Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað £>V c HaHe Berry er ein skærasta filmstjarna nútímans en er hún .5. Hvort er hún hvít eða svört? Sumir kynnu að segja að það skipti ekki máli en Halle Berry sjálf er ekki í vafa. „Ég er svört,“ segir hún stolt. En mamma hennar var nú samt bara hvít stelpa frá Liverpool og reyndist henni vel í bemsku og æsku meðan hinn svarti faðir henn- ar var ýmist fjarverandi eða fór um með ofbeldi á heimilinu. Halle Berry tókst hins vegar að komast klakklaust gegnum æskuárin og er nú á góðri leið með að verða ein frægasta filmstjama samtímans. Hefur til dæmis bæði fengið ósk- arsverðlaim og hlutverk í James Bond-mynd. : Nefnd eftir verslunarmiðstöð Halle fæddist þann 14. ágúst árið 1968. Það segir hún sjálf en að vísu fullyrða sumir að hún sé tveimur ámm eldri, fædd 1966 og eigi þess vegna aðeins tvö ár í fertugt. Enginn vafi leikur hins vegar á því að fæð- ingarstaðurinn var borgin Cleve- land í Ohio né heldur að óvenjulegt nafti sitt fékk hún af verslunarsam- stæðu einni þar sem Halle Brothers stunduðu kaupskap. Svona eins og ef íslensk stúlka yrði skfrð Smára- lind sem kannski mim einhvem tíma gerast. Halle á eina eldri systur sem heit- ir bara Heidi; faðir Halle hét Jerome og var sem sagt svartur á hörund, hann var ófaglærður hjálparmaður á sjúkrahúsi og þar kynntist hann konu sinni, henni Judith, sem kom frá Bítlaborginni og var hjúkka á geðdeild spítalans. Þau bjuggu í hverfi þar sem blökkumenn vom í miklum meiriUuta og sysmmar Heidi og Halle vöktu athygh fyrir ljóst Utaraft sitt en sættu þó ekki að- kasti svo heitið gæti. Það breyttist eftir að Jerome stakk af þegar HaUe var fjögurra ára; þá flutti Judith með $. dætur sínar í annan borgarhluta þar sem hvítir vora í meiriiiluta. í emu vetfangi hætti HaUe að vera hvít stúlku í svörtu hverfi og varð í stað- inn svört stúlka í hvítu hverfi. Vildi ekki vera kynblendingur Eins og það hefði ekki nægilegt Halle Berry sem Kattarkonan Hún fékk hlutverkið eftir að Michelle Pfeiffer gafþað frá sér afþvl henni þótti búningurinn svo óþægilegur! umrót í för með sér eitt og sér, þá var vistin í hvíta hverfinu öUu verri en í því svarta. HaUe brást við með því að gerast stoltari af sínu svarta blóði en hinu hvíta og telur sig síðan ótvfrætt úl blökkumanna. Hún tók um þetta meðvitaða ákvörðun: „Ég áttaði mig snemma á því,“ segfr hún „að ég vUdi ekki líta á mig sem einhvem kynblending, sem vissi ekki hvort hann væri svart- ur eða hvítur". Ekki er það þó sjálft faðemið sem hún er svo stolt af. Jerome Berry virðist hafa verið fúlmenni hið versta og þótt hann dúkkaði um síð- ir aftur upp í lifi konu sinnar og dætra, þá höfðu þær enga gleði af þeirri endurkomu. Jerome var of- beldisfuUur og lagði hendur bæði á Judith og Heidi en HaUe Utla mun hafa sloppið að mestu. Þar kom að Jerome lét sig aftur hverfa og sakn- aði hans enginn, HaUe vUdi engin samskipti hafa við faður sinn þegar hún komst til vits og áia og hafði ekld sáð hann árum saman þegar hann dó í fyrra, 2003. * Halle í myndinni Monster's Bali Fyrir hlutverkiö fékkhún óskarsverðtaun, fyrstsvartra kvenna. Formaður bekkjarfélagsins, ritstjóri skólablaðsins og klappstýra TU að vinna bug bæði á erfiðum heimUisaðstæðum og nokkra að- kasti vegna hörandslitarins, þá heUti HaUe sér út í félagslffið í skól- anum. Henni gekk námið reyndar mjög vel en var lfica á fuUu á öðrum vígstöðum, var formaður bekkjarfé- lagsins, klappstýra, ritstjóri skóla- blaðsins og var kosin „baUdrottn- ingin" í sínum árgangi sem þykir mikU virðingarstaða hjá bandarísk- um skólastúlkum. Þar kom reyndar babb í bátinn því hún var sökuð um að hafa haft rangt við í kosningum og neydd tU að deUa þessum eftir- sótta titíi með einni alveg hvítri. Strax á táningsaldri vakti HaUe athygli fyrir fegurð og hún fór að taka þátt í fegurðarsamkeppnum strax á