Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4.SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Stríðið milli Rússlands og Tsjetsjeníu virðist engan endi ætla að taka. Vladimír Pútín er i miklum vanda eftir að hans maður Alu Alkhanov vann forsetakosningarnir í Tsjetsjeniu. Umsátrinu við barna- skólann í Beslan lýkur með blóðbaði. Tölur um drepna og særða eru á reiki. Rússneskar sérsveitir réðust inn í skólann í Beslan þar sem tsjetsjenskir hryðjuverkamenn hafa haldið ailt að 1.000 manns í gíslingu og bundu enda á umsátrið um skólann. Sjónarvottar tala um tvær miklar sprengingar og skothríð við skólann í gærmorgun en fregnir af atburðum hafa verið nokk- uð misvísandi eftir því sem leið á gær- daginn. Samkvæmt BBC voru um 150 böm flutt á spítala eftir árás sérsveit- anna og haft er eftir tökumanni BBC að hann hafi séð um 100 lík í leikfimi- sal skólans þar sem gíslamir vom geymdir. CNN segir hins vegar að 10 mannræningjanna hafi verið drepnir í árásinni og 400 gíslar særst. Ekki liggur ljóst fyrir hver afdrif hryðjuverkamannanna em en sam- kvæmt ffegnum var hluti þeirra drep- inn í árásinni en nokkním tókst að komast undan og var þeirra ákaft leit- að í nágrenninu. Þá er heldur ekki vitað hve margir gíslarnir vom, stjóm- völd gáfu upp tölur á bilinu 250 til 350 en sjónvarvottar töldu nærri lagi að gíslarnir hafi verið á bilinu 1.000 til 1.500 talsins, mest konur og böm. Gíf- urleg reiði er nú meðal almenings í Rússlandi vegna þessa máls og ákaft er kallað eftir hefnd af hálfu rúss- neskra stjómvalda. Endalaust stríð Stríð Rússlands og Tsjetsjeníu hef- ur nú staðið í áratug og virðist engan enda ætla að taka. Hvort landið um sig hefur sitt heiti á átökunum. Fyrir Tsjetsjena er þetta ffelsis- og sjálf- stæðisbarátta, fyrir Rússa er þetta her- ferð gegn hryðjuverkamönnum múslima og sem slíkt hluti af hinni al- þjóðlegu baráttu á þeim vettvangi. Báðir aðilar hafa í raun á réttu að standa. Hryðjuverkabylgjan sem skollið hefur á Rússlandi síðustu vikur kom í kjölfar forsetakosninganna í Tsje- tsjem'u þar sem Aiu Alkhanov var kjör- inn forseti landsins með töluverðum yfirburðum. Alu var frambjóðandi yfirvalda í Moskvu og sá sem Vladimíf Pútín valdi til framboðsins en Alu er fyrrum innanríkisráðherra Tsjetsjen- íu. Tsjetsjenar segja að umfangsmikil kosningasvik hafi leitt tii þess að Alu var kosinn og svömðu á þann hátt að senda fyrst fjórar konur úr hópi „Svörtu ekkjanna" í sjálfsmorðsferð til Rússlands og síðan að ráðast inn í bamaskólann í Beslan og taka þar allt að 1.000 manns, mest konur og börn, í gíslingu. Áður en ráðist var á skólann höfðu þrjár af svörtu ekkjunum lokið ferðum sínum, ein sprengdi sig í loft upp á jámbrautarstöð í Moskvu og tók 9 með sér í dauðann en um 50 manns særðust. Tvær þeirra sprengdu sitt- hvora flugvélina í loft upp þar sem tæplega 90 manns fómst og sú fjórða gengur enn laus í Rússlandi að því að talið er. Grimmt og blóðugt stríð Sjálft stríðið mUli Rússlands og Tsjetsjeníu stóð árin 1994 til 1996 og þykir hafa verið eitt hið grimmasta og blóðugasta í seinni tfma sögu. Báðir aðilar sýndu mikla grimmd og skemmst er að minnast þess að höf- uðborgin Grosm' var svo gott sem jöfnuð við jörðu í þessu stríði. Að lok- um fór svo að Rússar drógu heri sína til baka 1996 eftir mikið mannfall. Árið 1999 réðust Rússar aftur með heri sína inn í landið og sögðu þá að það hefði verið gert í kjölfar fjölda sprengjutilræða í Moskvu og tveimur borgum í suðurhluta Rússlands sem kostuðu yfir 200 manns lífið. Rússar sögðu einnig að eftir að þeir yfirgáfu landið 1996 hefði það breyst í miðstöð skipulagðrar glæpastarfsemi og marmrána. Á þessum árum bárust einnig reglulega fféttir af því að tsjetsjenskir glæpamenn væru að ná Hryðjuverk í Rússlandi Árás hryðjuverkamanna ag gislatakan i barnaskólanm í Beslan er aðeins sið- asta hryðjuverkið i röð slikra sem ná aftur til upphafs stríðsins i Tsjetsjeníu árið 1996. Hér fylgir listi þeirra helstu á siðustu árum. 31* á gúst 2004Kona sjálfa sigToft upp á járnbrautastöð f Moskvu, níu farast og 51 særast í spreng- ingunni. 