Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Myndlist ídag kl. 15 opnar Soffia Sæmundsdóttir sýningu I sal íslenskrar grafikur I Hafnarhús- lyið Tryggvagötu, hafnar- ^megin. Yfirskrift sýning- karinnar er Teikningar 1 ogþar sýnir Soffiastór I verk unnin með viðar- ' koium á pappir. Hún [ segist vilja kveikja til- \finningu fyrir þvl sem ±gæti verið landslag “eða óraviddir sem hvorki hafa upphafné endi. Sýning Soffíu í Hafnarhúsinu stendur til 19. september. Um þessar mundir sýnirAsta Óiafsdótt- ir myndir sinarlLista- safni Reykjanesbæjar i Duushúsum við Duus- Wap götu i Reykjanesbæ. Verk- in eru frá siðustu 13 árum en Ásta er fædd og upp- alin i fyrrverandi Keflavík og sýnir nú þar I fyrsta sinn. I tilefni af 50 ára afmæli Borgarskjalasafns Reykja- víkur verður sýningin Reykjavik - á fleygiferð til framtíðar opnuð i sal j|§§|ilte*ry safnsins á 6. hæð Grófar- ■SSS* hússins íTryggvagötu í dag. Reykjavlk hefur byggst ótrúlega hratt upp síðan hún fékk kaupstaðarréttindi árið 1786, hefur eiginlega verið á fleygiferð tii framtíðar slðan.l Borgar- skjalasafni eru varðveitt fjölbreytt gögn borgarstofn- ana gegnum tíðina auk einkaskjala- safna borg- arbúa frá ýmsum timum. Skjölin gefa heildarmynd af þvl hvernig borgin breyttist og útskýra sum ástæður breyting- anna. Sýningin i sal Borgarskjala- safns stendur til U.október. Myndasmiðurinn Inga Sóiveig opn- ar vinnustofu sína og gallerl við Hverfisgötu 25 í Reykjavik i dag kl. 13 gestum og gangandi. Þar sýnir hún nýjar, svart/hvítar og draum- kenndar myndir og hyggst hafa opið tvisvar i j viku, á laugardögum og þriðjudögum. Áhuga- samirgeta einnig haft samband við Ingu Sól- veigu og pantað aðra - heimsóknartíma. i Flugan sar- DANSKIR BÓKSALAR eru í vandræð- um þessa dagana. f versianir var dreift fýrir nokkrum vikum bók eftir konu nokkra, Normu Khouris að nafni, og fjallar bókin um heið- urshefnd í múslimskri fjölskyldu. Er þetta ein af þeim bókum sem * greina frá ofsóttum konum í fjar- lægum heimshlutum sem eru vestrænum lesendum mjög að skapi um þessar mundir. En babb kom í bátinn þegar blaðamenn í andfætlingablöðum k Astrala drógu duluna , af Khouris þessari I og komust að því að ' hún var falskvendi ' mikið og örlagasagan tómur uppspuni. Verður forlagið því að afturkalla bókina í Danmörku, endurgreiða kaup- endum en gefur þeim leyfi til að selja verkið áfram ef þeir svo kjósa - en þá sem skáldverk. ' PÁLLVALSSON ÚTGEFANDI Máls og menningar eru sagður í miklum sálarþrengingum þessa dagana en á borðinu hans liggur Frost eftir Roy Jakobsen sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í fyrra fyrir Noregs hönd. Hefur bók norsar- ans vakið gríðarlega athygli en hún er saga af hefnd og flótta, frá íslandi til Noregs og lengra nið-1 ur eftir Evrópu. Var sag- an að koma út í Danmörku í síð- ustu viku og fær bullandi hrós fyr- ir frásagnarhátt, lýsingar og spennandi söguþráð. Sagan sækir efni sitt til íslendingasagna og . stafar máski höfuðverkur Páls af því að hann verður að finna góð- an þýðanda. ÞESSISAMIPÁLL er víst voða rogg- inn þessa dagana á útgáfuhæð- inni í Eddu. Hann er með í skúffu sinni brennheitt handrit af nýrri skáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar og leyfir engum að kíkja í þá skúffu. Þetta ku vera gott stöff. BJARTUR OG MÁL OG MENNING renna saman í eitt á haustkynn- ingu á útgáfuverkum sínum sem verður um miðja næstu viku að kvöldi til í verulega spennandi og nútímalegu umhverfi. NVTT LEIKRIT Hrafhhildar Hagalín, i Norður, þykir spennandi verkefni bæði innan Þjóðleikliússins og utan þess. Það gerist sem kunnugt er á flugvelli oglýsir fólki sem bíð- ur. Þetta er gamalt minni úr leik- bókmenntum: Steinbeck gamli notaði það í Busstop sællar minn- ingar. Það