Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Pliha- arnar * 1 Hvar eru upptök þeirra? • 2 Hvar renna þær til sjávar? 3 Fyrir hvað eru þær þekktastar? 4 Hvenær keypti Reykjavík ámar? 5 Hvenær var rafstöðin vígð? Svör neðst á sfðunni Grínfréttir Laukurinn er fréttavefur af nokkuð sérstöku tagi. Á vefnum má finna skemmti- legar og velskrifaðar fréttir ar- af heimsmálum og fólki en þær hafa þann eina ann- marka að þær em flestar lygi. Þrátt fyrir það má greina ýmis sannleikskorn inni á milli sem hinir hefð- bundnari fjölmiðlar, með sínu verklagi, forðast að benda Vefsíðan www.theonion.com beinlínis á. Laukurinn er einn frægasti fréttamiðill- inn sem fæst við grínfréttir. Hann á sér 15 ára sögu, hef- ur staðið að útgáfu sex bóka og unnið 10 Webby-verð- laun. Híram Þetta nafn er sótt I Bibli- una. Híram var konungur í Týrus I núverandi Libanon á dögum Salómons kóngs og útvegaöi honum sedrusviö í musteriö í Jerúsalem og mannafla í byggingarvinnu. Uppruni þess er óljós en þaö gæti annað hvort verið fönlskt af semítiskum uppruna eöa hebreskt og leitt af nafninu Ahiram sem merk- ir ættgöfugur eða upphafinn bróðir. Árið 1989varenginn Híram Iþjóðskrá ennú eru þeir þrír. Málið T3 (U -o -C s/i *o ro ro E T3 C ro «o 'ÍTJ *o <u E E o •> 1.1 Elliðavatni. 2.1 Elliðaárvogi. 3. Laxveið- ina.4.1906.5.1921. „Stríðið“ gegn hryðjuverkum Atburðirnir í Rtísslandi að undanförnu, þar sem tsjetsjenskir skæruliðar tólcu fjölda saklauss fólks í gíslingu og end- aði náttúrlega með ósköpum, þeir atburðir færa manni enn heim sanninn um á hvflik- um villigötum það er, þetta „stríð gegn hryðjuverkum" sem stórveldi heimsins þykj- ast heyja um þessar mundir. Bæði Rússland í Tsjetsjeníu og Bandaríkin í írak, Afganistan og víðar. Því það er nú orðið svo sorglega augljóst - öllum nema hinum blindu ráðamönnum í þessum ríkjum - að leiðin til að binda enda á hryðjuverk er ekki skefjaiaust hervald. Það er alveg sama hvað er hrúgað saman mörgum skriðdrekum, skotið mörgum eldflaugtnn og dúndrað mörgum sprengjum; slíkt vinnur ekki á einbeittum hiyðjuverkamönnum. Og gera raunar illt verra, því slíkar árásir kveikja ævinlega hatur og reiði í brjóstum nógu margra tU að hryðjuverkamennimir fái nýja liösmenn. í þessu ljósi er það beinlínis hrollvekjandi að nú skuli fara fram krýningarhátíð George W. Bush Bandaríkjaforseta á flokksþhigi repúblikana þar sem hann er hyiltur sem „tnikili leiðtogi“ í „stríðinu gegn hryðjuverk- Maðurinn sem manna mest hefur lagt af mörkum til að hryðjuverk muni grassera um veröldina næstu árin. Og verður - ef einhver sanngimi er til í sögubókum - minnst sem versta og óhæfasta Bandarfkjaforseta frá upphafi. Altént er augljóst að þessi „stríð“ þeirra Bush og Pútíns em bæði gjörtöpuð eins og þau em nú háð. Báðir munu þó grípa til skefjalausra hemaðaraðgerða og lata drepa fullt af fólki áður en hvarflar aðþeim að við- urkennaþað. Hiugijökulssoa Allt öðruvísi? VIÐ HÖFUM SAMÚÐ MEÐ MINNISLAUS- UM. Við vitum manna best hvað það er erfitt að muna alla skapaða hluti. Eigi að síður verðum við að segja að okkur blöskrar hversu skammt minni þeirra Skjás eins-manna er orðið. Á baksíðu Moggans var í gær kynning á nýjum mnræðuþætti um stjómmál sem þau eiga að stjóma, Katrín Jakobsdóttir og Illugi Gunn- arsson, og af því tilefni segir Helgi Hermannsson, sem titlaður er dag- skrárstjóri á Skjá einum: „Þessir þættir verða ailt öðruvísi en stjómmálaumræðuþættir hafa verið hingað til [...] Þarna eru stjórn- endur pólitískir og þeir munu láta sínar skoðanir í ljós í stað þess að reyna að vera hlutlausir. “ HÍR ER NÁTTÚRLEGA FREKLEGA GENG- 10 á minninguna um innslög þeirra Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Marðar Ámasonar á Stöð 2 á sín- um tíma, þótt Katrínu til hróss megi segja að hún man greinilega eftir þeim, því hún segir í Mogga-fréttinni að „þátturinn