Vera


Vera - 01.10.1988, Síða 12

Vera - 01.10.1988, Síða 12
„Fólk ætti ekki bara að fara í viðtöl til prests við skilnað heldur ekki síður við giftingu. Við Sveinn tókum t.d. skilnaðarviðtölin fyrirfram og ræddum við prestinn um það sem upp kynni að koma í hjónabandinu." hamingju og tryggð. Ég vil heldur ekki torvelda fólki oð skilja að lögum en það væri hins vegar óstæða til að gera fólki mun betur grein fyrir því en nú er gert, hvað það er að fara út í við giftingu. Fólk ætti ekki bara að fara í viðtöl til prests við skilnað heldur ekki síður við giftingu. Við Sveinn tókum t.d. skilnaðar- viðtölin fyrirfram og ræddum við prestinn um það sem upp kynni að koma í hjónabandinu." Eins og fram hefur komið ó Björk sæti í jafnréttisnefnd Reykja- víkurborgar og ég gat því ekki ó mér setið að spyrja hana ólits ó þeim siðum sem tengjasthjónavígslunni. Faðirinn leiðir dóttur sína upp að altarinu í hvítum kjól sem tókni hreinleikans og giftir hana burt — gefur hana tilvonandi eiginmanni. Hvaða merk- ingu hefur þetta fyrir hana? ,,Þessi siður hefur enga merkingu fyrir mér og mér finnst hann ekki koma jafnréttismólum nokkurn skapaðan hlut við. Þetta er hefð sem hefur glatað sinni upp- runalegu merkingu og i dag er ekki sami hugur að baki henni. Ég get hins vegar alveg séð það að ef maður tekur upp allar gamlar hefðir feðraveldisins þó getur það orðið spurning hvort ekki er verið að vega að jafnrétti kvenna." En þó siðirnir hafi hugsanlega glatað merkingu sinni þó vakn- ar óneitanlega sú spurning hvort viðhöfnin í kringum brúðkaup- ið og hin ólíku hlutverk sem karl og kona hafa þar með hönd- um, kyndi ekki undirtólsýn ungra stúlkna um kvenhlutverkið og höfn hjónabandsins. Eru meðvitaðar konur eins og Björk ekki að leggja tólsýninni lið með því að taka þótt í því borgaralega pjatti sem margir telja hjónavígslu með pompi og prakt vera? ,,Jú, það getur vel verið að sú hætta sé fyrir hendi en þó vil ég benda ó að Kvennalistinn ó þarna stóran hlut að móli með því að leggja óherslu ó að konurfói að vera kvenlegar. Kannski finna ungar stúlkur sig í þessu kvenlega hlutverki í dag af því að þær hafa ekki aðrar fyrirmyndir. Það er dregin upp rómantísk mynd af fjölskyldunni í öllum þessum tímaritum sem nú eru gefin út, giftingum fjölgar, fæðingum fjölgar og ungar stúlkur festast í kvenlegu hlutverki." „Kannski erum við komin þarna að þessum hefðbundnu mót- sögnum milli orða og gjörða" segirSveinn. „Maðurgeturekki ,,Með giftingunni er maður að setja form ó það ör- yggi sem maðurvill hafa ílífinu og maðurerað lýsa því yfir við alþjóð að manni sé alvara." haft mótaðar hugmyndir um hluti eins og hjónaband, óst og trú til lífstíðar. Þetta eru mól sem maður gerir ekki upp við sig í eitt skipti fyrir öll heldur er alltaf að glíma við í nýju Ijósi. Það er hins vegar alveg Ijóst að gömlu hugmyndirnar geta ekki gengið upp. Þær fela í sér óbyrgðarleysi og tillitsleysi gagnvart tilfinn- ingum fólks." Björk-. „Með giftingunni er maður að setja form ó það öryggi sem maður vill hafa í lífinu og maður er að lýsa því yfir við alþjóð að manni sé alvara," og hún bætir við og vill hafa það lokaorðin í viðtalinu að þegar ég hringdi og bað um viðtalið hafi þau verið að fara út úr dyrunum ó leið upp í sveit ósamt börnum Sveins. Viðtalið barst í tal og Björk sagði að það yrði nú kannski erfitt að svara því hvernig ó því hefði staðið að hún giftist Sveini. Þó sagði 8 óra gamall sonur Sveins. „Það verður ekkert fyrir þig að svara þessu pabbi. Þú giftist henni Björk af því að þú elskar hana." —isg 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.