Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Sport DV Robben að skríða saman HoUendingurinn snjalli, Arjen Robben, sem enska knattspyrnu liöið Chelsea keypti fyrir tímabiliÖ, er að skríða saman eftir langvinn ökklameiðsli sem hafa haldið honum frá æfingum og keppni það sem af er / tímabilsins. _J Robben er' f’ byrjaður að J* æfa en ZlT'-,! . hann meiddist í æfingaferö til M Bandaríkjanna. M „ökklinn er M||p* ’ að lagast enn;: ^’ \ 1k ég veit að égv- ^ J þarf að vera ' þolinmóður enn'' um sinn. Ég er byrjaður að hlaupa og vonandi get ég komið inn sem fyrst og farið að gera góða hluti fýrir Chelsea," sagði Robben. Sátt náðist í Magna-máli Samkvæmt áreiðanlegum heimUdmn DV hafa Uð SnæfeUs og KR í ÚrvalsdeUdinni í körfuknatt- leik, náð sáttum í máh Magna Haf- steinssonar. Magni, sem aUa tíð hefur leikið með VesturbæjarUðinu, hafði í hyggju að ganga tU Uðs við Hólmara fyrir komandi tímabil. SnæfeU, sem varð deUdarmeistari á síðasta tímabiU, hefur að auki gert samning við Pálma Frey Sig- urgeirsson úr Breiðabliki og eru menn þar á bæ greinUega sólgnir I betri árangur eftir að hafa fengið smjörþefinn af honum í fyrra. Forráðamenn KR vildu að Snæ- feU greiddi 350 þúsund krónur fyr- ir Magna en ákvæði þess efnis var að finna í uppeldissamningi sem liðið gerði við Magna á sínum tíma. SnæfeUsmenn voru tregir tU í fyrstu en hafa nú ákveðið að punga út fyrir leikmanninn. Handbolti og karfa af stað Um helgina fara fram tvö stór undirbúningsmót í handbolta og körfúbolta sem bæði marka jafnan upphafið af keppnistímabilinu. Handboltakarlar og -konur taka þátt í opna Reykjavfkurmótinu sem lýkur með úrsUtaleikjum í Austurbergi á morgim. Konumar spUa klukkan 18.00 og Karlarnir spUa síðan tveimur tímum síðar. Valsmótið í körfubolta fer einnig fram á Iilíðarenda um helgina og lýkur með úrshtaleik klukkan 20.00 á morgun. Rooney á leið í röntgen Wayne Rooney, nýjasti leikmaður Manchester United, er á leiðinni f röntgenmyndatöku tii þess að fá að vita hvernig ristin er að braggast eftir brotið sem hún varð fyrir f átta liða úrsUtum Evrópumeistaramótsins í Portúgal. Þetta 18 ára undrabam var keyptur á 27 miUjónir punda frá Everton í vikunni og forráðamenn United vonast eftir að strákurinn *’/ verði klár í slaginn gegn Liverpool 20. september. Rooney gerði 6 ára samning en hann verður örugglega ekki klár í næsta leik Uðsins - , Eiður Smári á fleygiferð Eiöur Smári Guðjohnsen er allt íöllu ísóknarleik íslenska liðsins en Búlgarar ætla samt ekki að einblína á að stoppa hann. Hér er Eiður Smári í essinum sínu Í2-0 sigurleiknum gegn ítölum á dögunum þar sem hann skoraði meðal annars tíunda mark sitt fyrir íslenska landsliðið. DV-mynd Vilhelm ísland mætir Búlgaríu í fyrsta leik undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardals- velli í dag klukkan 16. DV-Sport ræddi við Loga Ólafsson, annan af þjálfurum ís- lenska landsliðsins. Að venju var gott í honum hljóðið. Þurfum stöðugleika Loga Ólafssyni líst vel á leik íslands og Búlgaríu sem fer fram á Laugardalsvelli í dag en þetta er opnunarleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2006 sem fer fram í Þýskalandi. Logi ogÁsgeir leggja ofurkapp á að koma íslenska liðinu aftur niður á jörðina eftir stórglæsilegan 2-0 sigur á ítölum á dögunum. „Ég tel okkur vera í ágætis málum fyrir þennan leik, æfingarnar hafa gengið vel og að sjálfsögðu er stefn- an sett á sigur, eins og bara í öllum leikjum, sama hver mótherjinn er,“ segir Logi og bætir við: „Reyndar verður Rúnar Kristinsson ekki með vegna meiðsla og að sjálfsögðu er það skarð fyrir skildi en það kemur ávaUt maður í manns stað. Allir aðr- ir leikmenn eru í mjög góðu ásig- komulagi og það er ekki ástæða til neins annars en bjartsýni." Logi seg- ir þó augljóst að leikurinn verði erf- iður, Búlgarar séu þekkt og sterk knattspyrnuþjóð. „Við höfum skoðað búlgarska lið- ið vel, bæði á myndbandi og svo sáum við þá auðvitað í lokakeppni EM í Portúgal í sumar. Þeir eru með fljóta og tekníska leikmenn sem eru virkilega sterkir á boltanum. Þeir eru með þrjá mjög öfluga framherja sem við verðum að hafa góðar gætur á og þá sérstaklega Berbatov, sem leikur