Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst DV Efni Nanna Guðbergs elskar lífið Naglalakkið og geðveikin Stebbi geit sóttur heim V_______J Þungur dvergur Sveppi er 1,t og vegur 80 klló. Hefur lést um slðustu þremur mánuðum. Ek Sjónvarpsstjömunni Sveppa var hent í gær. Gerðist það á Hálandaleik- unum í Laugardal en þar vom saman- komnir margir af sterkustu mönnum heims sem köstuðu litla íslendingnum mislangar vegalendir. „Það var Hollendingur sem kastaði mér 3,15 metra. Mér hefur aldrei verið hent jafti langt áður. Ekki einu sinni út af skemmtistöðum," segir Sveppi sem var að jafna sig síðdegis í gær enda var honum hent margoft. „Ég hef nú aldrei litið á sjálfan mig sem dverg því ég er 1,69 á hæð en mér skilst að dvergastuðullinn miðist við hálfan annan metra," segir Sveppi sem er 80 kfló. „Éghef þó lést um fimm kfló á í Iris. f, síðustu þremur * mánuðum." Sveppi segir flugferðina hafa verið eftirminnilega um margt. Undarlegt til þess að vita að til séu menn sem geti jafnhattað mann aftur fyrir höfuð og síðan hent eins og hverjum öðrum ruslapoka: „Ég er feginn að þessir sterku menn eru ekki á hverju strái. Ég held að þeir geti hent hveiju sem er hvert sem er. Alla vega hentu þeir mér." Dvergakast hefur átt miklum vin- sældum að fagna víða um heim um áratugaskeið en verið gagnrýnt á íþróttalegum forsendum sem h'tillækk- un við smávaxna. Er dvergakast víða stundað í laumi fyrir bragðið enda oft orðið slys á dvergum sem ekki vom séð fyrir. Heimsmetið í dvergakasti er tæp- ir 13 metrar og var sett í Flórída rétt fyr- ir síðustu aldamót. Sameinuðu þjóð- imar bönnuðu dvergakast árið 2002. Justin Timberlake í 12 tónum Svo mikið er að gera í tónlistarversluninni 12 tón- um við Skólavörðustíg að peningarnir beinhnis streyma Inn og það í svo miklu magni að verslun- armaðurinn Lárus Jóhannesson veit ekkl hvað hann á að gera við þá. í 12 tónum má finna tónlist af ýmsu tagi: Heimstónlist, djass, klassfk f miklu magni, þjóðlagatónlist... Það er óhætt að segja að Það skrýtnasta í búðinni! mörg óvenjuleg perlan leynist þar f rekkum. Að- eins eina tegund tónlistar hefur Lárus ekki á boðstólum eins og koma mun f Ijós. Þegar DV fór þess á leit við hann að velja sérkenni- legasta hlutinn sem væri falur f 12 tónum sagði Lárus það vandasamt verkefni og bað um smá frest: Það væri svo margt sérkennilegt sem hann hefði á boðstólum. Lárus hringdi þó von bráðar til baka og hafði þá furðulega sögu að segja: „Já, ég gekk um búðina með kaffibollann f hend- inni og varð þá starsýnt á plötu f rekka. Plata með Justin Timberlake! Platan Justified. Ég hugsaði með mér: Sá sem pantaði þessa plötu í búðina, hann ætti að reka umsvifalaust, öðrum til áminningar og viðvörunar. En eftir nánari eftir- grennslan kom f Ijós að við höfðum tekið þennan disk inn f sklptum. Einn okkar bestu kúnna hefur fengið að skipta þessu fyrir alvörutónlist. Ég kaliaði alla starfsmennina á fund og það var einróma álit okkar að þetta væri einhver sá furðulegasti geisla- diskur sem komlð hefur hér inn fyrir dyr frá stofnun verslunarinnar sem var vorið 1998. Ég er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að leyfa honum að vera hér áfram en Justin hefur verið f rekka sem heitir Amerfka. Og þar eru ekki ómerkari menn en Bing Crosby og Hank Willi- ams svo einhverjir séu nefndir. Eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Ég held ég verði að fá mér annan kaffi- bolla og út f hann til að jafna mig á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.