Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 28
vera, að kenningar mínar um þetta verði skammlífari en góðu hófi gegnir.i) 4. EIGNARNÁMSÁKVÖRÐUN ÞARF AÐ VERA SKYR Þegar ákvörðun um eignarnám er tekin, verður að gera þá kröfu, að alveg sé ljóst, að hvaða eignum eignarnám beinist og með hvaða hætti réttindi yfir þeim séu skert. Á hinn bóginn verður þess vart krafizt án beinna fyrirmæla í settum lögum, að ákvörðunin sé sér- staklega rökstudd. Sjá um þetta tilvitnað rit dr. Gauks Jörundssonar bls. 97-98 og hrd. 1958.141. 5. UM EFTIRLIT DÓMSTÓLA MEÐ MEÐFERÐ STJÓRNVALDA Á MATSATRIÐUM Þégar stjórnvald (eða annar aðili) tekur ákvörðun um eignarnám, er auðvitað ljóst, að ákvörðunaraðilinn verður að gæta þess, að lög- mælt skilyrði fyrir heimild til eignarnáms séu uppfyllt, og jafnframt verður hann að gæta þess að ganga ekki lengra í eignaskerðingu en skilyrðin heimila. Þai'f ekki að fjölyrða um að dómstólar eiga úr- skurðarvald um það, hvort lagaskilyrði eru til eignarnáms, sjá t.d. hrd. 1948.434, hrd. 1956.351. Hitt er aftur á móti meira álitamál, hvort og þá með hvaða hætti fyrirmæli 67. gr. stj.skr. bindi hendur stjórnvalds, eða eftir atvikum annars aðila, sem eftir heimildarlögum er falið að taka ákvöi'ðun um, hvort eignarnámi skuli beitt í ákveðnu tilfelli, hversu víðtækt það skuli vera og hvaða réttindi skuli skert. Hef ég þá í huga tilvik, þar sem löggjafinn hefur í heimildarlögum látið ákvörðunaraðilanum (stjórnvaldinu) eftir mat á því að meira eða minna leyti, hvort þörf sé á eignarnámi í einstökum tilfellum. Hér þarf að athuga það, sem mestu máli skiptir, þ.e. hvort dómstólar telji sér heimilt að takmarka eða hnekkja ákvörðun stjórnvalds um eignarnám, á þeim grundvelli að þörfin sé rangt metin. Vel eru þekktar hefðbundnar kenningar um, að dómstólar eigi ekki úrskurðarvald um mat löggjafans á almenningsþörf, þ.e.a.s. að dóm- stólar geti ekki hnekkt mati löggjafans á því, að ákveðið markmið sé svo þarft, að veitt sé eignarnámsheimild til að ná því. Umfjöllun um 1) Erindið var flutt 25. október 1980. Mál það, sem hér er vikið að, er hæstaréttar- mál nr. 66/1978: Félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og hrepps- nefnd Fellahrepps f. h. hreppsins gegn Halldóri Vilhjálmssyni. Dómur gekk 11. nóvember 1980, sbr. Hrd. 1980 bls. 1763. 22

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.