Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Það eru fímm strákar sem hafa bylt íslenskum bankaheimi eins og við þekktum hann. Fdlk er löngu hætt að ráða við tölurnar sem koma fram í uppgjörum þeirra þar sem hagnaðurinn er mældur í milljörðum. Þeir kaupa útlenska banka eins og ekkert sé og hafa náð svo miklum styrk að pólitíkusarnir eru skíthrædd- ir við þá. Seðlabankinn kldrar sér í hausnum út af húsnæðislána- sprengjunni. Pólitíkusamir pæla í því hvernig hægt sé að koma reglum yfir þá. Fæddum við skrímsli? spyrja þeir. Misheppnaðir bisnessmenn em í hreinustu vandræðum með hvert þeir eigi að sækja fyrirgreiðsluna. Einu sinni voru Sigurður Einars- son og Bjami Ármannsson vinir og samstarfsmenn. Núna eru þeir harðir keppinautar. Þeir unnu saman í litlu verðbréfafyrirtæki í Kringlunni sem reyndi að ávaxta peninga íyrir hina fáu íslensku efnamenn sem þá vom til. Þetta var á þeim tíma sem bækur vom skrifaðar um ís- lenska millj- óna- mæringa. Flestum íslendingum þótti þetta ffamandi umhverfi og margir skildu ekki að framu'ð væri í því að kaupa og selja peninga. Lítið vit í því. Forstjórinn var rúmlega tvítugur pilt- ur í jakkafötum með broddaklipp- ingu, tölvufræðingurinn Bjami Ár- mannsson. Bjami var holdgervingur nýrra tíma, maður sem kunni að versla með verðbréf. Ffann stúderaði erlenda hluta- « bréfamarkaði og ís- lensk fyrirtæki og kom af og tii í fréttimar þar sem hann talaði af þekkingu um þau mál. Vextir, ávöxtun og f verðbætur vom hans svið. Sig- urður var í meira til baka og for ágædega með metn- aðinn sem átti síðar eftir að brjótast fram. Kepptu um Kaup- þingsstól Þeir unnu ágætíega sam- an og fyrirtækið dafnaði. Það keppti við löngu gíeymd fyrir- tæki eins i Hljóðlátur yfirburða- I maður ", Leið Hreiðars á toppinn « 1 hefur farið hljóðar en hinna. ~ Skipstjórasonurinn úr Stykkis- hólmi byrjaði að vinna hjá Kaup- þingi fljótíega eftir að hann kláraði viðskiptafræðina í háskólanum og * var þar á sama tíma og Sigurður og Bjami. Hann þótti lítt áberandi í Menntaskólanum við Sund og þeir sem umgengust hann þá bjuggust ^ ekki við svo skjótum metorðum. Þeir sem þekkja hann úr við- hefur gengið betur hjá þeim. Á þess- um tíma tilheyrðu Bjami og Siguijón sitt hvorum arminum innan Vöku og þótt þeir hafi verið samtíða í stúd- entapólitíkinni og þekkist vel hefúr ekki verið sérstakur samgangur á milli þeirra. Framsókn vildi eiga Bjarna Þegar Fjárfestingabanki atvinnu- lífsins varð til var landslagið þannig í bankaheiminum að Sjálfstæðismenn réðu Landsbankanum en Framsókn- armenn Búnaðarbankanum á grund- velii gömlu helmingaskiptaregunnar. Yfirráðin fólust í því að aðalbanka- stjóramir vom menn sem flokkamir litu á sem sína menn en svo stilltu þeir þannig að hvor flokkur hafði meirihluta í hvom bankaráði fyrir sig. Þegar FBA varð til úr gömlu fjárfest- ingasjóðum ríkisins urðu deilur milli stjómarflokkanna um hver fengi að ráða. Á sama tíma varð Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins til og var ákveð- ið að þar fengju sjálfstæðismenn að ráða framkvæmdastjóra. Það var síð- an Finnur Ingólfsson þáverandi við- skiptaráðherra sem fékk að velja bankastjóra á FBA og valdi Bjama sem hæfileikarfkan mann sem hann gæti treyst. Við sameiningu íslands- banka og FBA varð Bjami bankastjóri sameinaðs banka með Vali Valssyni og hefur frá því að Valur hætti verið eini bankastjórinn. Klár og ákveðinn Þeir sem fylgjast með segja Bjama hafa þurft að eyða of miklum tíma og of miídlli orku í bankanum að takast á við eigenduma og bankaráðið um markmið og stefnu. Þannighafi bank- anum ekki tekist að grípa tækifærið til vaxtar áður en KB bankamenn gripu það tækifæri. Bankinn þykir hins veg- ar mjög vel rekinn og hefúr náð góðri stöðu á innanlandsmarkaði en útrás- arverkefrún hafa ekki gengið eins vel. Bjami þykir afskaplega klár og ákveð- inn í viðskiptum en heimildar- mönnum DV þykir hann ekki hafa náð að raða í kringum sig nógu sterkri sveit. Er meðal annars tek- ið til þess að hann eigi erfitt með að