Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 41
í ritgerðunum fjórum er nokkuð vikið að sambandi atvinnuslysatryggingar og annarra bótaúrræða. Ritgerðunum er þó settur allþröngur rammi og eru því eigi tök á víðtækum almennum samanburði á öllum norskum bótaúrræðum vegna slysa á mönnum. Prófessor Kjonstad hefur áður fengist við slíkan sam- anburð og birtist árangur þess í bókinni „Trygd og erstatning ved person- skade“. Bókin, sem gefin er út af Universitetsforlaget 1977, er 100 bls. Fyrir þann, sem leitar að stuttu almennu yfirliti er sú bók vænlegri til lesturs en ritgerðirnar fjórar, sem hér um ræðir. Við lestur ritsins „Yrkesskadetrygden" vakna ýmsar spurningar um stöðu opinberra trygginga á íslandi nú. Á undanförnum árum hefur öðru hverju verið rætt um heildarendurskoðun almannatryggingalaga, en án árangurs. Breytingar, sem gerðar hafa verið á lögum nr. 67/1971 á undanförnum árum hafa verið handahófskenndar og ýmsar gallaðar bæði frá lagatæknilegu sjón- armiði og efnislega. Hlutur lögfræðinga í umræðum um almannatryggingamál hefur verið rýr og afar lítið hefur verið ritað fræðilega um íslenskan almanna- tryggingarétt. Vonandi verða rit eins og það, sem hér hefur verið stuttlega kynnt, til þess að auka áhuga islenskra lagamanna á mikilvægum greinum stjórnarfarsréttar, almannatryggingarétti og öðrum félagsmálarétti. Arnljótur Björnsson. NÁMSSTEFNA UM RÉTTARFAR Til þessa hefur samvinna réttarfarsfræðinga á Norðurlöndum ekki verið tengd neinum félagsskap þeirra, og ráðstefnur eða námsstefnur um þetta svið lög- fræðinnar hafa ekki verið haldnar á norrænum grundvelli. Dagana 13. og 14. mars s.l. var efnt til námsstefnu í Kaupmannahöfn um réttarfar, og síðari daginn voru stofnuð formleg samtök um réttarfarsfræði. Fundina í Kaup- mannahöfn sóttu tveir íslendingar, undirritaður og Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari. Forgöngumenn um allan undirbúning voru Per Olof Ekelöf prófessor emeritus í Stokkhólmi og Hans Gammeltoft-Hansen prófessor í Kaupmannahöfn. Á námsstefnunni var rætt um tvö efni: Fyrra daginn var fjallað um form- kröfur („Formlos civilproces, eller opdeling i forberedelse og hovedforhand- ling“), og var niðurstaðan sú, að til bóta væri að fleiri en ein réttarfarsleið væri fær, ýmist formlítil eða formföst, eftir því hvert málsefnið væri. Síðara daginn var rætt um undirbúning flókinna opinberra mála („Forberedelse til hovedforhandling af indviklede straffesager"). Athygli vakti í þessari um- ræðu, hve mjög hlutur dómstóla hefur minnkað við þennan undirbúning. Framsögumenn fyrra daginn voru Ekelöf, Per Ole Tráskman frá Finnlandi, Bernhard Gomard frá Danmörku, Þór Vilhjálmsson og Jo Hov frá Noregi. Síðari daginn voru framsögumenn Tráskman, Hans Kristian Bjerke frá Nor- egi, Lars Heuman frá Svíþjóð og Gammeltoft-Hansen. í lok námsstefnunnar var sem fyrr segir stofnað félag norrænna réttar- farsfræðinga, því settar samþykktir og stjórn kosin. Félagsmenn eru prófessorar 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.