með Bayern Leverkusen, sem er væntanlega þeirra sterkasti leik- maður og án efa sá þekktasti. Síðan er þarna fullt, fullt af mjög góðtun leikmönnum sem eru komnir með reynslu af lokakeppnum. Þótt þeim hafi ekki gengið sem skyldi á EM í sumar þá hefur það engin áhrif á leikinn í dag. Þeir eru komnir með nýjan þjálfara og æda örugglega að sýna sig og sanna fyrir honum - þetta eru atvinnumenn sem eru í þessu af heilum hug." Að sögn Loga er morgunljóst hvað íslenska liðið þurfi að gera ætli það sér að ná góðum árangri. „Ef við æUum að gera eitthvað af viU í þessari undankeppni þá er það ljóst að við verðum að ná mörgum stigum á heimavelli. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því, og ég veit að leikmenn vita það einnig, að við verðum að ná upp sömu stemningu og náðst hefur í tveimur síðustu heimaleikjum, gegn Þjóðverjum og ítölum - takist það erum við í góðum málum. Við verðum einnig að hafa það hugfast að við þurfum alltaf að ná þessari stemningu, það gengur ekkert að velja sér einhvern mótherja og segja, nú þurfum við að berjast að því að þeir heita einhverjum stórum nöfhum. Við Ásgeir höfum lagt áherslu á það að menn einangri ein- beitinguna algjörlega að þessu eina verkefni hverju sinni, og ekkert ann- að komist að - takist þetta þá held ég að við eigum möguleika gegn hvaða þjóð sem er." Aðspurður segir Logi að sigurleik- urinn gegn ítölum á troðfullum Laugardalsvellinum hafi gefið liðinu mikið. Mikið sjálfstraust „Sá leikur færði okkur mikið sjálfstraust og við verðum að nýta okkur það í bom. Við þurfum nauð- synlega að sýna stöðugleika í und- ankeppninni og okkur tókst það ágætlega í fyrra - við sýndum góðan leik á móti Færeyjum, unnum þá tvisvar, unnum Litháa á útivelli og gerðum síðan jafntefli við Þjóðverja. Þannig að það var ákveðinn stöðug- leiki sem við sýndum þar og því þurf- um við að halda áfram." Engar umtalsverðar breytingar verða á leikskipulagi íslenska liðsins í leiknum gegn Búlgönun. „Við komum til með að halda áfram að þróa og bæta leikskipulag okkar og það verða engar byltingar- kenndar áherslubreytingar sjáanleg- ar,“ sagði Logi Ólafsson. sms&dv.is Golfveisla á Hellu um helgina þegar lokamótið í Toyotamótaröðinni í sumar fer þar fram Mikil spenna hjá körlunum en Ragnhildur er búin að vinna sem er gegn Bolton 11. „ septeinber. ' Icelandairmótið í golfi fer fram um helgina á Strandarvelli á Hellu. Er þetta lokamótið í Toyotamóta- röðinni í sumar og er búist við æsispennandi viðureign í karlaflokki þar sem aðeins þrettán stig skilja að Björgvin Sigurbergsson úr GK og ' * Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur nú þegar tryggt sér sig- ur í kvennaflokki en Olöf María Jónsdóttir úr GK, sem hefði hugsan- lega getað sótt að Ragnhildi, er farin til Bandaríkjanna og æfir nú grimmt fyrir Future-mótaröðina. Ólafur Már Sigurðsson úr GK vermir þriðja sæti í Toyotamótaröð- inni en verður ekki með á Hellu. Hann verður við æfingar fyrir úr- tökumót evrópsku mótaraðarinnar og vonast til að komast þar inn. „Ég og Birgir Leifúr munum leika á Car- den Park vellinum í Cheshire í Wales og stefnum að því að ná þriðja stigi til að komast á Evrópumótaröðina," segir Ólafur. „Ef það tekst ekki er hægt að komast inn á áskorendamótaröðina sem er annað stigið og er kallað 2. deild. Þar er einnig hægt að vinna sér inn rétt til að komast á evrópsku mótaröðina og er það náttúnilega stefnan; að leika með þeim bestu," sagði Ólafur Már. Magnús Lárusson úr GKJ, sem er aðeins 18 ára gamall, mun einnig taka þátt í úrtökumótinu en það verður í fýrsta sinn sem hann fær það tækifæri. „Já, maður er nú bara nýliði í þessu öllu saman," segir Magnús, sallarólegur yfir komandi ævintýr- um. „Þetta verður góð reynsla fyrir mig og gaman að fá að taka þátt og sjá hvað er um að vera." Metnaður- Þarf ekki að óttast Ólaf Má Islandsmeistatinn Birgir Leifur Hafþórsson er iharöri baráttu viö Björgvin Sigurbergsson um sigur á Toyta-mótröðinni. DV-mynd Valli inn leynir sér þó ekki hjá Magnúsi og segir hann að fyrsta stigið væri fi'nn árangur. „Ef það næst er ég ánægð- ur“ sagði Magnús Lárusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.