Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 35
Stjórn LögfræSingafélagsins 1979—1980, talið frá vinstri: Logi Guðbrandsson, Friðgeir Björns- son, Pétur Kr. Hafstein, Gunnar G. Schram, Guðmundur Vignir Jósefsson, Ingibjörg Rafnar og Skarphéðinn Þórisson (Ljósm.: Gunnar G. Vigfússon). efnið: Eignarnám og eignarnámsbætur. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. ræddi um ákvörðun eignarnáms, Benedikt Blöndal, hrl. um réttarfar í eignarnáms- málum, dr. Gaukur Jörundsson, prófessor um gildandi íslenzkan rétt um ákvörðun eignarnámsbóta, Gunnlaugur Claessen, hrl. um þróun síðustu 10 ára í norskum eignarnámsrétti og Jón G. Tómasson, borgarlögmaður ræddi um de lege ferenda sjónarmið um eignarnám. Miklar umræður urðu um málþings- efnið, en umræðustjóri var Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari. Á aðalfundi hinn 19. desember 1979 var Agnar Kl. Jónsson ambassador kjörinn fyrsti heiðursfélagi Lögfræðingafélags Islands. Var honum formlega kynnt kjörið í boði á heimili formanns hinn 25. janúar 1980 og þá jafnframt afhentur áritaður silfurbakki til minja. Þá má geta þess, að á árinu eignaðist Lögfræðingafélagið eigið húsnæði. Keypti félagið hlut í nýrri húseign að Lágmúla 7, sem Bandalag háskóla- manna á stærstan hlutinn í. Aðrir aðilar að sameignarsamningi um húsnæði þetta eru m.a. Dómarafélög íslands og Reykjavíkur, Félag héraðsdómara og Stéttarfélag lögfræðinga ( ríkisþjónustu. i húsnæðinu verður góð skrifstofu- aðstaða, skjalavarsla og aðstaða fyrir smærri fundi. Ráðgert er að húsnæðið verði tilbúið til notkunar 1. apríl 1981. Loks má geta þess, að Lögfræðingafélagið annaðist um móttöku og skipu- lagningu vegna fundar JUSEK, sem haldinn var í Reykjavík í ágústmánuði. Fundinn sóttu framkvæmdastjórar félaga lögfræðinga og hagfræðinga á Norðurlöndum og báru saman bækur sínar um ýmis hagsmunamál. Guðríður Þorsteinsdóttir flutti erindi á fundinum um störf, samtök og launakjör íslenzkra lögfræðinga, en forystu um undirbúninginn hafði Guðmundur Vignir Jósefs- son hrl. með höndum. Gunnar G. Schram. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.