Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 27
andi það atriði, hvort eignarnámið skyldi fram fara eða ekki, sbr. orðalagið: „ ... áfrýjandi hefur ekki í flutningi málsins tilgreint nein atriði, sem hann mundi hafa borið fram fyrir húsaleigunefnd og áhrif hefðu getað haft á leigunámið . . . “ og einnig „ .. . þykir ekki næg ástæða til að meta leigunámsúrskurðinn ógildan af þessum sök- um.“ Nú er það ljóst, að ákvörðun um eignarnám er mjög iþyngjandi ákvörðun í garð eignarnámsþola. Gera verður ríkar kröfur um vand- aðan undirbúning stjórnarathafna, sem svo háttar um. Á hinn bóg- inn ber að hafa í huga að fara verður varlega í að telja stj órnarathafn- ir ógildar, þótt vikið sé frá formreglum um undirbúning þeirra, sem út af fyrir sig mega teljast eðlilegar, en ekki eiga stoð í settum lögum. Með hliðsjón af þessu ásamt framangreindum dómi Hæstaréttar og svo að sínu leyti þeim sérákvæðum í vatnalögum og náttúruverndar- lögum sem nefnd voru, þykir mér koma til greina að orða það sem almenna reglu, að jafnan skuli gefa eignarnámsþola kost á að gæta hagsmuna sinna, áður en endanleg ákvörðun um eignarnám er tekin, en vanræksla á þessu valdi því aðeins ógildi eignarnámsákvörðunar, að eignaniámsþoli geti bent á einhver sjónarmið sín, sem hefðu getað haft áhrif á ákvörðunina ef þau hefðu legið fyrir. Dómstóllinn, sem um þetta dæmdi, myndi að sjálfsögðu ekki taka beina afstöðu til þess, hvort sjónarmið eignarnámsþola hefðu í raun átt að hafa þau áhrif, að ákvörðun stjórnvalds hefði orðið önnur, heldur myndi dómstóllinn einungis taka afstöðu til þess, hvort sjónarmið eignarnámsþola hefðu almennt verið til þess fallin að skipta máli við ákvörðunina. I tilvikum, þar sem skylt er að gefa eignarnámsþola kost á að gæta hagsmuna sinna, verður að telja, að hann eigi kröfu á að fá vissar lágmarksupplýsingar um hið fyrirhugaða eignarnám, svo sem um það, við hvaða eignarnámsheimild sé stuðst, hvert sé tilefni eignarnáms- ins og að hvaða eignaskerðingum sé stefnt með eignarnáminu. Sjá hér til hliðsjónar áður greint ákvæði í c)-lið, 1. mgi-. 144. gr. vatna- laga, sbr. 143. gr. sömu laga og 2. mgr. 26. gr. náttúruverndarlaga. Eðli málsins samkvæmt má telja að eignarnámsþoli eigi almennt rétt á að fá allar þær upplýsingar um fyrirhugað eignarnám, sem fyrir liggja og nauðsynlégt getur talizt fyrir hann að fá að kynna sér til að geta gætt hagsmuna sinna. Áður en ég skil við þetta álitaefni um rétt eignarnámsþola til að gæta hagsmuna sinna, skal þess getið, að í gær fór fram í Hæstarétti málflutningur í máli, þar sem m.a. er fjallað um þetta atriði. Má því 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.