Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV FRETTASKYRING Björn Brynjúlfur Björnsson var langt kominn með gerð sjónvarpsþáttar um hið svo- kallaða prófessorsmál í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál þegar Sjónvarpið stöðvaði gerð hans og greiddi útlagðan kostnað. Til er viðtal við fórnarlambið sem aldrei hefur verið sýnt. I þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem kvikmyndagerðin Hug- sjón gerði fýrir Sjónvarpið fyrir nokkrum árum, var vinnan við þátt um prófessorsmálið svokallaða langt komin þegar Sjónvarp- ið stöðvaði gerð hans. Bjöm Brynjúlfur Björnsson, eigandi fyrir- tækisins, er ekki á landinu en Viðar Garðarsson, hjá Hugsjón sem vann einnig að þáttunum, staðfestir að engin skýring hafí komið fram á því hvers vegna Sjónvarpið ákvað að hætt yrði við fram- leiðsluna. Hann segir á hinn bóginn að ástæðan kunni að vera sú að of skammt hafi verið liðið frá því að málið var fyrir dómi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og móðursystir fórnarlambsins, þekkti vel til á meðan upptökur fóm fram. Hún spyr hver hafi getað haft hagsmuni af því að þátturinn yrði ekki sýndur. Jón Steinar Gunnlaugsson sem nú hefur sótt um embætti dómara við Hæstarétt var lögmaður sak- bornings í prófessorsmálinu. Mál- ið snerist um prófessor við Há- skóla íslands sem ákærður var fyrir gróft kynferðisbrot gegn dótt- ur sinni. Jón Steinar var lögmaður mannsins en stúlkan hélt því fram að hann hefði um árabil níðst á henni en hún var tvítug þegar mál- ið var tekið fyrir í héraðsdómi. Prófessorinn var fundinn sekur þar og því var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Þar var maðurinn sýknaður af kynferðisofbeldi en hann hafði viðurkennt gægju- hneigð. á dagskrá Sjónvarpsins fyrir noklcrum árum, þættir um sönn ís- lensk sakamál. Það var fyrirtæki Björns Brynjtílfs Björnssonar, Hugsjón, sem sá um gerð þáttan- na fyrir sjónvarp. Meðal annars var ákveðið að gera þátt um pró- fessorsmálið og tökur hafnar. Uppistaðan í þættinum var viðtal við fórnarlambið í málinu. Stúlkan hugsaði sig vel um áður en hún féllst á að tjá sig en ákvað að gera það eigi að síður. Það var í fyrsta og eina sinn sem hún hefur rætt þetta mál við fjölmiðla. Hugsjón fékk greiddan út- lagðan kostnað Vinnsla langt komin Eins og menn muna voru Viðar Garðarson, hjá Hugsjón, segir að tökur hafi verið komnar vel á veg þegar ákveðið var eftir fund með forráðamönnum Sjón- varpsins að hætta við þáttinn „Já, það er rétt. Við vorum langt komn- ir með tökur á þætti sem fjallaði um svokallað prófessorsmál þeg- ar ákveðið var að hætta gerð hans,“ segir Viðar sem vann með Birni Brynjúlfi að þátt- unum Sönn íslensk saka- mál. Akveðið var að gera þátt um annað mál þess í stað og fékk Hugsjón greiddan útlagðan kosmað fyrir þá vinnu sem þeir höfðu ynnt af hendi. Viðar segir að ákvæði hafi verið um það í samningum við Sjónvarpið að það fengi að sjá beinagrind að þáttunum á vinnsluferlinum og eftir að fulltrúum Sjónvarpsins hafi verið sýnt efnið hafi það verið mat sjónvarpsmanna að ekki væri rétt að halda áfram gerð þáttarins um prófessorsmálið. Fyrsta og eina sinn sem stúlk- an tjáði sig Viðtalið við stúlkuna var tekið upp í stofunni heima hjá Ólöfu Guðnýju. Hún segir að það hafi verið erfið ákvörðun hjá systurdóttur hennar að rifja málið upp en eigi að síður hafi hún ákveðið að gera það. Hún segist vita til þess að til hafi staðið að ræða við alla aðila máls- ins. „Skömmu síðar fregnaði ég að ekki yrði lokið við þátt- inn. Ég veit svo sem ekki hvers vegna