Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö DV Danton 1970 Þetta var sjónvarpsmynd þar sem Hop- kins fór með titilhlutverkið. Danton var einn af leiðtogum frönsku byltingarinn- ar 1789 ásamt þeim Robespierre og Marat og varð síðan eitt af fómarlömb- um þess samkvæmt lögmálinu: Bylting- in étur bömin sín. Enga mynd höfum við fqpdið af Hopkins í hlutverkinu. David Lloyd George 1972 Hann var forsætisráðherra Breta 1916- 1922, þótti svipmikill og glæsilegur en var um leið umdeildur. Lloyd George var síð- asti forsætisráðherra Frjálslynda flokks- ins. Hopkins lék hann fyrst í mynd Rich- ards Attenborough um Churchill, Young Winston, og tókst svo vel að næstu miss- eri lék hann Lloyd George líka í tveimur sjónvarpsmyndum. Ríkarður Ijónshjarta 1968 Myndin The Lion in Winter byggðist fyrst og fremst á stjörnuleik Peters O’Toole og Katherine gömlu Hepburn í hlutverkum Hinriks II Englakóngs og El- enóm af Akvitaníu. En hinn þrítugi Hopkins í einni fyrstu kvikmynd sinni sýndi líka góð tilþrif í hlutverki elsta sonar þeirra, Ríkarðar ljónshjarta. Hopkins og allir frægu kallarnir Mm Eins og fram hefur komið hefur A' leikarinn Anthony Hopkins i tf' hyggju að leika hlutverk Leo f Tolstoj i kvikmynd sem gerð / verður eftir sögu Jay Parini Vjj. um siðasta kaflann i lífi russ- L - neska skáldjöfursins. Hopkins ‘t er eins og menn vita almennt w viðurkenndur sem einn A fremstileikarisamtimans 1 ... og hann er óneitanlega að \ * verða nokkur serfræðingur i \\. ;• að leika raunverulegarpersón- Vj. v ; ■ /JL ur. Og þar skortir hann ekki V,, ,:.L* - \' ' metnað til að takast á við ólikar yt_ '; ______ persónur. Hér má sjá flestar þær !, /. - 'y ■ ‘SSt raunverulegu persónur sem Hopk- \ * ins hefur leikið á ferli sinum, við \ sleppum einungis ráeinum littþekkt- V ;, v /f um körlum úr til dæmis striðsmyndum V.-.' einsog ABridgeToo Far. '* ' "'v |*p «1 Bruno Richard Hauptmann 1976 Ir - ^JJBg Hann var maðurinn sem rændi syni [BL -L m flugkappans Charles Lindbergh á íjórða *D' áratugnum og hugðist kreijast lausnar- ® gjalds en ránið fór í handaskolum og Hauptmann drap drenginn. Hann var tekinn af lífi fyrir glæp sinn. Hopkins lék hann í sjónvarpsmyndinni Lindbergh Kidnapping Case og fékk Emmy-verð- laun fyrir. Yitzhak Rabin 1976 fsraelskur herforingi (síðar forsætisráð- herra) sem átti hlut í árás ísraelskra sér- sveitarmanna á flugvél sem palestínskir skæmliðar höfðu neytt til lendingar í Úganda. Árásin gekk vel en sjónvarps- myndin Victory at Entebbe þótti hraksmánarlega vond þrátt fyrir aðild fjölmargra stórstjarna, þar á meðal Hop- kins, Liz Taylor, Burt Lancaster o.fl. Edmund Kean 1978 Kean var einn frægasti leikari Bretíands um 1800 og sögufrægur fyrir túlkun sína á helstu hlutverkum Shakespeares. Sjónvarpsmyndin Kean var gerð eftir leikriti (meira að segja gamanleik) mn hann sem enginn annar en franski höf- undurinn Jean-Paul Sartre setti saman. Hopkins lék titilhlutverkið. Adolf Hitler 1981 Sjónvarpsmyndin The Bunker lýsti síð- ustu dögunum í lífi Adolfs Hitíer og Hop- kins lék hann af svo ískaldri geðsýki að áhorfendum þótti hrollvekjandi á að horfa. Þarna leikur hann í sama stíl og síðar þegar hann tókst á við Hannibal Lecter þótt myndin hafi fengið svo mis- jafria dóma að frammistaða hans sé allt of lítið þekkt. Bligh skipstjóri 1984 f Bounty, útgáfu Rogers Donaldson af upp- reisninni á Bounty, lékHopkins skipstjór- ann Bligh sem verður fyrir því að menn hans gera uppreisn undir forystu Mel Gib- son í hlutveríá Christían Fletcher. Mikil stórmynd full af stórleikurum, þama var Laurence Olivier í einu