er skylt kaffistofuþem- anu sem margir hafa nýtt sér: óskyldum og Ioks skyldum per- sónum er kastað saman á áfanga- stað. Spielberg er þessa dagana að frumsýna Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki og hvar ger- ist hún? Á flugvelli þar sem fólk bíður. Verður fróðlegt að bera efnistök hans saman við Hrafri- hildi og Viðar Eggertsson sem leikstýrir. Sænska súperstjarnan Líza Marklund er nú í heimsókn á íslandi en hún skrifar spennusögur og er hér á landi til að kynna bók sína, Úlfinn rauða, sem er nýkomin út hér á landi. Lísa er ókrýnd drottning spennusögunnar á Norðurlöndum. In ii A HUR mm i « i mkM *» pM || I mdjSjL I«H II I || wEl V pp lyi Liza Marklund, spennusagnahöf- undurinn sænski, er hér á landi í stuttri heimsókn til að kynna nýja bók sína, Úlfinn rauða, sem komin er út hjá forlagi þýðandans Önnu R. Ingólfsdóttur, ARI-útgáfu. Liza er ókrýnd drottning spennusögunnar á Norðurlöndum, ekki síst sökum þess hversu góður bissnissmaður hún er. Hún stofnaði sína eigin útgáfu - Piratforlaget - eða Sjóræningjaút- gáfuna ásamt sænska rithöfundin- um Jan Guillou sem á að baki langan feril sem krimmahöfundur af betri gerðinni. Þetta tvíeyki kom verulegu róti á sænska bókamarkaðinn, safn- aði um sig á þriðja tug norrænna höfunda og lýsti yfir að til stæði að gefa út góðar og spennandi bækur fyrir almenning. Síðan eru liðin fimm ár og bækur þeirra eru gefnar út í gríðarlega stóru upplagi. Þau auglýstu fyrst sænskra fyrirtækja bækur í sjónvarpi og eru nú tekin til við að stofna út- gáfufyrirtæki á öðrum Norðurlönd- um, Noregur var fyrstur og fengu þau þar til liðs við sig Önnu Holt, þekktan krimmahöfund. Þau safna enn liði. Það hlýtur því að vakna sú spurn- ing hvort Marklund sé hingað kom- in til að svipast um eftir höfundum til útgáfú hjá forlögum sínum á Skandinavíuskaganum. fslenskir krimmahöfundar hafa á síðustu misserum verið að sækja í veðrið og fótfesta á norrænum markaði væri þeim drjúg bú- bót. Væri það ekki lítill akkur að komast í útgáfu hjá Mark- lund. Af forlagi hennar er það síðast að frétta að Pirat- forlagið í Svíþjóð gefur út nýja Stöff fyrir alla tíma oq flesta lesendur William Saroyan stökk inn í ís- lenska menningarsamfélagið þegar Halldór Laxness þýddi smásöguna Harra og birti í Tímariti Máls og menningar 1940. Hóparnir sem sóttu menntun sína vestur til Amer- íku á stríðsárunum komust heldur ekki hjá því að festast í söguneti þessa armenska meistara. Sýn hans ■rnaann á gieðiiegan I & harmleik lífs- ins, fundvísi á söguefrú úr hvers- dagslífi alþýðufólks vestur í Fresnó kom á einkennilegan hátt við ís- lenska skapgerð. Ekki er ólíklegt að hann hafi haft umtalsverð áhrif á unga menn á stríðsárunum: Pistlar og sögubrot Jónasar Ámasonar, Stefáns Jónssonar fréttamanns, Gísla Ástþórssonar, Ólafs Jóhanns eldri og Svavars Gests bera þess merki. Þá var Laxness dyggur les- andi karlsins. Saroyan var alla tíð utan við eng- ilsaxneska samfélagið. Hann hafn- aði Pulitzer fyrir leikrit sitt The time of your life 1940, settist að í París 1958 og var á sinn persónulega máta einkennilegur fugl í þeirri annars sundurleitu flóm sem bandarísk sagnagerð var um miðja öldina. Fáir höfundar amerískir nutu eins mikill- ar hylli þýðenda, ef frá em taldir Steinbeck og Hemingway. Nú er komið út í kilju hjá Máli og menningu safn hans frá 1988: Geð- bilun í ættinni og er það önnur þýð- ing Gyrðis Elíassonar á smásagna- safni eftir karlinn, hin fyrri var Ég heiti Aram. Gyrðir er aflcastamikill þýðandi og hefur reglulega sent frá sér þýðingar hjá ýmsum forlögum á verkum sem ekki er háreysti um. All- ar em þær hugljómun fyrir íslenskan lesanda. Málkennd og hugblæ Gyrð- is er seint hægt að lofa nóg. Hann gerir hið hversdagslega að ómót- stæðilegu