Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 53

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 53
til kl. 16.30 á kvöldin. Farið var á fætur kl. sjö á morgnana, þar sem aka þurfti í um 3 stundarfjórðunga frá dvalarstað þátttakenda til aðalstöðva náms- stefnunnar. Eigi að síður gafst tóm til að fara í ýmsar skipulagðar kynnisferðir, svo sem til dómstóla og á lögmannaskrifstofur. Mikil áhersla var lögð á að gefa þátttakendum kost á að kynnast bandarísku þjóðlífi, og um þann þátt var þannig séð, að hverjum þátttakanda var komið í samband við einstakling eða fjölskyldu, sem hann gat leitað til um hvaðeina, t.d. varðandi leikhús — eða hljómleikaferðir. Þá var mikið um allskonar boð bæði á einkaheimili og til opinberra aðila og bækistöðvarnar í Hockaday School höfðu upp á margt að bjóða til dægra- dvalar, svo sem sundlaugar, tennisvelli, knattspyrnuvelli, billjard- og borð- tennissal, hljómlistarherbergi o.s.frv., og verður það ekki nánar tíundað hér. Að lokum er rétt að geta um sérstakan félagsskap gamalla og nýrra þátt- takenda, sem m.a. heldur aðalfund sinn á hverri námsstefnu, kýs sér stjórn og ákveður verkefni næsta starfsárs, þ.á m. ritstjórn blaðs, sem gefið er út tvisvar á ári. Þótt hin mikla vinsemd og gestrisni sem þátttakendum var sýnd muni seint gleymast, verður ferðin sennilega islendingi minnisstæðust fyrir þá sök, að nær allan tímann gekk hitabylgja yfir Texas, sú mesta í manna minn- um, hiti um og yfir 40 stig á Celsíus. Björn Þ. Guðmundsson. ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í HAAG Hinn 15. janúar 1981 tóku tveir nýir dómarar sæti í Haag-dómstólnum. Þeir eru Abdallah El-Khani frá Sýrlandi og Stephan M. Schwebel frá Banda- ríkjunum. — El-Khani er fæddur 1925 í Damascus og menntaður í heima- landi sínu. Hann hefur lengstum starfað í sýrlensku utanríkisþjónustunni og átti um skeið sæti í ríkisstjórn lands síns. Hann tekur sæti í dómstólnum í stað landa síns Tarazi, sem lést 4. október s.l. — Schwebel er fæddur 1929 í New York. Hann hlaut lögfræðimenntun í Bandaríkjunum og Englandi. Hann var lögmaður 1954-9, aðstoðarprófessor við Harvard háskóla 1959-61, starfs- maður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna 1961-7, og prófessor við John Hopkins háskóla 1967-81. Schwebel tekur sæti í Haag-dómstólnum í stað landa síns Baxters, en hann lést 25. september 1980. — Þess má geta, að alþjóðadómstóllinn fjallar um þessar mundir um ágreining Túnis og Líbíu um landgrunnsmörk. Hafa bæði ríkin notað sér rétt sinn til að nefna dómara til að fjalla um mál þetta. Eru það Jens Evensen frá Noregi nefndur af stjórn Túnis og Jiménez de Aréchaga frá Uruguay, fyrrum forseti dómsins. Stjórn Möltu óskaði að gerast meðalgöngumaður í máli þessu, en því var hafnað. Um Haag-dómstólinn var síðast fjallað hér í tímaritinu 1980 á bls. 113-4. Þ. V. 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.