Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 46
GERÐARDÓMUR VERZLUNARRÁÐS ÍSLANDS Á s.l. hausti var frá því skýrt, að gerðardómur Verzlunarráðs íslands hefði verið skipaður og tæki við málum. Verzlunarráðið hefur gefið út kynningar- rit um gerðardóminn. Þar segir m.a., að í október 1920 hafi stjórn ráðsins samþykkt reglugerð fyrir „gjörðardóm í verzlunar- og siglingamálum11, sem tekið hafi til starfa 14. janúar 1921. Formaður var Ásgeir Sigurðsson konsúll. Dómurinn fékk verkefni til úrlausnar fyrsta árið, en ekki síðar, og var hann lagður niður um 1930. í núgildandi lögum er stjórn verslunarráðsins veitt heimild til að „koma á fót gerðardómi, er skeri úr ágreiningi, sem stefnt kann að verða til úrlausnar ráðsins“. í kynningarriti því, sem fyrr er frá greint, segir, að undirbúningur stofnunar slíks dóms hafi tekið nokkur ár, en 31. maí 1979 hafi verið samþykkt reglugerð fyrir hann og 7. mars 1980 hafi stjórn hans verið skipuð. í stjórn gerðardóms Verzlunarráðs islands eru Sveinn Snorrason hrl. (for- maður), Guðmundur Pétursson hrl. og Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður. Varamenn þeirra í sömu röð eru Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, Baldur Guðlaugsson hdl. og Gunnar Petersen stórkaupmaður. Um dómendur í hverju máli vísast til reglugerðar gerðardómsins, sem birt er hér á eftir. Rétt er að taka hér upp nokkur atriði úr kynningarriti verslunarráðsins um gerðardóminn: „KOSTIR. Gerðardómur er úrskurðaraðili á einkaréttarsviði um lögskipti, sem annars ættu að sæta úrlausn almennra dómstóla. Hlutleysi. Gerðardómur er hlutlaus aðili, sem leggur hlutlægt mat á úr- lausnarefnið. Hlutleysið er tryggt með skipan dómsins. Tilnefning beggja málsaðila í dóminn tryggir að afstaða sé tekin til allra málsatvika, sem máli skipta. Trúnaður. Gerðardómur er ekki opinber og geta málsaðilar því haldið við- kvæmu máli leyndu. Hagræði. Málsmeðferð gerðardóms tekur að jafnaði skemmri tíma en al- mennra dómstóla. í mörgum tilvikum getur það skipt höfuðmáli, að úrlausn fáist innan tiltekins frests. Ákvæði um hámarkstíma, sem málarekstur má taka, eru í reglum Gerðardóms V. í. Ótvírætt hagræði er að því, að geta leitað úrlausnar innlends gerðardóms í stað þess að þurfa að reka gerðardómsmál erlendis. Kaupsýslumenn eru því hvattir til að koma því ákvæði að við gerð viðskiptasamnings við erlenda aðila, að ágreiningi verði vísað til Gerðardóms V. í. Samningsákvæði. Tillaga um orðalag gerðardómsákvæðis í viðskiptasamn- ingi, fer hér á eftir á ensku. Tillagan fæst einnig á frönsku, þýsku, spönsku og sænsku. „All disputes arising in connection with the present contract shall be finally settled under the Rules of Conciliation and Arbitration of the lceland Chamber of Commerce by one or more arbitrators appointed in accordance with the said Rules“. NOTKUN. Gerðardómurinn gegnir því hlutverki að aðstoða við lausn við- skiptadeilu, sem upp er komin og málsaðilar hafa orðið ásáttir um að leggja undir úrskurð gerðardóms. 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.