Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Ýkjur um ís- lenskt matar- æAi hraktar Vaka-Helgafell gefur út mat- reiðslubækurnar Cool Cuisine og Cool Dishes. I þær hefur Nanna Rögnvaldsdóttir valið uppskriftir af islenskum réttum fyrir ensku- mælandi áhugamenn um mat og matreiðslu. Hún hefur áður sent frá sér bækurnar Matreiðslubók Nönnu og Matarást sem tilnefnd var til Islensku bókmenntaverð- launanna / flokki fræðirita 1998. Cool Disheser í smærra broti og geymir úrval uppskrifta úr Cool Cuisine og í formála beggja gerir Nanna stutta en skarpa grein fyrir þróun íslenskrar matar- geröarlistar frá landnámi fram á okkar daga, en á hana hefur hráefnisskorturinn að sjálfsögðu markað sín spor. Nanna skiptir stærri bókinni í fjóra megin- kafla; Hafið, Ströndina, Sveitina og Fjöllin og velur efnið með hliðsjón afþví. Soðin ýsa, brauð- súpa, blóðmör, soðinn rauð- magi, hangikjöt, kjötsúpa, klein- ur, flatbrauð og ástarpungar en líka bláberjalegnar rjúpnabring- ur, hreindýrakæfa, kryddlegnar gæsabringur, pönnusteiktur ur- riði, súkkulaðiskyrterta og ávaxtagrautur. Og ótalmargt fleira. Báðar bækurnar eru Ijóm- andi vel hannaðar aflngu Elsu Bergþórsdóttur og myndir Gísla Egils Hrafnssonar afíslenskum réttum fyrr og nú ákaflega girni- legar svo ekki sér meira sagt. Þessar bækur Nönnu Rögnvalds- dóttur hrekja að flestu leyti þær ýkjusögur sem sagðar hafa verið afíslensku mataræði, okkar sjálfra og annarra. Hér snæða menn ýmislegt fleira en kæstan hákarl, hrútspunga og sauða- andlit. Bækurnar sýna fram á að fólkið sem býr á íslandi í dag byggir matarmenningu sýninga á gömlum merg en er óhrætt við að nýta sér áhrifog hráefni úr öllum heimshornum. Bækurnar eru ekki aðeins fengur þeim enskumælandi ferðamönnum sem hingað koma heldur og ekki síður þeim Islendingum sem læs- ir eru á ensku. Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður sver sig í móðurættina í matargerðarlist- inni. Hann vill helst hafa kjöt í öll mál og elda það úti á túndrunni eða í skógi. Hann er ekki hrifinn af grænmeti en hefur lært að meta ítalska matargerð. COOL C EBpi*"« ''—íoí,..-! Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður við matseld „Systir mömmu komst Igegn- um tollinn með kjöt afbirni, elg og hreindýri. Bjarndýrakjöt er kjöt í heiminum „Ég er rosalegur eldhúsmaður," segir Ari Alexander kvikmyndagerð- armaður. „En ég er skógareldhús- maður, vil helst elda allan minn mat í skógi eða garði að hætti móður- fólksins. Þá vil ég helst elda bjarn- dýrakjöt. Ég gref holu, set í hana kol, þá er ketinu komið fyrir og svo kol aftur yfir. Þetta mallar síðan í ákveð- inn tíma eftir smekk hvers og eins." Heimsskautafæðið „Ég er alinn upp við mikið kjöt,“ útskýrir Ari Alexander. „En ekki mik- ið grænmeti. Og fisk lærði ég ekki að meta fyrr en ég var orðinn fullorð- inn. Móðurfólk mitt í Jakútíu lifir á sama heimskautafæðinu og hér tíðkaðist um aldir. Og ég meina þeg- ar ég segi að það borði kjöt í öll mál. Síðast þegar ég var í heimsókn hjá þeim fékk ég soðna rjúpu í morgun- mat og það kann ég óskaplega vel að meta. Systir mömmu kom hingað í heimsókn fyrir nokkrum árttm," heldur Ari Alexander áfram. „Hún komst í gegnum tollinn með kjöt af birni, elg og heindýri og við héldum dýrðlega veislu að hætti Jakúta. Jón Óskar vinur minn féll algjörlega fýrir bjarndýrakjötinu enda er það besta kjöt í heimi. Honum var þá sagt að þetta kjötið væri vissulega gott en það væri vegna þess að bjarndýrið hefði náð að éta a.m.k. þrjá Jakúta. Nokkrum dögum seinna hitti ég annan vin í bænum sem sagðist hafa frétt af þessari æðislegu veislu og hvort satt væri að björninn sem þar var étinn hefði étið sjö Jakúta meðan hann var upp á sitt besta. Mér fannst þetta stórskemmtilegt en mamma skellihló nú ekki beinlínis." Maturinn í kjötborðinu Ari Alexander segist hafa verið ákaflega matvant barn. „En svo