síðasta hlutverki sínu en upprennandi stjömur eins og Liam Neeson og Daniel Day-Lewis líka á kreiki. Ciano greifi 1985 Sjónvarpsmyndin Mussolini and I (eða Decline and Fall of...) fjallaði um sam- band ítalska einræðisherrans og tengda- sonar hans, Galeazzo Ciano greifa og ut- anríkisráðherra fasistastjómarinnar. Bob Hoskins var Mussolini og Susan Sarandon dóttir hans sem var gift Ciano. Eiginlega í fyrsta sinn á ævinni fékk Hopkins slæma dóma. Bara fyrir þá sem hafa gaman af venesúelanskri sápuópem. A Guy Burgess 1985 Bretar höfðu og hafa endalausan áhuga á nokkrum Cambridge-strákum sem gerðust sovéskir njósnarar á íjórða ára- tugnum. í sjónvarpsmyndinni Blunt iék Ian Richardson titilhlutverkið, eins kon- ar andlegan leiðtoga piltanna, en Hopk- ins var hinn litríki og samkynhneigði Guy Burgess. Dr. Kellogg 1994 Eftir að hafa slegiö rækilega í gegn í fyrstu Hannibal Lecter-mynd sinni 1991 var Hopkins orðinn ein stærsta stjarna heims. Þessi mynd fékk þó slæma dóma, hann lék upphafsmann Kellogg-kom- fleksins sem líka var vægast sagt afar lit- nkur og einkemúlegur læknir en leik- stjórinn Alan Parker þótti fara of langt í fíflaskap. Myndin hét The Road to Well- ville. Nixon 1995 Það kom óneitanlega á óvart þegar Hopkins tók að sér að leika hinn of- sóknaróöa Bandaríkjaforseta í mynd eft- ir Oliver Stone. En Hopkins fór létt með það og hélt uppi misjafnri mynd. Gaman að því að hér lék Bob Hoskins undir- mann Hopkins, Hoover FBI-forstjóra, en tíu árum fyrr hafði Hopkins leikið undir- mann Hoskins í Mussolini-myndinni. Picasso 1996 Hopkins fór öfganna á milli á aðeins einu ári; frá kmmpuðum Bandaríkjaforseta í hektískri mynd Stone til málarans heims- fræga í mynd eftir James Ivory og þeirra félaga. Myndin hét Surviving Picasso og fjallaði einkum um konurnar í lífi hans og útgeislun Hopkins var hér jafn mikil og „inngeislun" hans í hlutverki Nixons. John Quincy Adams 1997 f Spielberg-myndinni Amistad var fjaliaö um hvað það var erfitt að vera blökku- maður í Ameríku um miðja 19. öld. Hop- kins lék aukahlutverk Adams fyrrum Bandaríkjaforseta sem nokkuð kom við sögu í málinu. Myndin er ekki meðal hinna bestu úr Spielberg-safninu en Hopkins var flottur með bartana. Ptólemeus 2004 Aftur leikur Hopkins hjá Oliver Stone, nú í stórmyndinni Alexander. Hopkins er orðinn of gamall til að leika herkóng- inn sjálfur en fer í staðinn með hlutverk vinar Alexanders sem segir sögu hans löngu eftir að Alexander er dauður. Ptólemeus er annars frægur fyrir að hafa rænt lfki Alexanders og varð síðar kóngur í Egyptalandi. V Burt Munro 2005 Munro þessi er nú ekki mikið fræg- ur hér á íslandi en hinum megin á hnettinum er hann í miklum met- um. Þetta var Nýsjálendingur, fæddur um aldamótin 1900 og vann sér til frægðar að smíða og keyra hraðskreiðasta mótorhjól heims. Hopkins leikur hann í myndinni The World’s Fastest Indian sem frumsýnd verð- ur á næsta ári. Ernest Hemingway 2005 í myndinni Papa mun Hopkins leika bandaríska Nóbelsverðlauna- höfundinn þegar hann var búsettur á Kúbu undir lok ævi sinnar. Meg Ryan leikur þáverandi konu hans. Myndin segir frá kynnum ungs rit- höfundar af Hemingway rétt í þann mund að uppreisn Fidels Castro er að lukkast. Tolstoj 2006 (?) Varla getur ólíkari menn en Hem- ingway og rússneska skáldjöfurinn Leo Tolstoj. Það sýnir löngun Hopkins til að takast á við fjöl- breytt hlutverk að hann skuli hugsa sér að glíma við svo gerólfk hlutverk með skömmu millibili. Og verður vissulega for- vitnilegt að sjá Hopkins glíma við Tolstoj á hans efstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.