Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 33 Linda Vorið 1988 var Linda Pétursdóttir, ung stúlka frá Vopnafiröi, kjörin ungfrú Is- land að viðstöddu fjölmenni á Hótel ls- landi við Ármúla. Sjónvarpsstööin Stöð tvö sýndi beint frá keppninni, sem varsér- lega glæsileg í alla staði og meö ákaflega hátíðlegu yfirbragði. IIDO SHIPURD aáSsrasr r,&. „Ég hef nú í tæpt ár verið að gramsa í heimildum og tapa mér í lestri á hinum ýmsu tímaritum: Vikunni, Mannlífi, Nýju lífi og svo framvegis. Eintóm skemmtun,” segir Sæunn Ólafsdóttir, sem á næstunni mun senda frá sér sína fyrstu bók. Það er því mikil spenna á hennar heimili. Og Sæunn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Um er að ræða yfirlitsrit ríkulega myndskreytt þar sem skoðuð er saga fegurðarsamkeppni á Is- landi í gegnum tíðina. Bókin heitir “Brosað gegnum tárin”. Þetta er merk saga og merkilegt rit. Sæunn dregur ekki á það dul að samantektin hafi verið mikil vinna en rífandi skemmtileg. Sæunn er rétt liðlega þrítug og hefur mestan part verið við nám, er bæði með BA í spænsku og í Bókasafns- og upp- lýsingafræði. Það nám segir hún hafa nýst sér vel því bókin er að mestu byggð á heimildum úr blöð- um og tímaritum. „Ég er ekki viss um að ég hefði getað unnið þetta verk ef ég hefði ekki kunnað vel að leita. Þetta, að skrifa bók um feg- urðardrottningar, er reyndar ekki það sem ég hafði í huga þegar ég fór í námið." Ein í öðrum flokki Einnig hafði Sæunn samband við ýmsar fegurðardrottningar þar sem eitthvað fór á milli mála. Og fegurðardrottningarnar tóku und- antekningarlaust vel í erindi Sæ- unnar, sem kann þeim bestu þakk- ir fyrir. Það var Kristján Bjarki Jón- asson, sá vakandi forleggjari For- lagsins, sem gaukaði þessari hug- mynd að Sæunni. En hún hafði ekki mikið velt fegurðarsamkeppn- um fyrir sér fram til þess tíma. „Ég fór upp á Bókhlöðu til að kynna mér hvað væri til. Þá stökk þetta í andlitið á mér. Hvað þetta yrði skemmtileg bók.” Ekki er ofsagt að ýmislegt snið- ugt sem skrifað var, og segir sitt- hvað um tíðarandann, hafi rekið á fjörur Sæunnar. Hér er eitt dæmi þess en hér skrifar heldri kona í Vikuna f upphafi gullaldarinnar árið 1960 en þá eru fegurðarsam- keppnir toppurinn á tilverunni: „Kæra Vika. Hversvegna er aðeins efnt til fegurðarsamkeppni fyrir kornung- ar stúlkur, sem eiginlega eru ekki orðnar kvenfólk, hvað þá meira? Hvers vegna ekki fegurðarsam- keppni fyrirkonur eftir aldursflokk- um, minnsta kosti upp að fimm- tugu? Ég er viss um, að það mundi þykja spennandi, og verða með miklu meiri menningarbrag en þessi stelpusamkeppni, sem er runnin undan rótum bandarískra lam bakjö tsbraskara. Fegurð kvenna er ekki bundin neinu sérstöku aldursskeiði, hvert þeirra um sig hefur sinn sjarma enda þótt bikiníbaðfatnaður og læranekt eigi ekki við þau öll. Ég skora á ykkur að koma þessu af stað, fegurðarsamkeppni í að minnsta kosti fjórum flokkum. Virðingarfyllst, Ein íöðrum ílokki. “ Velqengni Maríu og Guðrún- ar síær á gagnrýni Fegurðarsamkeppni hefur ver- ið afar umdeilt fyrirbæri í gegnum árin og áratugina. Og Sæunn segir ekki síst þá staðreynd gera verk- efnið spennandi og skemmtilegt. „Hver hefur sína sögu og allir virð- ast hafa einhverja skoðun á feg- urðarsamkeppnum. Ólík sjónar- mið eru uppi. Fólk hefur verið að mótmæla og alls konar deilur í kringum þetta sem gera þetta um- fjöllunarefni spennandi. ÖIl rökin sem fólk hefur fram að færa bæði með og móti,” segir Sæunn. Hún einsetti sér að vera hlutlaus í um- Qöllun sinni en dregur fram dæmi um afdráttarlausar skoðanir ann- arra. Og hvað verið er að ræða á hverjum tíma. Sem er mjög breyti- legt. „Fyrir um 30 árum voru Rauð- sokkurnar mjög áberandi í mót- mælum sínum. Um 1960 var þetta ekki gagnrýnt að ráði, fegurðar- samkeppnir sem fyrirbæri nutu gríðarlegrar velgengni Maríu Guð- mundsdóttur og Guðrúnar Bjama- dóttur á alþjóðlegum vettvangi. Þá þótti mikill heiður að taka þátt, að ekki sé talað um að vinna slíka keppni. Bitrar konur að gagnrýna Strax árið 1950, þegar þetta er að byrja, voru slfkar keppnir gagn- rýndar. Athyglisvert má heita að I Keppendur íTeof- I ani-samkeppninni | sem boðað var til í I tengslum við Al- 1 þingishátíðina I 1930. Voru aföllum 1 stærðum og gerðum. I Yngstu konurnar tón- I ingstltlur en þær elstu I búkonulegar 1 maddömur á sjötugs- I aldri. Konur voru I hvattar til að senda 1 inn myndirafsér sem I voru svo prentaðar á 1 lltil spjöld sem fylgdu I Teofani-vindlinga- J pökkum.Alls