Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 36
Ávíð 02 dreif NORRÆNT LÖGFRÆÐINGAÞING XXIX. norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Stokkhólmi dagana 19.— 21. ágúst 1981. Á þinginu verða til umræðu mörg veigamikil lögfræðileg við- fangsefni. Meðal efnanna eru þessi: 1. Tjáningarfrelsi og þagnarskylda opin- berra starfsmanna. 2. Fjármál hjóna og fólks í óvígðri sambúð. 3. Réttindi sjúklinga. 4. Lögfræðileg vandamál, er varða vinnustaði. 5. Almannaréttindi, vernd þeirra og takmarkanir. 6. Réttarvitund og refsiverðleiki. 7. Réttarstaða útlendinga. 8. Ágreiningsefni, sem eigi varða mikilvæga hagsmuni og hvernig þau verði leyst með sem skilvirkustu móti. 9. Lagaábyrgð stjórnarmeðlima í félögum. 10. Andmæli almennings og lögfræðileg vandamál, sem því tengj- ast. 10. Loks er efnið: Frelsi, réttaröryggi og virk stjórnun þjóðfélags frá lögfræðilegu sjónarmiði. Meðal frummælenda verða tveir íslenzkir lögfræðingar, Guðrún Erlends- dóttir (viðfangsefni 2) og Hallgrímur Dalberg (viðfangsefni 4). Þá verður einnig íslenzkur þátttakandi í hringborðsumræðu í efni 10, Ragnhildur Helgadóttir, og etv. í efni 8. Eins og tíðkast hefir að undanförnu, eru sum efnin rædd á allsherjarþingi (plenum), sbr. viðfangsefni 1 og 10, en önnur í skorum (sektionum). Efni 8 verður rætt í hópum, en einnig á almennum fundum allra hópanna. Svo sem ráðið verður af viðfangsefnatali, er ætlunin að grípa á þinginu á mörgum þeim efnum, sem ofarlega eru á baugi í umræðu meðal norrænna lögfræðinga, þ. á m. eru nokkur efnin vel kunn hér á landi og hafa sætt hér meðferð í íslenzku lögfræðingafélögunum, sbr. t.d. efni 2, 7 og 8. Efnin snerta mörg svið réttarins og er ætlandi, að flestir lögfræðingar finni þar einhver efni, sem tengjast áhugasviði hvers og ein. i stjórn íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna eru þessir menn: Ármann Snævarr hæstaréttardómari formaður, Auður Þorbergsdóttir borgar- dómari, Árni Kolbeinsson deildarstjóri, Baldur Möller ráðuneytisstjóri, Bene- dikt Blöndal hæstaréttarlögmaður, Björn Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, Guðrún Erlendsdóttir dósent, Hrafn Bragason borgardómari og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Ármann Snævarr. 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.