hljóðafli, tök hans á penn- anum em sl£k þegar hann þóttalaus snýr enskum texta í íslenskan. Gyrð- ir hefur haft Saroyan í miklum met- un lengi, samdi um hann snjalla rit- gerð sem birtist í Leslampasafni hans fýrir nokkrum árum. Eldri þýðingar á Saroyan em margar: Óskar Ami Óskarsson þýddi safiiið Kæra Greta Garbo fyrir nokkmm ámm. Siglaugur Brynleifs- son þýddi safii eftir hann 1985. Þá kom Leikvangur Kfsins út ‘46 og stakar sögur em til í fjölda tímarita. Þetta er stöff íýrir alla tíma og flesta lesendur: hugprúður skáldskapur þar sem grátur og gleði leiðast hönd í hönd um lífsins dal, sólin skín og skuggar skjótast yfir. Allt em þetta yndislegar bókmenntir. Það vekur manni enn undmn að Saroyan MJilUiluH í ættinni skyldi geta haldið sig stöðugt við þann tvíræða tón sem einkenndi skáldskap hans svo. Hann var af fýrstu kynslóð armenskra innflytj- enda sem flúið höfðu þjóðarmorðið á armensku þjóðarbrotunum á fýrstu áratugum aldarinnar, var brot úr blóðstokknu bergi með mikil rangindi í farteskinu. Það er enginn svikinn af safninu í þessari kilju. pbb@dv.is skáldsögu Jan Guillou þann 15. sept- ember. Heitir hún Þjófamarkaður og gerist nú á tímum meðal fyrirfólks í Stokkhólmi og barna þeirra sem em á bísanum. Jan Mayen Hljómsveitin Jan Mayen hefur lokið upptökum á sinni fyrstu breiðskífu og er hún væntanleg í verslanir í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. Jan Mayen sendi frá sér stuttskífu fyrir um ári sem kallaðist Jan Mayen EP og fyr- ir vikið fór að heyrast í bandinu á útvarpsstöðvum landsins auk þess sem sveitin hefur verið tíður gestur á tónleikastöðum landsins. Smekkleysa fékk svo piltana til liðs við sig fyiT á árinu og stendur á bak við fyrstu útgáfu þeirra. Platan Orðin tóm Fornaldardekur stöðva í orðsins ÞJÓÐIN GAT SVISSAÐ á milli rása stóm sjónvarpsstöðvanna á miðvikudag og horft á opnun Þjóðminjasafrisins. Þó að velvilji DV til RÚV og Stöðvar 2 sé nánast takmarkalaus verður að segjast eins og er: Heldur tókst bág- lega með útsendingu á báðum stöðvum. En þarna var innrím sem vert er að gefa gætur. Hljóðpmfur fyrir útsendingu reyndust talonark- aðar og áttu áheyrendur í fullu fangi við að heyra hvað viðmælendur spyrl- anna lögðu til málsins fýrir masi, ræðuhöldum, söng og glamri. Já, eða öfugt. Ekki var nokkur leið að heyra í Diddú hvað þá sjálfum biskupnum þó að hann hafi einstæðan talanda og rödd. Akkúrat þá var Þórarinn Eld- jám einmitt í viðtali hjá Jóhönnu Vilhjálms og Þórhalli Gunnarssyni. Og það veit sá sem allt veit að dálka- höfúndur Orðanna tómu hefði svo gjarnan viljað getað vitnað til orða hans. En það er ekki hægt. Vegna biskupsins. Og öfugt. Þetta var sem sagt tómt „svisserf og saklausum áhorfendum leið lflct og Ford forseta með tyggjóið á göngu. STÖÐ 2 HELT UPP Á OPNUN Þjóðminja- safhsins með ævafornum sendibún- aði svo minnti helst á fyrstu beinu útsendingar sjónvarpsstöðva á miðri síðustu öld. Hugsanlega óeiginlegt framlag Stöðvarinnar til sögunnar? Vitanlega má virða þá frumlegu hug- mynd og tilraunina sem slflca þó heldur hafi hún misheppnast. En viljann fyrir verkið og hvergi drógu spyrlar úr hamingju sinni með nýtt safnahús. Gleði þeirra skyggði þó ekki á hamingju þjóðminjavarðar sem notar hvert tækifæri til að lýsa ánægju sinni með seinaganginn í framkvæmdum við endurbyggingu safnahússins. Góðir hlutir gerast hægt - þó að „hlutir gerist" auðvitað alls ekki sé út í það farið. EFTIRMINNILEGASTUR VAR AFTUR- HLUTI forsætisráðherra, og mennta- málaráðherra, sem og tveggja sak- lausra barna og þjóðminjavarðar, botnar sem blöstu við sjónvarps- áhorfendum, framan við borðann sem Davíð hafði pantað að klippa snemma í vor. Hvílfldr botnar mað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.