Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 40
Þriðja ritgerðin í bókinni, sem jafnframt er sú lengsta (nál. 150 bls.) varðar eins og áður segir sérstakar miskabætur, ,,yrkesskadeerstatning“, sem greidd- ar eru af atvinnuslysatryggingunni. Bætur þessar eru nýjar í norskum al- mannatryggingum. Þær voru ekki lögfestar fyrr en árið 1970. Norskar almanna- tryggingar greiða annars ekki bætur fyrir ófjárhagslegt tjón og fást þær ekki nema bótaþegi sýni fram á, að skilyrði atvinnuslysatryggingarinnar séu fyrir hendi. Miskabætur sem þessar þekkjast ekki í almannatryggingum á Norður- löndum utan Noregs, en hliðstæðar bætur voru teknar upp árið 1978 í hinum lögboðnu dönsku atvinnuslysatryggingum (sem einkavátryggingafélög selja). Enda þótt því sé hér slegið föstu, að ,,yrkesskadeerstatning“ sé greiðsla fyrir ófjárhagslegt tjón ber að hafa í huga að mörk fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns eru oft óglögg. Höfundur tekur og skýrt fram (bls. 205), að hlutverk ,,yrkesskadeerstatning“ sé að greiða bætur fyrir það tjón, sem aðrar bóta- tegundir almannatrygginga taka ekki til. í fjórðu og síðustu ritgerðinni er ítarlega fjallað um þá grundvallarspurn- ingu, hvort réttlætanlegt sé að viðhalda sérstöðu þeirra, sem njóta réttar skv. reglum atvinnuslysatryggingarinnar. Höfundur sýnir fram á, að dregið hefur úr þörf fyrir sérstakar bætur fyrir vinnuslys vegna stórkostlegrar aukningar almannatryggingakerfisins á öðrum sviðum. Kerfið tekur nú til allra lands- manna (sbr. bls. 40-1). Einnig hefur bótategundum fjölgað og bótafjárhæðir hækkað. Höfundur segir, að þrátt fyrir þessi nýju viðhorf hafi ekki farið fram umræður um þá grundvallarspurningu, hvort eðlilegt sé að hafa sérstaka atvinnuslysatryggingu innan almannatryggingakerfisins. Höfundur rekur [ Ijósu máli röksemdir með og á móti núverandi sérstöðu norsku atvinnuslysatrygg- ingarinnar og dregur þær saman í bókarlok (bls. 407-410). Ýmsar athuga- semdir og ummæli höfundar benda til þess að hann álíti, að atvinnuslysatrygg- ingin eigi takmarkaðan rétt á sér eins og almannatryggingar hafa þróast í Noregi. Samt sem áður tekur höfundur ekki beina afstöðu, en segir það hlut- verk löggjafarvaldsins og aðila vinnumarkaðarins að marka framtíðarstefn- una í þessu máli. Bók prófessors Kjonstad er ekki einungis veigamikil heimild um atvinnu- slysatryggingu heldur einnig allt norska almannatryggingakerfið. Samanburð- ur höfundar á reglum annarra norrænna ríkja (að islandi er nær ekkert vikið) er og fróðlegur. Vakin skal sérstök athygli á því, að Kjonstad vísar til margra rita, sem nauðsynleg eru, ef menn vilja kynna sér norrænar almannatryggingar nánar. Má hér m.a. nefna prentaðar fundargerðir norrænu almannatryggingaþingnna, sem haldin hafa verið á nokkurra ára fresti frá 1935. Þó að rit hans eigi fyrst og fremst erindi til norskra lögfræðinga hefur margt efni þess almennt gildi fyrir norræna lögfræði, þ.e. norrænan bótarétt í víðtækri merkingu þess orðs. Má hér m.a. nefna umræðu höfundar um að- ferðir til að meta örorku og gildi örorkumats við ákvörðun fébóta. Einnig má geta þess, að hin nákvæma greinargerð um „yrkesskadeerstatning" er sér- staklega áhugaverð sökum þeirra áhrifa, sem lögfesting reglnanna um þá tegund bóta árið 1970 hafði á aðra löggjöf á Norðurlöndum. Er hér átt við reglur almennu norsku og sænsku skaðabótalaganna um bætur fyrir ,,mén“ eða ófjárhagslegt tjón af völdum varanlegra örkumla og reglur dönsku atvinnu- slysatryggingarlaganna frá 1978. 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.