táningsaldri. Árið 1983 sigr- aði hún í fegurðarsamkeppni tán- inga í Ohio og varð nokkra síðar Ungfrú Ohio, vann táningakeppn- ina í samanlögðum Bandarfkjunum og varð í öðra sætí í keppninni Ung- frú Ameríka. Það leiddi svo tíl þess að hún fékk að taka þált I Miss World-keppninni í London árið 1986, ári eftír að Hólmfnður Karls- dóttir hafði unnið þá keppni, sæUar minningar. Hún var fýrsta blökku- stúlkan sem kepptí fyrir hönd Bandaríkjanna í þeirri keppni og varð í öðra sæti á eftír GiseUe Laronde frá Trímdad. Þvoði sér ekki dögum saman Eftír þennan árangur vann hún um skeið sem fýrirsæta en fór að læra fjölmiðlun með stefrnma á sjónvarp. Áður en hún lauk námi af- réð hún hins vegar að leggja leildist- ina fýrir sig, fluttí tíl New York og fékk þar fljótlega ýmis tækifæri í sjónvarpsseríum. Hún vaktí athygU Spikes Lee sem fékk henni smáhlut- verk krakk-ffidls í myndinni Jungle Fever árið 1991 og þar með var feriU hennar sem fihnstjömu hafinn. Hún vaktí strax athygU fyrir að und- irbúa sig af mikUli kostgæfrú; hún fékk tíl dæmis að fylgja lögreglunni í innrásir í bæh krakkneytenda og þvoði sér ekki í marga daga fyrir tök- ur, svo henni Uði sem mest eins og skítugum fíklinum sem hún lék. Vaktí það Utla hrifiúngu meðleikara hennar en meðan á tökum stóð átti hún þó í ástarsambandi við aðal- leikarann Wesley Snipes. Það stóð þó ekki ýkja lengi. Heyrnarlítil eftir barsmíðar kærasta Lengi framan af var hún reyndar óheppin með kærasta. Einn barði hana svo að hún misstí meira og minna heym á öðra eyra, annar hót- aði henni ítrekað öUu Ulu eftir að hún sagði honum upp. Árið 1993 gekk hún í hjónaband með íþrótta- stjömunni David Justíce en þau skUdu með núklum látum þremur árum síðar. Þá var hún farin að vekja athygU sem leikkona, ekki síst í myndinni Losing Isaiah þar sem hún lék aftur krakkffidl. í myndinni fleygir hún bami sínu í raslafötu en reynir nokkrum árum síðar að taka sig á og endurheimta bamið frá fóst- urmóður sem Jessica Lange lék. Árið 1999 fékk hún svo bæði Emmy- og Golden Globe-verðlaun fyrir leUc sinni í sjónvarpsmyndinni Intro- ducing Dorothy Dandridge þar sem hún lék fýrstu svörtu leildconuna sem var tilnefnd tíl óskarsverðlauna. Sama ár trúlofaðist hún tónhstar- manninum Eric Benet og vora þau í fýrstu afar hamingjusöm en síðar eyðUagði kynUfsfikn Benets sam- bandið og þau sldldu að skiptum 2003. Stakk af frá slysstað Árið 2000 var sviptingasamt. Hún lék í myndinni Monster’s BaU (frurn- sýnd ári síðar) og varð þar með fýrsta blökkukonan tíl að fá ósk- arsverðlaun. Tók hún á mótí verð- laununum með miklum en einlæg- um tilfinningavaðU. En hún oUi Uka árekstri í New York, þar sem kona í öðrum bfl handarbrotnaði, og stakk af frá slysstaðnum. Hún hélt því fram að hún hefði verið ringluð eftír höfuðhögg, enda þurftí að sauma í höfuð hennar 20 spor, en yfirvöld- um var ekki skemmt og hún fékk skUorðsbundin fangelsi fyrir vikið og varð að vinna af sér 200 tíma í sam- félagsþjónustu. Að öðra leytí hefur Uf hennar ver- ið sigurganga undanfarin misseri og misjafiit gengi Catwoman verður varla lengi blettur á ferU hennar. Nokkrar helstu myndir Halle Berry 1991 Jungle Fever eftir Spike Lee The Last Boy Scout eftir Tony Scott (með Bruce Willis o.fl.) 1992 Boomerang, með Eddie Murphy 1994 Steinaldarmennirnir 1995 Losing Isaiah eftir Stephen Gyllenhaal (með Jessicu Lange) 1996 Executive Decision með Kurt Russell, Steven Seagal o.fl. 1998 Bulworth eftir og með Warren Beatty - ömurleg mynd! 1999 Introducing Dorothy Dandrigde, sjónvarpsmynd 2000 X-Men, eftir teiknimyndasögu 2001 Swordfish með John Travolta, Sam Shepard o.fl. Monster's Ball með Billy Bob Thornton, óskarsverðlaun! 2002 Die Another Day, James Bond-mynd með Pierce Brosnan 2003 X2, framhald afX-Men Gothika, hryllingsmynd með Penelope Cruz 2004 Catwoman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.