eigi [ekki] að snúast um argaþras milli hennar og við- mælendanna, í anda Hannesar og Marðar". EN FYRST 0G FREMST er náttúrlega ótrúlega hallærislegt af þessum dag- skrárstjóra Skjás eins að muna ekki - eða þykjast ekki muna - eftir þættin- um SÚfri Egils sem hóf þó göngu sína á Skjá einum árið 1999, ef okkur AJJt í Jaei ;s;é SíSySS jgssgs? s •»«* Fyrst og siðast skjöplast ekki. Þótt stjómandinn Egill Helgason flaggaði ekki flokks- skírteini eða væri bundinn á klafa eins flokks í umfjöllun sinni, þá var hann svo sannarlega ekki „hlaut- laus" og rökræddi óhikað og af miklu kappi við viðmælendur sína. En það er kannski ekki skrýtið þótt núverandi stjórnarherrar Skjás eins vilji sem minnst muna um Silfur Egils. Því þeir ýttu þætúnum sem kunnugt er af dagskránni þegar þeim þótti Egill ekki vera lengur nógu „hlutlaus"... ANNARS ER ÞÁTTTAKAILLUGA Gunn- arssonar í þessum þáttum auðvitað athyglisverð. Hann er aðstoðarmað- ur Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra eins og allir vita og í Mogga- fréttinni gerir hann bersýnilega ráð fyrir að halda áfram sem aðstoðar- maður Davíðs í utanríkisráðuneyt- inu. Og telur að það geti vel farið saman að stjórna svona þætti ásamt Katrínu Jakobs og aðstoða Davíð. Nú er IOugi vafalaust hamhleypa tO verka og ekki efumst við um að IOugi mundi ráða við einn lítinn sjónvarpsþátt í hjáverkum í flestum störfum. En aðstoðarmaður utanrík- isráðherra er eðli málsins sam- kvæmt voðalega mOdð á ferðinni í úflöndum og við komumst ekki hjá þeirri hugsun að hið nýja starf IOuga sé kannski vísbending um það sem æ fleiri hvísla nú um - að Davíð muni á síðusm stundu hætta við að taka að sér utanríkisráðuneytið og setjist í einhvern annan stól sem ekki hefur jafn mOdl ferðalög í för með sér. íþróttaálfurinn og Frankenstein Sérkennileg staða er risin upp hjá Nýsköpunarsjóði. Sjóðurinn er þekktastur fýrir að leggja peninga í verkefni ekki kennd við hagnað, eins og Vesturfarasetur á Hofsósi, furðu- fiskeldi, frumkvöðlasetur og sjáum- hvað-setur á Raufarhöfn. Nú hefur hins vegar furðulegasta verkefnið sem sjóðurinn styrkti slegið í gegn í Ameríku. Og hvað gerist? Nýsköpunarsjóð- ur kærir. Svarthöfða verður þegar í stað hugsað til ævintýris Dr. Frank- ensteins. Hinn gjafmildi sjóður hefði líklega aldrei kært ef enginn arður væri af verkefninu og Latibær yrði draugabær. Þeir lánuðu pening í enn eitt gæluverkefnið og útkoman var eitthvað sem við getum nefnt, í barnslegri íslenskri einlægni, m i m * Svarthöfði risastórt „meik" í Ameríku. Þetta átú aldrei að gerast. Svarthöfða finnst sjóðurinn örlít- ið fyndinn, því ekki myndu aOir fjár- festar kaupa sér hlut í fyrirtækjum sem segjast ætla að framleiða, tO dæmis, leður úr fiskroði. Þess vegna dettur Svarthöfða ekki annað í hug en að skrifstofufóOdð hjá Nýsköpun- arsjóði hafi haldið að Latibær væri þorp á Austfjörðum sem ætti við byggðaröskun að stríða. En raunin var furðufatakeppni fóOcs með átröskun. Frábært sjónvarpsefni sem feOur vel í aðdáendur Jerrys Springer og Meet my Folks. Sjálfur hefur Svarthöfði óbeit á íþróttaálfinum og hann myndi frekar fara á beit með hrossum en að borða kál í hvert mál. En honum þykir samt vænt um aOt sem feOur að Franken- steinforminu. Þess vegna hefur hann fundið út lausnina í mál- inu. Hinn sköpulegi sjóður viO fá hlutafé fyrir þá 21 miOjón sem hann lagði í Latabæ og það á að vera margfalt meira virði vegna þess að Latibær hefur stækkað. Rétt lætiskennd Svarthöfða æpir á hann að Nýsköp- unarsjóður fái greitt út í hönd margfalda upp- hæð fyrir framlag sitt, enda mikil áhætta fólgin í að styrkja jafn fáránlegt verkefni. Miðað skal við þá stöðu sem var uppi þegar landnám var gert • í Latabæ og sjóð- urinn henti pening- um í það. Því fær sjóð- urinn greitt í Lató-seðl- um. Svarthöfði %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.