Jón Steinar Gunnlaugsson Hann segir aö menn ofmeti áhrifsin á gang mála I samfélaginu stórlega en segir að hugsanlega hafi veriö viö hann rætt um gerð þáttarins á sfnum tima en muni það ekki greinitega. „Búið var að taka upp viðtal við systurdóttur mína og varþaðí fyrsta og eina sinn sem hún tjáði sig um þetta mál við fjöl- miðla. Þátturinn var í vinnslu og ég veit að til stóð að ræða við alla aðila málsins. Sjónvarpið ákvað að ekki yrði lok- ið við gerð hans en eigi að síður getur maður spurt sig hverjir gátu haft hagsmuni af því að þátturinn yrði ekki sýndur," segir Ólöf Guð- ný. Fengum enga skýringu Viðar segir að Hugsjón hafi ekki fengið neina skýringu á hvers vegna Sjónvarpið hafi viljað stöðva gerð þáttarins en menn hafi aðeins getað giskað á hverju það sætti. „Þess ber einnig að geta að mjög skammt var liðið frá því að málið var fyrir Hæstarétti og það kann að vera að mönnum hafi þótt að ekki væri nógu langt um liðið til að farið væri að rifja málið upp," segir Viðar. Hverjar sem þær skýringar kunna að vera þá er ljóst að sjónvarpsmönnum hefur þótt ástæða til að stöðva gerð þáttan- na. Hvort einhver með völd hafi haft þar áhrif skal ósagt látið. Ólöf Guðný segir að það hafi komið illa við hana og systurdótt- ur hennar að fregna að þættinum yrði ekki lokið en hún getur ekki fremur en aðrir fullyrt hver ástæðan var. Áhrif mín stór- lega ofmetin Jón Steinar Gunnlaugsson segir að hugsan- legt sé að haft hafi verið samband við hann á sínum tíma þegar gerð þáttarins stóð yfir en hann muni það eigi að síður ekki. „Þegar ég rifja það upp kann að vera að ein- hver hafi talað við mig, ég bara man það ekki. En guð almáttugur það er fjarri lagi að ég hafi eitthvað komið nærri því að framleiðsla þeirra hafi verið stöðvuð," segir hann og tekur fram að menn of- meti þau áhrif sem hann hafi í þjóðfélaginu. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir að vegna sumarleyfa dagskrár- stjóra dagskrárdeildar hafi hann ekki nægar upplýsingar um málið en á hins vegar von á að geta gefið umbeðin svör strax eftir helgina. Jón Steinar fór mikinn Áður en málið var tekið fyrir í Hæstarétt kynnti Jóns Steinar málið í blaðagrein í Morgunblaðinu. Þar vis- aði hann til þess að héraðsdómur hefði ekki kynnt sér gögn um hugsanlegar sál- rænar afleiðingar bílslyss sem stúlkan lenti í. Svo fór að Hæstiréttur ómerkti dóm í héraði og vís- aði málinu til baka. Aftur var maðurinn dæmdur sekur í hér- aðsdómi og Hæsti- réttur tók það fýrir að nýju. Þar var hann sýknaður en dómarar vom ekki sammála, tveir vildu sýknu en einn sakfellingu. Á meðan á þessum málaferlum stóð var mikið um það rætt og ritað. Jón Steinar þótti fara mikinn í málinu og hans aðalvöm var að framburður stúlkunnar væri ótrúverðugur. Hann lét þau orð falla i réttinum að mat sér- fræðinga á trúverðugleika framburða vima eða hugarheimi þeirra mætti aldrei koma í stað sönnunargagna. Maðurinn var sýknaður og laus allra mála en flutti af landinu og er nú gestaprófessor í Svíþjóð. Einn angi málsins var að í mars 2002 var Jón Steinar dæmdur til að greiða fómarlambinu 100 þúsund krónur vegna ummæla sem hann hafði látið falla í hennar garð í út- varpspistli. Hann taldi tjáningarffelsi sitt heft með dóminum og hugðist áfrýja til Mannréttindadómstóls Evr- ópu en dómurinn vísaði málinu frá og taldi kæruna á engum rökum reista. bergijot@dv.is Ólöf Guöný Valdimarsdóttir arki- tekt Viötal viö fórnariambiö i þró- fessorsmáiinu var tekiö upp í stofunni heima hjá henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.