Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 54
Helgarblað DV % 54 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 ‘Frátekið fyrir Okkar Mann Tíu málefnalegar ástæður fyrir einkavinavæðingu á Hæstarétti Auðvitað verður Jón Steinar Gunnlaugsson gerður að hæsta- réttardómara. Ástæðurnar sem Bjöm Bjarnason dómsmálaráðherra mun gefa fyrir vali sínu verða allar mjög málefnalegar. Hér á eftir fer „topp tíu" listinn yfir málefnalegar ástæður þess að taka Okkar Mann, ^ Jón Steinar, fram yfir aðra umsækjendur. Fyrsta málefnalega ástæðan fyrir því að skipa Okkar Mann hæstarétt- ardómara er sú að hinir umsækj- endurnir hafa ekki gott af því að fá starfið. Þetta sómafólk skilur það kannski ekki núna, en það mun verða því til blessunar að hljóta ekki þetta lýjandi dómaraembætti. Hin- ir umsækjendurnir eiga eftir að þakka ráðherranum fyrir það seinna að Okkar Manni hafi verið gerður þessi Bjarnargreiði en ekki þeim sjálfum. Dómar á færibandi Það er ólíklegt að það sé tekið út ^með sældinni að vera hæstaréttar- dómari, þrátt fyrir einhvem skitinn 700 þúsund kall á mánuði í laun. Sjáið bara Pétur Kr. Hafetein, sem er ekki nema 55 ára gamali. Hann er til í allt annað en hanga lengur í þessu skítadjobbi: gerast hrossa- bóndi á Rangárvöllum, BA-nemi í sagnfræði, fara á full eftirlaun eftir fjögur ár - nefndu það bara. Hann er búinn að fá upp í kok. Eða armæðusvipurinn á Markúsi Sigur- bjömssyni, forseta Hæstaréttar! Það er deginum ljósara að þar fer maður sem ber meira en réttlátan skerf af syndum heimsins. Hinir umsækjendurnir munu ekki hafa úthald í svona krefjandi starf. Hins vegar er Okkar Maður óþreytandi orkubúnt og vinnuþjarkur þannig að honum verður ekki skotaskuld úr því að fella dóma á færibandi þrátt fyrir þrúgandi andrúmsloftið í Hæstarétti. Hvítt er svart og svart er hvítt s önnur málefnaleg ástæða er að við þurfum bara alveg bráðnauð- synlega að fá Okkar rökfasta Mann í Hæstarétt. Hann er mesti sérfræð- ingur landsins í því að sanna að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Ég nefni fáein dæmi þessu til glöggv- unar. í fyrsta lagi hefur lögbanni Hannesar Hólmsteins á kæm fjöl- skyldu Halldórs Laxness til siða- nefndar Háskóians verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þegar Okkar Maður verður orðinn hæstaréttardómari aukast til muna líkurnar á því að áfrýjuninni verði vísað frá og lög- bannið staðfest. í öðm lagi verða menn fyrr en varir leiddir í allan sannleika um að nýjustu fjölmiðla- lögin standist stjómarskrá. Nýjustu fjölmiðlalögin? Já, það er eins og þurfi að tyggja alla hluti ofan í sumt fólk. Auðvitað verður nýtt fjöl- miðlafrumvarp lagt fyrir næsta þing - hvað hélduð þið? Núna verður það sko samþykkt og gert að lögum (ekki satt, Kiddi og Jónína?). Það verður aftur farið að þrasa um að lögin standist ekki sjórnarskrá frek- ar en gömlu lögin og svo fer málið fyrir Hæstarétt. Og hver verður þar? Okkar Maður! Loks mun Okkar Maður sjá um að tekin verði af öll tvímæli um að ríkið eigi Þingvelli. Af óskiljanlegum ástæðum em ein- hverjir guðsmenn alltaf að þrasa um að kirkjan eigi Þingvelli. Endemis della! En Davíð Oddsson var svo sem búinn að segja að kirkj- an gæti bara farið í mál og látið reyna á þetta fyrir dómstólum. Þá kemur Okkar Maður til skjalanna. Sumirtapa alltaf Þriðja ástæðan er meira per- sónulegs eðlis. Okkar Maður lýsti því yfir bréflega að skólastjóri Verzl- unarskólans væri ömurlegasta per- sóna sem hann hefði nokkum tíma kynnst. Sá leiðindapaur mun