24. ágúst2004 Tvær rússnesk- ar farþecjurflugvélar eru sprengdar! loft upp nær samtímis með þeim afleiðingum að89farast. ÓgÚSt 2003Sjálfsmorðs- ntjmg drepur a.m.k. 50 manns á her- 22. júní2004 Uppreisnarmenn ráðasfá innanrikisráðuneytið I Ingusetíu og drepa minnst 92 mahns, þ.á m. ráðherr- ann. 6, febrúar2004^prenging a háannatímanum í metrónum f Moskvu drepur 30 og særir 70 manns. 9. desember2003 morðssprenging drepurfimm manns i miðborg Moskvu. S. desember2003Sprenging I lest í Stavropoi norður afTsjetsjeniu drep- ur 36 og særir 150 manns. 1. át spreng spitala i bænum Mozdok í Norður Ossetiu. 5. ÍÚIÍ 2003Tværsjálfsmorðs- spréhgingar drepa 15 og særa 60 manns á rokktónleikum á Tushino-flugvellinum I Moskvu. S.júni2003: Kona veitir herrútu með rúss- neskum flugmönnum fyrirsát, hún og 18 aðrir farast f sprengingunni. 23. október2003 Um 50 tsjetsjeneskir uppreisnarmenn taka um 800 manns sem gisla I leikhúsi I Moskvu. Eftir þriggja daga umsátur láta rússneskar sérsveitir til skarar skriða með gasi. Flestir uppreisnarmannanna eru drepnirásamt 115 afgíslunum. 8. ágúst2000:Sprengja við fjölfarna götu i Moskvu drepur átta manns. 2. jÚlf2000Tsjetsjenskir uppreisn- arrrlenn hrlnda afstaö fimm sjálfs- morðsárásum gegn rússneskum herstöðv- um, I þeirri alvarlegustu farast 54 i lög- reglustöð nálægt G rosni. september I999s™'ur eyðrleggja ibúðablokkir í Moskvu, Buyn- aksk og Volgodonsk með þeim afleiðing- um að 200 manns farast. Ríkisstjórnin set- ursökina á tsjetsjenska uppreisnarmenn, sem i staöinn ásaka rússnesku leyniþjón- ustuna um að standa á bak við sprenging- arnar. Vladimir Pútln.þá forsætisráðherra, bregst við með þvi að senda herinn inn í Tsjetsjeníu. Endalaust stríð R ússar hafa átti i I stríði íTsjetsj- I eniu siðasta I áratuginn og | ekkisérfyrir 1 endann á þvi. undirtökunum í glæpaheimi Moskvu- borgar. Kosningaloforð Pútíns Pútín forseti komst til valda sem eft- irmaður Boris Jeltsín árið 2000 að stór- um hluta vegna loforða um að hann myndi koma á friði í Tsjetsjemu. Her- ferð hans gegn Tsjetsjenum á seinni hluta ársins 1999, fyrst í Dagestan og síðan íTsjetsjeníu sjálfrí, aflaði honum mikils stuðnings meðal Rússa. Hins vegar leiddi þessi herferð ekki til neins, frekar en stríðið fimm árum fyrr. í dag er Pútín óravegu frá því að koma á friði á þessum slóðum. Vandamálið sem við er að eiga í dag er einkum að tsjetsjenskir uppreisnar- hópar lúta ekki einni sameiginlegri yfir- stjóm eins og áður. Þeir skiptast upp í fjölda mismunandi hópa og fylkinga sem hver um sig hefur ákveðnar hug- myndir um hvemig eigi að koma boð- skapnum á framfæri. Hið eina sem þeir em sammála um er að best sé að drepa eins marga Rússa og fr amast er unnt. Tsjetsjenar em múslimar og sem slfldr njóta þeir víðtæks stuðnings í löndum á borð við Tyrkland, Jórdamu og Sádi-Arabíu. f Tyrklandi og Jórdamu em aðfluttir Tsjetsjenar fjölmennir og raunar er svo komið nú að fleiri Tsjetsjenar búa erlendis en í landinu sjálfu vegna eilífra stríða og uppreisna allt frá 19. öldinni. Kosninqasvikin sem kveiktu bál- ið Eftir að ljóst var að Alu Alkhanov hafði náð kjöri með rúmlega 70% at- kvæða í forsetakosningunum í Tsje- tsjeníu blossaði upp mikil reiði meðal landsmanna og þó einkum hinna frambjóðendanna sem sökuðu Alu um umfangsmikil kosningasvik. Þetta er m.a. talin ein höfuðástæðan fyrir hryðjuverkabylgjunni sem hrjáð hefur Rússa undanfama daga og vikur. Movsur Khamidov, sem varð annar íkosningunum, segir að eftirlitsmenn á hans vegum hafi orðið vitni að marg- víslegum kosningasvikum, þar á meðal fölskum kjörseðlum. Fulltrúi hans sagði í samtaii við Reuters að hann hefði séð kjörkassa stútfulia af kjörseðl- um aðeins mínútum eftir að kjörstaðir voru opnaðir. Alþjóðlegir eftirlitsmenn sögðust ekki koma náiægt þessum kosningum þar sem aðstæður í Tsjetsjemu gerðu það að verkum að ómögulegt væri að halda slíkar kosningar af nokkm viti. (Heimildir: CNN, BBC o.fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.