treysta fólki og þurfi að fást við öll verkefni sjálfur. Spurt er hvemig Bjarna hefði famast ef hann hefði haft að baki sér ein- beitta eigendur og samstillt bankaráð. Sigurjón Árnason Bankastjóri Landsbankans. Varð ómissandi í Búnaðarbankanum þvíhann vissi ailt og kunni allt. Glöggur d tölur og óhemju duglegur. Stefnir hátt með eigendum bankans. Bjarnikom afAkra- nesi þarsem hann var atkvæðamikiil í fé- lagslífi í fjölbrautar- skólanum, átti það til að syngja á skemmt- unum en upplýsti líka einhvern tímann að hann hefði gaman af handavinnu. Landsbréf og Fjárvang og stóð sig vel í þeirri samkeppni. Bjami var með próf í tölvunarfræði ffá Háskóla íslands upp á vasann en vildi mennta sig meira. Hann komst inn í einp besta viðskiptaháskóla í heimi, IMD-skól- ann í Sviss, og lagði stund á MBA- fræði. Hann fór í burtu í tvö ár og alltaf var gert ráð fyrir því að hann kæmi til baka í Kaupþing þegar því námi væri lokið. Á meðan leysti Sig- urður Einarsson hann af og var settur forstjóri. Hann tók verkefnið traust- um tökum og því stefndi í vandamál þegar Bjami ætti að koma til baka. Ríkisstjómin leysti vandann, stofnaði FBA og réð Bjama sem bankastjóra þar. mannahöfn. Þangað flutti Sigurður með foreldrunum og þegar hann var orðinn stúdent frá MH fór hann í há- skólanám í þjóðhagfræði í Kaup- mannahöfri. Meðfram náminu vann hann hjá Danske bank í sex ár. Hann flutti heim og vann hjá Iðnaðarbank- anum og fslandsbanka þar til hann var ráðinn forstöðumaður verðbréfa- sviðs hjá Kaupþingi 1994. Hann er í dag sterki maðurinn í íslensku við- skiptalífi. Það þykir gott að vinna með honum því allt stenst sem hann segir. Hann hefur skýra sýn á verkefhi og er óhræddur við að ráðast í hlutina. Hann á líka auðvelt með að treysta samstarfsfólki og hefúr náð að ráða til sín hámenntað og hæfileikaríkt fólk. í viðskiptalífinu tala menn líka um að honum hafi lánast að mynda dúett með Hreiðari Má Sigurðssyni þar sem þeir bæta hvom annan upp og vinna ákaflega vel saman. Allir saman í stúdentapólitík Bjami sóttist ekki eftir pólitískum frama ólíkt mörgum sem byrja í stúd- entapólitíkinni enda erfitt að marka honum bás þar. Framsóknarmenn þóttust eiga hann þar sem hann hefði mætt á fundi hjá ungliðasamtökum flokksins. Tengdamóðir hans er Guð- rún Helgadóttir, fyrrverandi þing- maður og forsetí Álþingis fyrir Al- þýðubandalagið, en í Vöku vom margir sem síðar hösluðu sér völl í pólitíkinni. Á svipuðum tíma og hann var í stúdentapólitíkinni vom at- kvæðamiklir í Vöku Illugi Gunnars- son aðstoðarmaður Davíðs Oddsson- ar, Birgir Ármannsson alþingismaður og Sigutjón Þ. Ámason, bankastjóri Landsbankans. Annar sem tók þátt í starfi félagsins um svipað leyti var Hreiðar Már, bankastjóri KB banka. Bankastjóramir þrír unnu saman í stúdentakosningum vorið 1991 en þá gekk ekki betur en svo að Vökumenn töpuðu í fyrsta sinn í fleiri ár. Síðan þá Félagsmálatröll og ráðherra- sonur Bjami kom af Akranesi þar sem hann var atkvæðamikill í félagslífi í fjölbrautarskólanum, átti það til að syngja á skemmtunum en upplýsti líka einhvem tímann að hann hefði gaman af handavinnu. Hann kunni að sauma út. Hann fór í háskólann þar sem hann byrjaði í stúdentapóli- tíkinni hjá Vöku. Hann sat í háskóla- ráði fyrir samtökin og talaði stímdum við sjónvarpið um vanda náms- manna. ... Sigurður er hins vegar ráðherrasonur, alinn upp í Framsóknar- jfm llokknum. I’ahlú Jm hans, Einar Æk Ágúsisson, var Mk utanríkisráð- fl herra drjúgan fl liluta áttunda I áratugarins en I varð síðar A sendiherra fl í Kaup- fl Bjarni Ármannsson Bankastjóri Islandsbanka. Vakti snemma athygli fyrir að vera klár og flinkur. Framsóknar- menn vildu eiga hann. Hefur stýrt þremur fjármálafyrir- tækjum og er kominn með ótrú- lega reynslu aðeins 36 ára gamall. Bjorgólfur Thor Bjorgólfsson Einn aðaleigenda Landsbankans. Að margra mati heilinn á bak við strategiu Björgólfsfeðga. Djarfur og ákveðinn. Hefur búið til mikil verðmæti á sfnum við- skiptaferli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.