Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 11
JSV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 11 n Nanna Guðbergs fyrrverandi fyrirsæta er há, grönn og glæsileg &amkvæmdakona sem rekur þrjú gæðakaifi- hús. Það nýjasta er Segafredo Es- presso, angi af stærstu kaffihúsakeðju Evrópu, sem lyfti Lækjartorgi í nýjar hæðir í sumar enda hélt fólk sig vera statt í útlöndum þegar það sat þar og drakk kaffi. „Þetta hefirr gengið von- um fr amar. Menn hafa tekið breyting- unum á lífinu á torginu með mikilli ánægju enda sumarið verið afar gott. Hér sat fólk í 20 stiga hita og bömin skoppuðu í kring með krítar og bolta og höfðu allt torgið fyrir sig. Mér fannst oft eins og við væmm stödd í Mið-Evrópu í sumar," segir Nanna sem veit um hvað hún er að tala því hún bjó í Þýskalandi í mörg ár og þekldr mannlífið á þeim slóðum vel. Nanna er upp alin á Seltjamames- inu; varð snemma mjög hávaxin og lék sér jafnan með strákunum í Kol- beinsstaðamýrinni þar sem nú standa hús og önnur böm leika sér, bara við allt aðrar aðstæður. „Ég var svo mikill strákur í mér og var heifrnikið með strákunum því það kom fyrir að mæðumar vildu ekki að ég léki við dætur þeirra; svo uppá- tækjasöm var ég. Nú hitti ég þessar konur sem heilsa mér fagnancfi, áttu víst aldrei von á að úr mér rættist," segir Nanna hlæjandi. Drekkur hvorki né reykir En Nanna var ekki eins slæm og þær héldu; jafhvel betri unglingur en dætumar. Hún hefur aldrei notað áfengi eða tóbak. „Ég tók þessa ákvörðun snemma og hef ekki séð ástæðu til að breyta henni. Auðvitað var oft erfitt að standast þrýstinginn, en þegar ég sá ungar sriílkur með brostin augu og illa til reika hugsaði ég að þessu hefði ég ekki áhuga á. Ég sé í dag of mikinn mun á því hvemig ungt fólk notar áfengi hér á íslandi miðað við í Evrópu þar sem ég þekki til. Ég held að fræða þurfi ungfrnga um hvemig nota megi áfengi í stað allra boða og banna. Böm og unglinga ætti að fræða inni á heimilunum og stýra þannig neyslunni hjá ungu fólki frá sterkum vínum," segir Nanna. Hún segist ekki sakna þess að hafa ekki drukkið en neitar ekki að þær stundir komi að gaman væri að skála í góðu eðalvíni. Hún hefur hins vegar ekki séð ástæðu til að breyta sinni ákvörðun sem hún tók í æsku. Hún leggur eigi að síður áherslu á að hún sé alls ekki fanatísk, aðrir megi drekka án þess að það komi við hana. í grænum Edensgarði Nanna er dóttir Guðbergs Auðuns- sonar sem söng um Edensgarðinn á sínum tíma. Þeir sem muna árin í kringum 1960-70 þekkja Guðberg og geta í huga sér raulað lagið sem hann gerði mjög vinsælt. Nanna ólst ekki upp hjá Guðbergi heldur hjá móður sinni, IðunniAndrésdóttur, sem rekur verslunina 1928 við Laugveg og í Auðbrekku, og manni hennar Áma Má Jenssyni. „Ég ólst upp við að vera helgarbarn hjá pabba og konu hans, Lindu Rík- harðsdóttur, en þau áttu ekki börn saman. Hjá þeim átti ég góðar stundir og fékk að vera miðpunktur alheims- ins. Leiðir Lindu og pabba skildu síðar en ekki okkar Lindu og er hún enn í dag eins og mín önnur móðir. Við erum í einstaklega góðu sambandi og hefur hún óskaplega gaman af litlu ömmustelpunum sínum. Pabbi flutti síðar til Bandaríkjanna og er áfengis- ráðgjafi á Hazelden sem er ein virtasta áfengisráðgjafarstofnun Bandaríkj- anna," segir Nanna og rifjar upp æskuna sem var ánægjuleg. „Ég ólst upp með systkinum mínum sem em böm móður minnar, auk þess sem Ámi átti böm áður. Pabbi á líka börn með núverandi konu sinni. f mínum huga em þetta allt mín systkini en það er stundum erfitt að útskýra tengslin," segir hún hlæjandi en bætir við að hún sé sannarlega ekki sú eina sem komi úr samsettri fjölskyldu. Það sé að verða æ algengara. Fór ung utan að sýna Sýningarferill Nönnu hófst þegar hún var mjög ung. Þrátt fyrir að vera mikil strákastelpa hafði hún alltaf áhuga á fötum og hafði gaman af að vera fín. „Ég fór fyrst til Mílanó þegar ég var sextán ára. Þar var ég meira og minna fram undir tvítugt en ég rakaði ekki saman fé á þeim bransa. Það er svo mikil blekldng í þessum heimi. Manni er lofað öllu fögm en þegar upp er staðið em launin ekki há. Þeir gæta sin nefnilega á að minnast ekld á kostnaðinn sem allur er dreginn frá