tóku 47 j konur þáttí keppninni 1 en reykingamenn | völdu fegurstu stúlk- I una sem var Hildur I Grímsdóttir. strax þá er farið að tala um gripa- sýningar í þessu sambandi. „Svo dofnar það um ‘60 þegar þær Mar- ía og Guðrún fara að standa sig svona vel. Svo líða um U'u ár og fram koma Rauðsokkumar. Þetta em svona tíu ára sveiflur. Svo þeg- ar Hófí og Linda Pé stóðu sig þetta vel, sigmðu í keppninni Ungffú heimur, var beinlínis púkó að vera á móti fegurðarsamkeppnum og slíkar raddir koðnuðu niður. Bitrar konur að gagnrýna vom þá raddir sem heyrðust víða.” í heildina em þetta um 70 til 80 fegurðardrottningar sem koma við sögu f „Brosað gegnum tárin” auk keppenda í „Fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar”, „Ungfrú Hollywood” og svo „Ungfru ísland.is” - allt keppnir sem hafa notið mikillar at- hygli í gegnum tíðina.” __________ Marfa Guðmundsdóttir Maria vann keppnina árið 1961, sem hafði I för með sér það að hún ferð- aöist víða um heim og starfaði sem fyrirsæta. Ingólfur Margeirsson skrifaði seinna bók um við- burðarika ævi hennar. Módelin hafa ekki hátt um þátttöku í fegurðarsam- keppni Aðspurð segir Sæunn aldrei hafa velt því fyrir sér að taka þátt í feg- urðarsamkeppni sjálf, aldrei hafi verið leitað eftir þátttöku hennar og hún veltir því fyrir sér stundar- korn hvort lesa megi úr því ein- hverja móðgun. En slær svo á þá hugmynd sem hvert annað grín. „Uppáhaldsfegurðardrottningin mín? Nei, get ekki sagt að ég eigi eina slíka. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Allt em þetta stór- merkilegar konur.” Sæunn skoðaði ekkert sérstak- lega hvaða áhrif fegurðarsam- keppni hafði á þátttakendur. Hún segir að langflestar fegurðar- drottninganna hafi látið þetta æv- intýri duga. Litu á þetta sem til- breytingu, stelpur sem langaði að lenda í ævintýri og gerðu það. „Nokkrar hafa hins vegar notað þetta sem stökkpall í módel- bransann og gengið mjög vel. María Guðmundsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir em lfklega bestu dæmin um það en þær störfuðu við fyrirsætustörf um margra ára skeið með frægustu umboðskrifstofum beggja vegna Atlantsála.” Þetta segir Sæunn að öðrum fegurðar- drottningum ólöstuðum því fjölmargar aðrar hafa staðið sig vel á þeim vettvangi. Og hún vekur athygli á því að einnig em fjölmargar íslensk- ar konur sem hafa lagt fyrir sig fyrirsæmstörf án þess að hafa farið í fegurðarsam- keppni. „Mest áberandi hafa ■ I uðlaug Guðmunds- Sttir Arið 1956varGuð- ug valin fulltrúi Islands i ppnina um Miss Uni- rse, fyrst islenskra kvenna, i keppnin fórfram á ingasandií Kaliforniu. I Thelma Ingvarsdóttir Fegurðardrottning- ar hafa ávallt verið eftirsóttar fyrirsætur. I Auglýsingar endurspegla tiðaranda hvers 1 tima og varpa t.a.m. Ijósi á stöðu kvenna. Hér erþað Thelma Ingvarsdóttir, fegurðar- drottning Islands árið 1963, sem siturfyrir. verið þær sem kjörnar voru feg- urðardrottningar. Samt er það svo að í fyrirsætuheiminum þótti það svoldið hallærislegt að hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppni. Þær vom ekki að hafa hátt um þetta." 20 ára umræða vaknar til lífsins Erfitt er að segja nákvæmlega til um stöðu fegurðarsamkeppna á fs- landi dagsins í dag. Sæunn segir forsendurnar hafa breyst, einkum og sér í lagi vegna aukins framboðs annarrar afþreyingar. Fólk fylgist ekki vel með vegna þess að svo margt annað er í boði. „Það hendir ekki reiður á þessu. Engu að síður nýtur þetta alltaf vinsælda í ákveðnum hópum. Segja má að það sé fyrst og fremst samfélagið sem hefur breyst en fegurðarsam- keppnirnar sjálfar. Þær hafa lítið sem ekkert breyst að formi né inni- haldi undanfarin 20 ár.” Þá er ekki að sjá neinar róttækar breytingar á viðhorfum almenn- ings til fegurðarsamkeppna. Og þó. „Nokkur umræða vaknaði í kjölfar stofnunar femínistafélagsins í fyrra. Þær em ekki hrifnar af þessu. En það er í fyrsta skipti í mörg herr- ans ár sem þessi umræða vaknar aftur. Umræða sem legið hefur að mestu í dvala frá því Magdalena Schram, Guðrún Jónsdóttir og fleiri klæddu sig upp sem fegurðar- drotmingar og mættu á borgar- stjómarfund hjá Davíð Oddssyni. Þar voru síðustu almennilegu mót- mælin sem urðu þangað til núna, tuttugu ámm síðar.” jakob@dv.is Guðrún Bjarnadóttir Al- heimsfegurðardrottningin naut gríðarlegrar virðingar \ og eftir að hún sigraði árið 1962 hljóðnuöu allargagn- I rýnisraddir. Þær fáu sem heyrðust voru skrifaðar á bitrarkonur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.