Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Page 39
NORSKT RIT UM ATVINNUSLYSATRYGGINGAR ASBJ0RN KJ0NSTAD: YRKESSKADETRYGDEN. FIRE UTVALGTE EMNER. UNIVERSITETSFORLAGET, OSLO-BERGEN-TROMS0 1979. 437 BLS. Asbj0rn Kjonstad, höfundur ofangreindrar bókar sem send var Tímariti lögfræðinga, fæddist 1943 og tók embættispróf í lögfræði 1970. Hann starfaði um árabil í tryggingastofnun norska ríkisins, en gerðist síðar lagakennari í Oslo og hafði með höndum kennslu í almannatryggingarétti og skaðabóta- rétti. Árið 1977 var hann skipaður prófessor í lögfræði við lagadeild Oslóar- háskóla og hefur gegnt þvi embætti síðan. Prófessor Kjonstad hefur ritað mikið um lögfræði, aðallega þó um ýmsa þætti norskra almannatrygginga. Sér þess víða stað í ritum hans, að hér er að verki lögfræðingur, sem sjálfur hefur unnið að framkvæmd almannatrygginga. Bókin „Yrkesskadetrygden" eða atvinnuslysatryggingin, eins og kalla má hana á íslensku, fjallar um hina lögboðnu atvinnuslysatryggingu norsku al- mannatrygginganna. í bókinni eru fjórar sjálfstæðar ritgerðir um þetta efni. Hin fyrsta þeirra felur í sér drög að sögu opinberra („social") atvinnuslysa- trygginga í Noregi og yfirlit yfir gildandi lagaákvæði um atvinnuslysatrygg- inguna. Önnur ritgerðin í bókinni fjallar um bætur, sem atvinnusiysatryggingin greiðir vegna slysa í skólum. í þriðju ritgerðinni er gerð grein fyrir lagareglum um svokallaða „yrkesskadeerstatning" en það eru sérstakar bætur, er at- vinnuslysatryggingin greiðir fyrir ófjárhagslegt tjón. Meginefni fjórðu og síð- ustu ritgerðarinnar er réttarpólitísk greinargerð um atvinnuslysatrygginguna. Leitast höfundur við að svara spurningunni um, hvort tryggingu þessari sé nú ofaukið. Hér á eftir verður í örstuttu máli sagt nánar frá aðalefni ritgerðanna fjögurra. Atvinnuslysatryggingin er nú hluti af norska almannatryggingakerfinu og eru ákvæði um hana í lögum um almannatryggingar (lov om folketrygd). Yfirleitt greiðast sams konar bætur til þeirra, sem njóta atvinnuslysatrygging- arinnar og til annarra bótaþega almannatrygginga. Hinir fyrrnefndu eru þó betur settir að því leyti, að um þá gilda oft vægari skilyrði fyrir bótarétti og greiðslur til þeirra eru venjulega heldur hærri en til annarra bótaþega. Auk þess njóta bótaþegar atvinnuslysatryggingarinnar eins og fyrr er vikið að sérstakra miskabóta (,,yrkesskadeerstatning“), sem aðrir eiga ekki rétt á. Skiptir því verulegu máli, hvort sá, er fyrir tjóni verður, getur sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir slysi eða sjúkdómi, sem atvinnuslysatryggingin tekur til. Verulegum hluta fyrstu ritgerðar bókarinnar er varið til þess að rekja almenn skilyrði fyrir bótarétti úr atvinnuslysatryggingunni, svo og reglur um marg- víslegar tegundir bóta t.d. dagpeninga, sjúkrahjálp, örorkulífeyri og ýmsar bætur vegna andláts. Önnur ritgerð höfundar varðar svo sem fyrr segir tryggingabætur vegna slysa í skólum. Atvinnuslysatryggingin hefur tekið til slíkra slysa síðan 1958. Munu norskir lögfræðingar eigi hafa ritað um þetta nýmæli áður. Ritgerð þessi snertir aðallega réttarstöðu barna og unglinga og er hún því tengd hinni nýju lögfræðigrein barnarétti. Minna má á, að íslenskir skólanemendur njóta almennt ekki slysatryggingar skv. almannatryggingalögum. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.