Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 55
DV Fréttir LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 55 Svíakonungur á Akureyri Sænsku konungshjónin og dóttir þeirra lenda á flugvellinum á Akureyri fimmtudaginn 9. septem- ber þegar opinber heim- sókn þeirra í bænum hefst. í för með konungsfólkinu verða Ólafur Ragnar Gríms- son forseti fslands og Dor- rit Moussaieff eiginkona hans. Gestirnir heimsækja Háskólann á Akureyri og hlýða á minningarfýrirlest- ur í Oddfellowhúsinu um Vilhjálm Stefánsson land- könnuð. Byggja hjá Borgarspítala Samtök aldraðra hafa fengið fýrirheit frá borgar- ráði um úthlutun tæplega tólf þúsund fermetra lóðar vestan við Borg- arspítalann. í úthlumn- inni mun felast bygg- ingarréttur á lóðinni. Áður en framkvæmdir geta hafist við nýjar þjónustuíbúðir þarf að breyta bæði aðalskipu- lagi borgarinnar og deiliskipulagi lóðarinnar til samræmis við það. Skipu- lags- og byggingarsviði hef- ur þegar verið falið að vinna slíkar breytingar. Lóðin er vestan Háaleitis- brauta og norðan Sléttu- vegar. Borgin tryggi sér Keldur Sjálfstæðismenn í borg- arráði vilja að borgin ræði við ríkið um kaup á landi Keldna sunnan Folda- og Húsa- hverfa. Landinu verði breytt úr verslunar- og skrifstofusvæði í svæði undir íbúða- byggð. „Mikilvægt er að á þessu svæði verði íbúðarbyggð og vistar- og íþróttasvæði í samræmi við byggð í fyrr- nefndum hverfum," segja sjálfstæðismenn. Borgar- ráðsfulltrúar Reykjavíkur- lista segja að fýrirhugað sé að fara í frekari viðræður við ríkið um Keldnaland. í skipulagi sé þar sérstök áhersla á starfsemi á sviði þekkingar, rannsókna og vísinda. Hundur Bush í baráttuna Bamey, hundur George Bush Bandaríkjaforseta, hefur nú blandað sér í kosn- ingabaráttuna vestan hafs. Nýlokið er tökum á póli- tísku myndbandi með þess- um skoska terrier-hundi í aðaihlutverki. Hann kemur fram í myndbandinu með hvítt hárband og dillar sér við tónlistina úr Rocky- myndunum. Myndbandið verður sýnt á flokksþinginu en það sýnir tvo kosninga- starfsmenn sem leita hjálp- ar hjá Barney. Torfastaðarhjónin afskrifa forstöðumann Barnaverndarstofu Annað hvort við eða Bragi „Það er annað hvort við eða Bragi Guðbrandsson. Frá og með 1. október erum við með lausan samning, en við vinnum aldrei framar undir Braga, aldrei nokkurn tíma,“ segir Ólafur Einarsson á Torfastöðum. Skjólstæðingar Ólafs og eigin- konu hans, Drífu Kristjánsdóttur, hafa horfið einn af öðrum af með- ferðarheimili þeirra fýrir unglinga á Torfastöðum. Ólafur segir að skýrsla ríkisend- urskoðunar sem átti að vera tilbúin í haust sé væntanleg síðar í þessum mánuði. Félagsmálaráðherra hafi beðið þau að hinkra þangað til. Flest börnin sem hjá þeim hafi ver- ið séu farin: „Það var feykilega erfitt að sjá á eftir þeim en eins og staðan er var ekki um annað að ræða," segir Ólaf- ur. Að sögn Ólafs hafa þau hjónin ekki tekið sér frí í þrjátíu ár. Auk meðferðarheimilisins hafa þau ver- ið með hrossarækt. Ólafur segir fáa verða ríka af því á íslandi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta tekið okkur dálít- ið frí og ætlum að gera það. Hvað verður í fram- tíðinni verður að koma í ljós,“ segir Ólafur. Torfastaðahjónin Þau hafa ekki tekiö sér frí íþrjátfu ár og þrátt fyrir allt er kær- komið aö slaka á. Ölduhæð á texta- varpi Texta- varp Ríkis- útvarpsins hefur aukið enn við þjónustu sína með því að veita upplýsingar um öldu- hæð á sjónum kringum landið. Hægt er að nálgast upplýsingar um sveiflutíðni og ölduhæð út frá mælingum níu öldudufla á jafn- mörgum stöðum við útnes lands- ins. Um er að ræða mikilvæga þjónustubót fyrir sjómenn, ekki síst smábátasjómenn. ölduhæð- in er á síðu 191 í textavarpinu. Föstudagskvoldid 24. september ó Broadway Midasolo er í Skifunni, Laugavegi, sími 525 5040. Midoverdo odeins 2500 kf. 20 DAGAR I SYNINGU! WWW.S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.