hugsa sig tvisvar um áður en hann fer að hlaupa með eitthvert mál fyrir Hæstarétt. Sumir tapa alltaf. Okkar Maður handhafi for- setavalds Fjórða ástæðan er ekki síður málefnaleg. Þegar Okkar Maður verður orðinn forseti Hæstaréttar - sem gerist eins og skot enda verða þeir sem em á undan honum í bið- röðinni búnir að taka pokann sinn - þá þarf hann auðvitað að vera handhafi forsetavaldsins við og við, ásamt forsætisráðherra og forseta Alþingis (ekkert vesen með þá). Það væri óneitanlega dálítið fyndið að Þórhallur Eyþórsson finnst liggja beint við að Jón Steinar fari í Hæstarétt. Laugardagskj allari hafa Okkar Mann í þessu djobbi, ekki síst þar sem Davíð verður far- inn í annað. Sérstaklega skemmti- legt að ímynda sér svipinn á Ólafi Ragnari þegar hann kveður Okkar Mann í flugstöðinni áður en hann fer á skíði í Aspen. Bless, bless, herra forseti! Heimtufrekja þurfalinga Fimmta ástæðan er sprottin af óeigingjarnari hvötum og er þess vegna einkar málefnaleg. Eins og kunnugt er hefur Okkar Maður mikinn áhuga á að svokallaðir ör- yrkjar hætti að níðast á skattborg- umm með tilvist sinni einni saman. öryrkjar em í rauninni bara vinnu- fælnir ódrengir. Enginn vafi er á því að Okkar Maður mun láta þessa heimtufreku þurfalinga finna til tevatnsins næst þegar mál þeirra koma til kasta Hæstaréttar. Koníaksdrykkja og vindla- reykingar Sjötta ástæðan er líka mjög mál- efnaleg. Hún er sú að briddsklúbb- ur Davíðs fær loksins viðunandi aðstöðu. Hvar er betra fyrir fi'na menn að spila bridds en einmitt í glæsilegum viðhafnarsölum í Hæstaréttarhúsinu? Ástríður og hinar stelpumar em orðnar voða- lega leiðar á að kallarnir leggi und- ir sig stofurnar heima með kon- íaksdrykkju, vindlareykingum og tilheyrandi sóðaskap. Við emm sko engar rauðsokkur eða svoleiðis en það er ósköp útslítandi til lengdar að vera alltaf á þönum í kringum þessar elskur. Hvað ætli Hæstarétt muni um að borga þjónaliðinu þar smávegis aukapening fýrir að upp- varta strákana svo sem eins og einu sinni í viku? Nógu ætti þessi stofn- un að vera stöndug. Frænda hjálpað að fletta upp í lagasafninu Astæða númer sjö er að það er hentugt að hafa vanan mann á staðnum til að líta eftir honum Ólafi frænda. Það var náttúrlega óvænt ánægja að koma blessuðum drengnum inn í Hæstarétt út á þetta Evrópu-dæmi sem hann skrifaði ritgerð um á námskeiðinu í Svíþjóð (þótt við hugsuðum raunar ekki út í þá málefnalegu ástæðu fyrr en eftir á). Óli er góður gæi og allt það en gallinn er bara sá að hann er ekld mjög brattur í lög- fræðinni. Ekki það sem maður myndi kalla lögspeking. Þess vegna er heldur betra að hafa Okkar Mann þarna innanbúðar til að hjálpa honum að fletta upp í laga- safninu ef hann skyldi reka í vörð- urnar í túlkun á ákvæðum stjórnar- skrárinnar, svo dæmi sé tekið. Jákvæð mismunun og mis- skilið jafnrétti Áttunda málefnalega ástæðan fyrir valinu á Okkar Manni er ekki eins sértæk. Það þarf að stemma stigu við jákvæðri mismunun sem er orðið alvarlegt vandamál í þjóð- félaginu. Eins og allir vita eru ákvæði jafnréttislaga um kæru- nefnd jafnréttismála bam síns tíma. Það þarf að breyta þessum lögum svo að nefndin fari nú ekki að grípa fram fyrir hendur ráðherra í nafrii einhvers misskilins jafnrétt- is. Niðurstaða kærunefndar jafn- réttismála er auðvitað bara álit ein- hverra besservissera úti í bæ sem ráðherrann þarf ekki baun að fara eftir frekar en hann vill. Kverúlant- arnir sem ekki una niðurstöðunni geta svo bara farið fyrir dómstóla með sín mál, fyrst í héraðsdóm