latmunum. En það var prýðisreynsla fyrir mig," segir Nanna og neitar því ekld að freistingamar hafi verið við hvert götuhom. Henni hafi ekki reynst erfitt að standast þær. ,Ætli sú ákvörðun mín að drekka ekld áfengi hafi ekki haft þau áhrif að ég var alltaf með heila hugsun og gat því notað dómgreindina rétt," segir hún og bætir við að fólkið hennar hafi ávallt treyst henni. „Ég er þeirrar skoðunar að einmitt það hafi hjálpað mér mikið þegar ég var ungUngur. Mér var alltaf bent á að bera sjálf ábyrgð á mínum ákvörðunum." Oliver góður faðir og eigin- maður Eftir að Nanna kom frá Mílanó 19 ára gömul kynntist hún Oliver Pálma- syni sem síðan hefúr fylgt henni. Þau bjuggu um nokkurra ára skeið í Þýska- landi og þar tók Nanna upp fyrri starfa. „Það var gott að vinna fyrir Þjóð- verja. Þeir vom nákvæmir, heiðarlegir og allt stóðst sem þeir sögðu. Þar lærði ég að bera virðingu fyrir tírna annarra. Þeir höfðu þann hátt á að ef ég kom klukkustund eða tveimur of seint í töku þá var það mitt að greiða öllum kaup þann tíma sem beðið var. Það lætur maður ekki henda sig nema einu sinni. Ég þoldi þetta ekki fyrst en síðan áttaði ég mig á því hve þægilegt það er að vera með allt sitt á hreinu; aldrei vesen og leiðindi," segir hún. í Þýskalandi bjuggu þau í Múnchen og nutu lífsins. Eva, dóttir Olivers, var einnig dugleg að heimsækja þau til Þýskalands. Nanna segir að hún hafi haíft það mjög gott í fyrirsætubransanum, nóg að gera og launin fín. „í Þýskalandi er hins vegar ekki nein von um að verða topp- módel. Þá fer maður til Parísar eða New York. Ég kunni hins vegar vel þeim störfum sem ég var í og ferðaðist mjög mikið vegna þeirra," segir hún en mest starfaði hún fyrir stórfyrir- tæki. Þau hjónakom ferðuðust einnig mikið og áttu bæði Chopper-mótor- hjól sem þau geystust á um þjóðvegi Evrópu. „Við fórum um allt á hjólunum og það vom yndislegar stundir sem við áttum í ferðum okkar á þessum árum. Stundum fórum við aðeins á einu hjóli og þá þurfti ég að vera útsjónar- söm við að pakka niður," segir Nanna og hlær. Hún segir þau hafa eignast marga góða vini sem þau haldi enn miklu sambandi við en þau fóru það- an á réttum tíma og komu heim tíl að láta að sér kveða í kaffimenningu þjóðarinnar. Byggja upp fyrirtækið KafB Roma var áður bakarí við Rauðarárstíginn undir öðm nafni. Nanna og Oliver keyptu það og breyttu því í kaffihús og bakarí þar sem hægt er að fá allar tegundir af há- gæðakaffi. „Það var ofsalega gaman og mér þyldr alltaf vænt um Kaffi Roma. Það er eins og bamið mitt. Þangað kemur fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og drekkur kaffi og með því. Sumir vilja bara gamla góða uppáhellinginn og viija ekkert með hitt hafa. Þannig er það en mér finnst samt að íslendingar séu alltaf að átta sig betur og betur á því hvað kaffi getur verið fjölbreytt. Við erum með frábært starfsfólk sem er vel þjálfað í því að búa til úrvalskaffi byggt á ítölskum kaffihefðum," segir Nanna og það em orð að sönnu; kaff- ið er gott á Kaffi Roma. Skömmu síðar opnuðu þau Kaffi Roma í Kringlunni sem gengið hefur vel. Nanna segir að þau Oliver hafi verið frá upphafi ákveðin í að standa að rekstrinum af ábyrgð. „Það þýðir lítið að stofiia fyrirtæki og ætla svo að kaupa sér hús og bíl og fara að lifa lífinu. Þannig gengur það einfaldlega ekki upp," segir hún og bendir á að þau búi enn í lítilli blokkaríbúð í Hlíðunum þó að með dætmnum þremur séu þau oft fimm í heimili. „Sá tími kemur að við stækk- um við okkur, það er hins vegar svo margt annað í augnablikinu sem er mikilvægara en nokkrir fermetrar til eða frá." Nanna og Oliver „Ég elska manninn minn og við erum mjög ánægð saman." Þau hafa byggt upp kaffihúsa- reksturinn saman og eru mjög samrýmd. Nanna með Evu dóttur Olivers á meðan þau dvöldu f Þýskalandi Hún krúsaði um allt á mótorhjóiinu á meðan þau bjuggu í Þýskalandi. Segafredo á Lækjartorgi Segafredo er nýjasta fjöðurin £ hatti þeirra Nönnu og Olivers. Það er hluti af ítalskri keðju sem þau kynnt- ust í Þýskalandi en þau sátu oft á Segafredo í Múnchen og drukku kaffi. „Við vorum ofsalega hrifin af þessum kaffihúsum. Á Segafredo getur þú verið viss um að fá það besta bæði