fór þetta að smá koma, reynda snæddi ég spaghettí í fyrsta skipti fyrir fimm árum þegar ég kynntist konunni minni og þótti það ekki matur. En síðan hef ég lært að meta ítalska matargerð. Eg bý líka við að þurfa ekki að elda á hverjum degi, t.d. þeg- ar hörkufrost er í jörðu. Ég ferðast mikið vegna starfsins og nota þá tækifærið til að smakka alls konar kjöt. Skrítnast fannst mér að eta hund í Kína, ég held að hann hafi ekki farið vel í mig af sálrænum besta íslenskt lambalæri að hætti Jakúta J stk. Islenskt lambalæri Fáein hvltlauksrif Jurtakrydd að eigin vali, en litið afþvi. Álpappír Kol Hota íjörðina Stingið hvítlauksgeirunum hér og þar i kjötið og stráið jurtakryddinu yfír lærið. Vefjið álpappír utan um lærið, grafið holu í jörðina. Setjið kol í botn holunnar leggið kjötið ofan á, nokkrum kolum er skellt yfir og svo loka ég holunni með torfinu. Ég vil hafa mitt kjöt vel hrátt og læt þetta því malla í45-50 mín., aðrir vilja kannski hafa það lengur í holunni. ástæðum. Nútímaborgarbúum líður betur ef þeir þurfa ekki að velta mik- ið fyrir sér hvaðan kjötið kemur. Ég hef líka farið á svartfugl með vinum mínum, fullur karlmennsku, en gat ekki skotið úr byssunni, ældi bara. En hérna er ég með þetta fína ís- lenska lambakjöt sem ég ætla að grafa í jörð að hætti ættingja minna í Jakútíu. Það má alls ekki krydda og mikið því þarna renna lífið, jörðin og náttúran saman og því bragði má alls ekki spilla," segir Ari Alexander. Kolkrabbinn og kóngulóin Þetta var í hádeginu, ég hafði ver- ið með fyrirlestur á ráðstefnu á Cini úti á eyju heilags Georgs daginn áður, hafði skemmt mér með nokkrum félögum um nóttina og var ekki fyllilega góður í maganum. Ég var í fyrsta skipti á veitingastaðnum Antica Besetta í Feneyjum hjá Volpe- hjónunum. Þar var enginn matseðill, heldur fékk maður bara það, sem var á boðstólum þann daginn. Fyrir mig var lagður diskur með heilum kol- krabba, þar sem armarnir láku út af brúnunum. Milli þeirra var góðgæti úr skeljum. En kolkrabbinn horfði á mig. Allt fór af stað í maganum og í fyrsta skipti á ævinni gat ég ekki borðað matinn minn. Eftir að hafa nagað tvo arma kolkrabbans flúði ég af hólmi. Gott sjávarfang er á veitingahús- um Feneyja. Þegar við erum komin um 100 metra frá ferðamannaásnum milli Rialto-brúar og Markúsartorgs, er fullt af földum og góðum veitinga- húsum sjávarfangs, þar sem verðið er ekki uppsprengt, þar sem gestir eru heimamenn og þar sem ferða- menn eru fáir. Það gildir um Corte Sconta eins og Antica Besetta, að næstum ómögulegt er að finna veitingastað- inn í nafhlausu húsasundi. Það þarf nánast að leiða mann inn fyrir dyr tU að finna staðinn. Þar var líka enginn matseð- ill, heldur borðaði sér- hver það, sem fyrir hann var lagt. Á þarnæsta borði í þriggja metra fjarlægð sátu tveir feneyskir kaupmenn með stress- töskur undir borði. Þeir sátu með stórt fat á miUi sín, fiUlt af svört- um risakóngulóm og tróðu þeim upp í sig með lúkunum, svo að arm- arnir stóðu út um munnvikin. Maginn var í góðu ásigkomulagi, en samt varð mér ekki um sel, gerði mér upp veikindi og vék í skyndingu af staðnum með skottíð miUi fótanna. í samræðum við hótelfólk og skoðun matreiðslubóka um kvöldið kom í ljós að kaupmennirnir höfðu verið að borða Granceola. Það er ekki kónguló, heldur krabbi, sem fer Veitingahús í Feneyjum Veitingarýni úr skelinni upp úr áramótum og er þá veiddur, áður en hann hann fær nýja skel. Þetta þykir hinn mestí herramannsmatur, þótt hann lití ekki girnUega út á þriggja metra færi. Síðar lærði ég að meta Antíca Besetta og Corte Sconta og raunar tugi annarra fiskréttastaða í Feneyj- um, þar sem ferskt sjávarfang kemur á land á Pescheria markaðinum við Rialto-brú á hverri nóttu. (Antíca Besetta, CaUe Savio, San Polo 1395. Corte Sconta, CaUe del Pestrin, CasteUo 3886) Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.