Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 3 Dís í borg tækifæranna Tvær ungar stúlkur sitja á bar. Tveir myndarlegir erlendir karlmenn biðja um að setjast hjá þeim og fara að reyna við þær. í stað þess að falla í stafi standa þær upp, halda tölu um dyggðir íslenskra kvenna í nútíð jafnt sem fortíð, segjast ekki vera neinar druslur og vísa þeim á dyr. Aðrir gestir klappa fyrir tilsvörum þeirra. Kannski er það svona sem ís- lenskar konur vilja sjá sig fyrir sér. Vissulega er það svona sem íslenskir karlmenn vildu að þær væru, að minnsta kosti þegar erlendir karl- menn eiga í hlut. Samband íslenskra kvenna við erlenda karlmenn hefur oft verið viðfangsefni í bíó hérlendis, alveg frá því að fyrsta íslenska mynd- in, 79 af stöðinni, var gerð. Þar verð- ur íslenskur leigubílstjóri fyrir því óhappi að ástkona hans á í sam- bandi við bandaríska hermenn af velfinum, og mikiil harmleikur fylgir í kjölfarið. Ymislegt hefur breyst. Ut- lendingar hérlendis nú til dags eru ekki annaðhvort sjómenn eða af vell- inum, heldur kvikmyndaleikarar, poppstjörnur, jafhvel fyrrum forset- ar. Það að tala ensku er ekki lengur jafn auðfengin leið að ástum ís- lenskra kvenna og áður var. fip, samt sem áður hafa útíendingarnir í Dís eitthvað til síns máls þegar þeir benda á að íslenskar konur hafi „ákveðið orðspor" enda má næstum segja að heill iðnaður hafi verið byggður upp í kringum það orðspor. Og hvað hafa þessir menn svo sem unnið til saka með því að heillast af íslensku kvenfólki? Opnunarsena Dísar ber þannig vott um öðruvísi minnimáttarkennd en 79 af stöðinni, en minnimáttarkennd engu að síður. Lífið eftir vinnu byrjar á Bæj- arins bestu og endar á Sirkus En Reykjavík er nú orðin borg tækifæranna. Ung stúlka á sumar- vinnu á hóteli getur jafnvel átt von á því að vera uppgvötvuð af útíending- um sem bjóða gull og græna skóga út í heimi. En voninni fylgir oft sem áður vonbrigði. Dís er að mörgu leyti ný tegund íslenskrar bíómyndar, sem lýsir líf- inu eins og það er í dag í stórborginni Reykjavík. Hingað til hafa myndir um ungt fólk jafnan gert sem mest úr skuggahliðum Reykjavíkur, og eitur- lyf og jafnvel morð eru sjaldnast langt undan. En Dís fjallar um ofur- venjulega stúlku, með ofurvenjuleg- ar áhyggjur. Hún fangar andrúmsloft dagsins í dag betur en gengur og ger- ist, þar sem lífið eftir vinnu byrjar á Bæjarins bestu og endar á Sirkus. Sérstaklega tekst henni vel upp með tungutak nútíma íslendinga, ensku- skotið málið eins og það er raun- verulega talað frekar en hin útópíska mjólkurfemuíslenska sem enginn notar dagsdaglega lengur nema í Ríkisútvarpinu. Manni finnst næst- um merkilegt í senum Álfrúnar og Áma Tryggvasonar, sem um það bil hálf öld skilur að, að þetta fólk skilji hvert annað, svo mikill er munurinn á málinu sem það talar. Dís gerist öll á einu sumri, þessu dæmigerða íslenska sumri sem við öll þekkjum svo vel. Ef þú ert búin að sofa hjá fýrir 17. júni gefur það góð fyrirheit, annars gæti maður lent í því að haustið nálgist óðfluga en hvorki gengur né rekur og maður horfir fram á að þurfa að fást við vet- urinn einn síns liðs. Eins og með allt ungt fólk veltir Dfs því fýrir sér hvað hún eigi að gera við líf sitt, sérstak- lega þegar draumar um frægð og frama virðast ætía að fara fyrir lítið. Samræðurnar um lífið og tilveruna em eins og klipptar úr inngangskúrs- um í heimspekideild háskólans í litl- um hópum, en em mest bara met- ingur í stórum, eins og allar félags- verur kannast við. Þetta allt gerir myndin Dís vel. Hún þarf hinsvegar að fást við tvo stóra galla. Hinn ófullkomni fullkomni kærasti Eftir að hafa málað hinn raunsæ- islega bakgrunn á afar sannfærandi hátt kemur það manni á óvart að Dís á í afar ósannfærandi ástarsam- böndum. Fyrst kynnist hún skíthæl, eins og gengur og gerist, en hann fer svo langt að reyna að fá hana í trek- ant strax á öðm deiti, sem er kannski fuUmikill JR, enda er myndin full af tilvitnunum í Dallas. Þegar hún svo finnur sinn Bobby reynist hann ekk- ert skárri. Hans sök er hinsvegar að vera of fullkominn. Nú veit ég ekki hversu algengt vandamál það er hjá stelpum að eiga of fullkomna kærasta (nema kannski hjá þeim sem ég hef verið með), en gaurinn sem mætir á hverjum morgni til að elda handa henni morgunmat og færir henni rósir í vinnuna virðist frekar eiga heima í sápuópem en ís- lenskum raunveruleika. Sum atriði em afar vel gerð, svo sem hinn týpíski hamingjurúntur á ströndinni, nema hvað hér á hin napra Naut- hólsvík í hlut, og þegar þau mætast í hringdymnum á Hótel Borg, hvomgt þeirra kemst áfram nema þau