hvað varðar kaffið svo og allt annað sem boðið er upp á. Við ræddum oft um að ef við flyttum til íslands mynd- um við opna slfkan stað, sem á end- anum varð til þess að við fluttum gagngert tfl landsins með Segafredo- drauminn í maganum. Draumurinn varð að veruleika og í vor opnuðum við á Lækjartorginu," segir Nanna og greinilegt er að hún talar um það sem skiptir hana máli. Á Segafredo er allt ítalskt. Bæði kökur og meðlæti koma beint frá ítal- íu og kaffið vitaskuld líka. „Hjá okkur starfar fólk sem er menntað í að laga gott kaffi, undir leiðsögn Ásu Jelenu kaffimeistara. Við eigum nú þegar mjög breiðan hóp fastra kúnna sem koma á hverjum degi eða oftar tfl að fá bollann sinn. ítalir sem hér eru bú- settir koma mikið og ferðamenn sóttu okkur heim í sumar ásamt fólki úr öll- um stéttum þjóðfélagsins sem leggur leið sína um hjarta borgarinnar á hverjum degi," segir Nanna og er himinlifandi yfir viðtökunum á Sega- fredo. Eignaðist börnin seint Nanna var orðin 28 ára þegar hún eignaðist fyrsta bamið. Hún hafði þá notið þess að ferðast og lifa lífinu með manni sínum. Það var kominn tími tfl að eignast böm saman og þau vom meira en reiðubúin. Fyrir tveimur árum eignuðust þau litla stúlku og einu og hálfu ári síðar aðra. Nanna Sýslumaðurinn á Akranesi Stillholti 16-18, 300 Akranes, s: 431 1822 UPPBOÐ Framhald uppboðs verður á nýsmíði nr. 40, sk.skr.nr. 7539, þingl. eig. Knörr ehf, gerðar- beiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 8. september 2004, á skrifstofu sýslumanns að Stillholti 16-18, kl. 11:30 Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verð- ur háð á þeim sjálfum, sem hér segir Einigrund 7, fastanr. 210-2625, Akranesi, þingl. eig. Hjörtur Hilmarsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Og fjarskipti hf, miðviku- daginn 8. september 2004 kl. 10:00. Jaðarsbraut 35, fastanr. 210-0965, Akranesi, þingl. eig. Guðni Jónsson og Ingveldur M Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaup- staður, íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Akranes- kaupst, Sýslumaðurinn á Akranesi og Söfnunar- sjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 8. sept- ember 2004 kl. 10:30. Lerkigrund 1, fastanr. 210-2662, Akranesi, þingl. eig. Jenný Una Sveinsdóttir, gerðarbeið- endur Akraneskaupstaður, íbúðalánasjóður og Lerkigrund 1, húsfélag, miðvikudaginn 8. sept- ember 2004 kl. 11:00. Skólabraut 2-4, fastanr. 210-2213, Akranesi, þingl. eig. Útlit ehf, gerðarbeiðandi Akranes- kaupstaður, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 13:00. Vesturgata 83, fastanr. 210-1148, Reykjavík, þingl. eig. Vigdís K Sigurðardóttir og Anton Þór Harðarson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstað- ur, íslandsbanki hf og Landsbanki íslands hf, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 2. september 2004. Ég varsvo mikill strák- ur í mér og var heil- mikið með strákunum því það kom fyrir að mæðurnar vildu ekki að ég léki við dætur þeirra; svo uppátækja- söm var ég. var því allt í einu orðin tveggja barna móðir, bundin heima. „Ég hef notíð þess mjög að vera heima með bömin og lífið hefur breyst mikið við tilkomu þeirra. Ég hlakka alltaf tfl að koma heim ef ég skrepp frá og lífið snýst meira eða minna um þær. Oliver er yndislegur faðir og eiginmaður og ég gæti ekki verið hamingjusamari," segir Nanna. Henni finnst fátt skemmtilegra en góðar stundir með fjölskyldu, vinum og öðru áhuga- verðu fólki. Skemmtanalífið er hins vegar í lágmarki. „Það var æðislega gaman á meðan á því stóð og við nut- um þess að skemmta okkur. Nú hefur nýtt hlutverk tekið við sem ég hef miklu meiri ánægju af, maður nýtur annarra hluta betur og öðruvísi með árunum. Eins og er á reksturinn og fjölskyldan hug minn allan. En þegar færi gefst kaupi ég mér kannski ferða- hjól og trylli á því um hálendið. Hvað bíður svo handan við hornið er ómögulegt að segja. Það verður að koma í ljós en ég er ung enn og ætla að halda áfram að byggja upp fyrir- tæki okkar og njóta þess sem lífið hef- ur upp á að bjóða," segir Nanna sem ljómar af ánægju og hamingju. Það er ekki hægt að biðja um meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.