Melkorka - 01.05.1954, Qupperneq 18

Melkorka - 01.05.1954, Qupperneq 18
Áhrif heimilisins á málfar og þjóðerniskennd barnanna Eftir Rannveigu Löve Mörgum er áhyggjuefni framkoma og hættir unglinga nú til dags. Virðingarleysi þeirra fyrir móðurmálinu og tilfinninga- leysi fyrir landi og þjóð. Ekkert skal ég um það segja, hvort unglirigar eru almennt eins og að ofan er lýst, en hitt veit ég, að Jreir eru til og það tel ég óeðlilegt nema um sérstak- lega vangefin börn sé að ræða. Orsök liggur til allra hluta. Og orsök á- huga- eða tilfinningaleysis unglinga fyrir móðurmáli og þjóðerni á rætur sínar að rekja til fyrstu æviáranna. Eða að j^eirri nið- urstöðu hef ég komizt, eftir að Iiafa annazt móðurmálskennslu meðal yngstu barnanna, enda þótt um stuttan tíma sé að ræða. Litlu börnin koma í skólann, misvelgefin frá mis- jöfnum heimilum. En eitt eiga þau sameig- inlegt, ótrúlega orðfæð, með undantekning- um þó, sem betur fer. Ég er sannfærð um, að hver móðir hefur áhuga á að búa barn sitt sem bezt hún getur undir lífið og gerir það, sem í hennar valdi stendur til þess að hlúa sem bezt að andleg- um' og Hkamlegum þroska þess, enda þótt misvel takist af ýmsum ástæðum. Eitt er þó víst, hverri móður ætti að vera innan liandar að kenna barni sínu gott og fallegt mál, leiðrétta amliögur, leggja á- herzlu á skýran framburð, auðga orðaforða þess, og það á mjög auðveldan hátt og að- gengilegan, með því að kenna því vísur og þulur, sem hverju barni er unun á að hlýða. I þessu samljandi verður mér hugsað til æskuára minna. Á barnmörgu heimili hefur móðirin ekki mikinn tíma aflögu handa Iiverju einstöku barni. En önnum kafin við hin ýmsu störf svarar hún óteljandi spurn- ingum. Ef við börnin erum amasöm, syngur hún eða raular vísur og kvæði. Stundum fer hún með þulur. Smátt og smátt tökum við undir, syngjum með og þyljum þulurn- ar. Við skynjum ævintýrin en mörg orðanna skiljum við ekki: Ægir karl með yggldar brár — Hver er Ægir karl? Hvað eru yggld- ar brár? Og orðaforðinn vex. Það er ekki mikið um bókakost á heimil- inu og ekki eru foreldrarnir skólagengið fólk, en þau elska málið sitt og þjóðernið, það dylst ekki, þótt þau haldi ekki um það ræður. Þau hafa yndi af ljóðum, söng og sögum, á sinn einfalda alþýðlega hátt. Ég man bezt eftir tveim bókum heima. Það voru Þyrnarnir hans pabba og poesi- bókin hennar mömmu. Þær voru báðar rauð- ar og hjartfólgnar. Poesi? Það var skrýtið orð. Hvað er poesi, mamma? Poesi, það er útlent orð og þýðir Ijóð, segir mamma og tekur bókina sína og les fyrir okkur eitthvað af fallegu Ijóðunum eða ferskeytlunum, sem í hana liafa safnazt. í vísunum eru mörg orð, sem vekja forvitni og mamma útskýrir eftir beztu getu. Og ef við ekki spyrjum, erum við spurð, hvort við skiljum. Og pabbi les úr Þyrnun- um sínum. Hann nýtur þess sjálfur að lesa l jóðin, og honum er það óþolandi tilhugsun að við ldustum án þess að skilja, hann er ó- þreytandi að útskýra, hann óskar þess svo innilega, að við fáum notið ljóða og máls 46 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.