og síðan í Hæstarétt. Þegar þangað kemur á Okkar Maður sko eftir að sjá um að réttaröryggið verði tryggt (eða þannig). Ráðherradóttir gegn syni fátæka innflytjandans Níunda ástæðan er sú að með því að veita Okkar Manni embættið er f rauninni verið að koma til móts við kvenkyns umsækjendur um þessa stöðu. Ef það er ekki mál- efhaleg ástæða þá veit ég ekki hvað er málefnalegt. Allir vita að jákvæð mismunun gerir lítið úr þeim sem njóta góðs af henni. Femínistar vilja að ráðherradótturinni sé gert hærra undir höfði en syni fátæka innflytjandans. Það er ranglæti; hins vegar er réttíátt að troða syni forsætísráðherra í fínt djobb enda ekki vitað til þess að dóttir tæ- lensku skúringakonunnar hafi ver- ið að sækjast eftir því. Afsökun hvíta mannsins Kvennakvótar geta ekki annað en valdið fordómum og kven- umsækjendurnir eiga eftir að þakka dómsmálaráðherra fyrir að hafa forðað þeim ffá þeirri skömm að vera kallaðar „kvótakerlingar”. Munið þið ekki eftir blökkumann- inum í Ameríku sem varð háttsett- ur embættismaður út á þessa vit- leysu um jafnan rétt allra? Eins og dómsmálaráðherra hefur lýst á átakanlegan hátt engdist þessi aumingja svarti maður af sam- viskubiti yfir því að hafa ekki kom- ist áfram í lífinu fyrir eigin verð- leika heldur sem afsökun hvíta mannsins. Það hefði verið svert- ingjanum til meiri heilla að hann hefði ekki farið að hefja sig yfir sitt stand heldur unnið heiðarlega vinnu sem svona strákar ráða við, eins og að vera þjónn, ruslakall eða skóburstari á strætum Wash- ington-borgar. Kjáni sem er ekki með í leikn- um Allar framangreindar ástæður eru fjarska málefnalegar. En tíunda og langmálefnalegasta ástæða dómsmálaráðherra fyrir því að veita Okkar Manni embætti hæsta- réttardómara er sáraeinföld: Bara af því að ég get það. Og hafiði það! Embættið er frátekið fyrir Okkar Mann. Svona er okkar hefð hér á landi, allir gera þetta og hafa alltaf gert - hinir líka. Sá sem ætíar að fara að breyta út ffá þessari gamal- grónu siðvenju er bara kjáni og er ekki með í leiknum. Aftur á móti er það ekki í okkar hefð að ráðherra segi af sér þótt umboðsmaður Al- þingis, kærunefnd jafriréttismála og svoleiðis apparöt séu með eitt- hvert múður, eins og Einar Oddur Kristjánsson á bráðavakt Sjálfstæð- isflokksins hefur útskýrt svo prýði- lega. Rugludallar í lögfræðinga- stétt! Eini neikvæði flöturinn á að setja Okkar Mann í Hæstarétt er að þá er hætta á að hann neyðist fram- vegis til að láta fara minna fyrir sér í þjóðmálaumræðunni en hingað til. Það er ekki helsti styrkur Jóns Steinars Gunnlaugssonar að setja ljós sitt undir mæliker í baráttunni við hin illu öfl. En hvar stendur það skrifað að ekki sé hægt að breyta reglunum í þessum leik? Af hverju mega hæstaréttardómarar ekki tjá sig með skeleggum hætti um allt milli himins og jarðar á hvaða vett- vangi sem er? Reynið bara að fara með það mál fyrir Hæstarétt þegar Okkar Maður verður kominn þang- að, þið rugludallar í lögfræðinga- stétt. Sjötta ástæðan er líka mjög málefnaleg. Hún er sú að briddsklúbbur Davíðs fær loksins viðunandi aðstöðu. Hvar er betra fyrir fína menn að *spila bridds en einmitt íglæsilegum viðhafnarsölum íHæstaréttarhúsinu? Fyrsta málefnalega ástæðan fyrir því að skipa Okkar Mann hæstaréttardómara er sú að hinir umsækjendurnir hafa ekki gott afþví að fá starfið. Þetta sómafólk skilur það kannski ekki núna, en það mun verða því til blessunar að hljóta ekki þetta lýjandi dómaraembætti. c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.