Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Page 26
í lögum séu ákvæði af sama toga. Hefur mér ekki gefizt tóm til að kanna það til hlítar. Þessi ákvæði sérlaga duga út af fyrir sig auðvitað ekki til að unnt sé að telja eignarnámsþola eiga þennan rétt á öðrum sviðum. 1 mesta lagi er unnt að telja þau styðja önnur lágasjónarmið, sem með slíkum rétti kunna að mæla. I hrd. 1948.434 voru atvik þau, að maður nokkur (A) hafði fengið úrskurð fógeta um, að annar maður (B) skyldi með beinni fógeta- gerð borinn út úr herskála, sem B hafði keypt til niðurrifs en bjó nú í, en skáli þessi stóð á kndi, sem A leigði. Eftir að úrskurður fógeta gekk, tók Húsaleigunefnd Reykjavíkur skálann, ásamt leigulóðarrétt- indum A, leigunámi skv. heimild í 1. mgr. 5. gr. laga um húsaleigu nr. 39/1943. 1 þessu ákvæði var húsaleigunefndum veitt heimild til að taka leigunámi auðar íbúðir, svo og annað ónotað húsnæði, útbúa það til íbúðar og ráðstafana því til handa húsnæðislausu innanhéraðs- fólki. Fékk nefndin B síðan húsnæðið til íbúðar. 1 dómi Hæstaréttar var talið, að í lagaheimildinni fælist réttur til að taka leigunámi ásamt húsnæðinu nauðsynleg lóðarréttindi. Leigunámið hafði farið fram án þess að A væri gert viðvart. Um það segir Hæstiréttur orðrétt: „Stefndi Húsaleigunefnd Reykjavíkur tók leigunámi með úrskurði 21. ágúst 1946 skála þann og lóðarafnot, sem í málinu greinir. Við framkvæmd leigunámsins gætti nefndin ekki réttra aðferða, þar sem hún veitti áfrýjanda ekki kost á því að gæta réttar síns, er leigunámið fór fram. En þar sem áfrýjandi hefur ekki í flutningi málsins tilgreint nein atriði, sem hann mundi hafa borið fram fyrir húsaleigunefnd og áhrif hefðu getað haft á leigunámið, og ekki er ástæða til að ætla, að nein slík atriði hafi verið fyrir hendi, þá þykir ekki næg ástæða til að meta leigunámsúrskurðinn ógildan af þessum sökum.“ Nú var það sérstætt í 5. gr. laga um húsaleigu nr. 39/1943, að skv. 3. mgr. greinarinnar skyldi eignarnemi (húsaleigunefnd) ákveða leiguupphæð fyrir húsnæði, sem leigunámi var tekið skv. 1. mgr. Er það sjálfsagt álitamál, hvort staðizt geti að láta eignarnema eftir ákvörðunarvald um eignarnámsbætur, en það atriði málsins er ekki til umræðu hér. Vegna 3. mgr. 5 gr. var augljóslega enn ríkari ástæða en ella hefði verið til að eignarnámsþolanum væri gefið tækifæri til að gæta hagsmuna sinna. Hins vegar virðist mér að túlka megi dóm Hæstaréttar í málinu þannig, að aðfinnslurnar í dóminum hafi ekki verið takmarkaðar við þann þátt ákvörðunar húsaleigunefndarinnar, sem laut að ákvörðun bótafjárhæðarinnar. Nefndinni hafi einnig bor- ið að gefa eignarnámsþolanum kost á að gæta hagsmuna sinna varð- 20

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.