklegt, að almennt verði að gera þessa kröfu til eignarnema, nema e.t.v. í undantekningartilvikum, þar sem eignarnám beinist að fjölda manna, sem erfitt reynist að fá tæmandi yfirsýn um hverjir séu og þar af leiðandi er erfitt að ná til. Þá er í sjálfu sér einnig hugsanlegt, að eignarnámsþoli hafi þegar látið óyggj- andi í ljós, að hann muni ekki afhenda eign sína án eignarnáms. Hvað sem þessu líður er ljóst, að ályktanir úr frá þessu atriði ná afar skammt í að tryggja eignarnámsþola rétt á að fá að gæta hagsmuna sinna við eignarnámsákvörðunina. Yfirleitt er ekki um það að ræða, að einstök heimildarlög veiti eign- arnámsþola þennan rétt. Þó eru til dæmi um lagaákvæði sem ganga í þessa átt. í 144. gr. 1. mgr. a)-lið vatnalaga nr. 15/1928 er kveðið svo á, að leyfi til lögnáms skv. tilteknum ákvæðum laganna megi venju- lega ekki veita, fyrr en sá hefur átt kost á að láta uppi athugasemdir sínar, er taka á eignir hans eða réttindi. 1 b) og c) liðum eru ákvæði af sama toga, þegar um er að ræða aðrar tilgreindar ákvarðanir skv. lögunum, en sumar þeirra fela ótvírætt í sér eignarnám. Vísa ég um þetta til hrd. 1970.1122. Skv. 143. gr. 1. mgr. laganna skal eignai'- námsbeiðni vei’a ski’ifleg og henni fylgja nauðsynlegar skýrslur og upplýsingar urn þau efni, sem við er átt. Ótvírætt er, að eignarnáms- þoli á rétt á að kynna sér þessi gögn. Vai’la er heimilt að telja þessar í’eglur vatnalaganna gilda beint um eignarnám skv. oi’kulögum nr. 58/1967 sbr. 75 gr. þein’a laga. 1 26. gr. laga nr. 47/1971 urn náttúruvernd er fjallað unx meðferð á beiðni sveitarfélags til Náttúruverndai’ráðs um að landsvæði vei’ði lýst fólkvangur. í 2. mgr. er kveðið á urn, að í’áðið skuli lýsa eftir athugasemdum þeii’ra, sem hlut eiga að máli, með opinbei’rí auglýs- ingu, áður en endanleg ákvörðun er tekin. 1 30. gr. sömu laga er síðan kveðið á unx skyldu Náttúruvei’ndai'i’áðs til að senda landeigendum, ábúendunx og öðrum rétthöfum tillögu sína um friðlýsingu landsvæðis, áður en endanleg ákvörðun um það efni er tekin. Vei’a má, að víðar 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.