fari hvort sína leið. En maður sér bara ekki hvað hún hefur svona mikið á móti greyið manninum; sá gamli mórall að þegar maður fær allt sem maður vill vill maður það ekki lengur ristir ekki D/s Adalhlutverk: _ Álfrún Örnólfsdóttir og llmur * , Kristjánsdóttir Leikstjórn: Silja Hauksdóttir Handrit: Silja Hauksdóttir, Birna Anna Björnsdóttir og Oddný Sturludottir I ★★★ ■Jt X ’ Valur fór í bíó nógu djúpt, enda fáir sem þurfa nokkurntímann að takast á við það vandamál. Ekki nógu gefin fyrir drama þessi dama Söguna skortir einfaldlega drama. Dís þarf ekki að takast á við nein raunveruleg vandamál, enda er eng- in raunveruleg úrlausn. Helsta áskomnin, utan fullkomins kærasta, er draumurinn um New York sem ekkert verður úr. Lögð er áhersla á hann með einstaka draumasenum, en það er engan veginn nóg til að gefa sögunni ris. Þar að auki hefur Dís ekkert gert til að vinna fyrir draumnum, hann byggist einungis á heppni og því erfitt að finna til með henni. Hliðarsögumar bæta að ein- hveiju leyti upp fyrir þetta. Kona sem vill fá hina fullkomnu giftingu fær hana ekki vegna þess að hún ætí- ast til of mikils, og endar svo borð- andi Kentucky Fried Chicken úr pappafötu með eiginmanninum. Besta vinkona Dísar eignast barn með tvíburum, sem em reyndar leiknir af alvöru tvíbumm sem standa sig vel í litíu en veigamiklu hlutverki. En þrátt fyrir allt er myndin ofur- venjuleg saga um ofurvenjulega stúlku eitt ofurvenjulegt sumar. Þessu lýsir myndin vel, en gallinn er bara sá, að í bíómynd vill maður helst að eitthvað óvenjulegt gerist. Davíð opnar Gljúfrastein í dag kl. 14 verður Gljúfrasteinn - hús skáldsins - opnað af Davíð Odds- syni forsætisráðherra og frú Auði Sveinsdóttur, ekkju skáldsins. Þá verður opnuð margmiðlunar- sýning um ævi skáldsins af dóttur- dóttur skáldsins í bílskúmum sem er áfastur húsinu á Gljúfrasteini. Það em Heimir Pálsson og Kristinn Jóhannes- son sem hafa unnið texta sýningar- innar en Gagarín hannar myndefnið. Hljóðleiðsögn verður í boði fyrir væntanlega gesti um húsið sem Þor- steinn J. Vilhjálmsson hefur tekið saman. Má á henni heyra bæði radd- ir Halldórs og Auðar. Þorsteinn J. Vil- hjálmsson sá um vinnslu leiðsagnar- innar. Af sama tílefni verður opnaður vef- ur um skáldið sem unninn er í sam- starfi við Morgunblaðið sem hefúr um tíma haldið úti vefsíðu um Halldór. Á síðunni em viðtöl Matthíasar Jóhann- essen við skáldið birt í heild sinni en þau hafa áður birst á bók. Forsætisráðuneytið hefur gert samstarfssamning við Mosfellsbæ um rekstur fræðaseturs í Mosfellsbæ sem verður helgað Halldóri og rekstur safnsins á Gljúfrastein. Verður safiúð opið á sunnudag frá 10, en virka daga verður það opið frá 10-17. Vegna rým- is og öryggissjónarmiða verður ein- ungis hleypt inn mttugu gestum í senn. Hefur aðgengi fatíaðra verið endurbætt að húsinu. Vetrardagskrá íslenska dansflokksins klár Talsmenn íslenska dansflokks- ins hafa kynnt verkefni vetrarins og verður fyrsta frumsýningin í októ- ber. Sýnt verður dansverkið Screensaver eftir Rami Be’er en hann er stjórnandi Kibbutz-dans- flokksins í ísrael. f Screensaver yrkir hann um nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti, sem honum finnst leiða til þess að við sýnum ekki okk- ar rétta andlit heldur sköpum eins- konar skjáverndara. í febrúar verð- ur svo frumsýnt nýtt verk eftir Emu Ómarsdóttur og Emil Hvratin. Það heitir Við erum öll Marlene Dietrich og þar er sambandið milli stríðs og listar rannsakað. Open Source eftir Helenu Jónsdóttur verður svo frum- sýnt í mars. Það er unnið upp úr samnefndu verki hennar sem sigr- aði í Dansleikhúskeppni íslenska dansflokksins og LR vorið 2003. Þar freistar hún þess að leiða saman þau hugmyndasöfn sem við lifum í og njótum í daglegu lífi. Að þeim sýningum loknum hefst undirbún- ingur íslenr1' dansflokksins fyrir danshá- tíð á Listahá- tíð næsta vor. Katrín Hall Listrænn stjórn- andi isienska dansfiokksins. Verðdæmi 3+1+1 Komdu aðu gerðu og kaup Kynningarverð 298.000 42.600. Sértilboð Kynnum nýja línu af afar vönduðum ítölskum leður- sófasettum á r"-1------ 2ja ára ábyrgd ■5&aog.- 23 Vandaður slökunarstóll með slitsterku áklæði og skemli Verð m/leðri kr. 53.000.- Verð áður kr. 73.000,- Sértilboð ii m/leðri Vandaðir hollenskir borðstofustólar á frábæru verði! Opið virka daga 10-18 Laugard 11-16 41 h usgögn Einnig Staerðir á borðum: Hringborð - 90cm Köntuð borð - 90x90 Einnig stærð -120x80 Listaverð 367.000,- Vandað eldhúsborð oa fjórir stólar úr Kirsuberjaviði Komdu núna og gerðu frábær kaup! Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.