Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 33
að breyta rökstuðningi héraðsdómarans um, að í vegalögunum felist heimild stjórnar vegamálanna til að taka eignarnámi land, sem hún telur þurfa til þeirra þarfa, sem upp eru taldar í eignarnámsheimild- inni. Rétturinn virðist m.ö.o. vilja halda opinni leið til að endurskoða mat stjórnar vegamálanna á þörfinni fyrir land í þessu skyni. Skylt er þó að varast of eindregnar ályktanir af dómi þessum, þar sem Hæstiréttur tekur ekki beina afstöðu til réttmætis rökstuðnings héraðsdómarans. Svo sem áður er fram komið tel ég spurninguna um heimild dóm- stóla til að víkja ákvörðunum stjórnvalda til hliðar margbrotnari en svo, að unnt sé að svara henni með aðgreiningu á lágaatriðum og atriðum sem háð séu frjálsu mati stjórnvalda. 1 dönskum rétti hafa í seinni tíð komið fram sjónarmið um rýmri eftirlitsheimildir dóm- stóla að þessu leyti, en áður hefur verið viðurkennt. Bendi ég á rit Ole Krarups: Ovrigmyndighedens grænser, Kh. 1969, í þessu sam- bandi. I ritinu bls. 322 bendir hann t.d. á danska dóma er varða eign- arnámsákvarðanir, þar sem dómstólar geri sýnilega ráð fyrir úrskurð- arvaldi sínu um atriði sem örugglega falli utan lagaatriða í hefðbundn- um skilningi. Því miður gefst hér ekki tóm til að gera þessum sjónar- miðum, né nýlegri danskri dómframkvæmd skil. E.t.v. myndu íslenzkir dómstólar, ef á reyndi, hafa sömu tilhneig- ingu og Ole Krarup telur þá dönsku hafa. Hugsanlega er dómurinn frá 1959.217 vísbending um það. Því miður er allt of fáum dómsúr- lausnum til að dreifa hér á landi, til að unnt sé að segja margt um afstöðu íslenzkra dómstóla á þessu þýðingarmikla sviði. 6. LOKAORÐ Ég læt nú máli rnínu senn lokið. 1 erindi mínu hefi ég snert á álita- efnum, sem þarfnast miklu ítarlegri umfjöllunar. Einkum hefði verið nauðsynlégt að segja meira um, hvaða sjónarmið ráði því, hvort dóm- stóll endurskoði matskennda ákvörðun stjórnvalds um eignarnám. Eitt er þó víst, dómstólarnir ákveða sjálfir valdmörk stjórnvalda að þessu leyti og þar með sín eigin. Og það hefur ekki svo litla þýðingu. Ég tel dómstólunum rétt að ganga lengra til eftirlits með stjórn- völdum en mér virðist að oftast hafi verið viðurkennt, að þeim væi’i heimilt. Koma þar ekki síst til sjónarmið um nauðsyn á auknu réttar- öryggi borgaranna gagnvart stjórnvöldum, sem í tímans rás hafa fengið æ meiru að ráða um málefni þeirra. M.a. hefur þeim þörfum fjölgað, sem taldar eru réttlæta eignaskerðingar með eignai’námi. Hafa fundarmenn vonandi sitthvað um þetta að segja. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.