Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 39
-í I3V Helgarblað LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 39 Mannshárið er miklu merkilegra en marga grunar. Það get- ur sagt til um áfengis- og eiturlyijaneyslu viðkomandi. Stór- sýning um sögu og eiginleika hársins hefur staðið yfir í London í sumar. Dóp, ófenglontejtur matur flllí er skrað i harþræðina „Hárið á fólki af afrískum uppruna vex hægast og er mun við- kvæmara á allan hátt en hjá hvítum Evrópumönnum." Mannshárið virkar eins og heimildaskrá um hvaðeina í fari fólks; það segir til um kynþátt, umhverfi, mataræði og lífsstfl- inn almennt. Þrátt fyrir að hárið sé í raun „dautt" eins og neglurnar líkja breskir vísindamenn því við ísjaka á norðurskautinu og segja hárið geyma ótrúlega nákvæmar lýsing- ar um l£f fólks. „Það má sjá á hár- inu hvaða mat viðkomandi borðar, hvar hann býr og hvernig lífshættir hans eru dag frá degi. Hárið endur- speglar allt sem þú gerir," segir Emma Freeman, talsmaður Natur- al History Museum í London, en þar á bæ er hafin stórsýning um sögu mannshársins og stendur fram í september. Allir sköllóttir í framtíðinni Hárið geymir líka upplýsingar um flesta ósiði sem hrjá mannfólk- ið; svo sem hvort það reykir sígar- ettur, drekkur brennivín eða neytir eiturlyfja. Hárvöxtur er að meðal- tali um 0,3 til 0,5 millimetrar á sól- arhring og „heimildaskráin" getur í mörgum tilfellum orðið margra mánaða ef ekki ára gömul - allt eft- ir hársíddinni. Þessir eiginleikar hársins geta valdið sumum áhyggj- um og hefur verið leitt að því get- um að einmitt vegna þessa sé al- gengt að eiturlyfjafíklar krúnuraki sig. Þess verður því varla langt að bíða að fólk krefjist þess að fá að taka hárið með sér út af hár- greiðslustofunni af ótta við forvitni yfirvalda sem gætu hæglega kom- ist að alls kyns ólöglegu athæfi með því einu að skoða hár einstak- linga. .V Hárprúð Hárið hennar I Keiru Knightley geymir vafalaust mikla sögu um lifsstíl leikkonunnar. Ekki er þó vitað til þess að hár hafi verið notað í þeim tilgangi að sanna eiturlyfja-, áfengis- eða óhóflega matameyslu manna fram að þessu en líklegt er tahð að sönn- unargildi hársins muni verða veigameira þegar fram líður. Það má því teljast líklegt að fleira fólk komi til með að krúnuraka sig í framtíðinni en þess er þó ekki endilega þörf samkvæmt sumum kenningum. Allt frá því að maður- inn tók að þróast hefur hárunum á líkama hans farið fækkandi og sumir speldngar telja að þegar þró- un mannslíkamns verði komin enn lengra verði allir hárlausir. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart enda þjónar hárið litlum til- gangi í dag, fýrir utan að vera skart og skraut. Getur borið tvo fíla Hársýningin í Náttúrusafninu verður yfirgripsmikil. „Við höfum verið að sýna fólki hvernig hin ótrúlega lífiræði hársins virkar. Auk þess fjöllum við um hárið og hlutverk þess á mismunandi menningarskeiðum,“ segir Freem- an. Hún segir ótal forvitnilega hluti tengda hárinu. Meðal- maðurinn hafi til dæmis allt að 150 þúsund hár á höfð- / , inu og hvert hár á að geta borið 100 grömni. Sam- kvæmt því á venjulegur || » hárprúður maður að jjS ,{ Ekkert hár BruceWillis geymir enga fortfð á höfðinu ekki frekar en aðrir sköllóttir menn. geta borið tvo fíla með hárinu einu saman. Töluverður munur er á hárinu eftir kynþáttum. Hárið á fólki af aff ískum uppruna vex hægast og er mun viðkvæmara á allan hátt en hjá hvítum Evrópumönnum. Hraðast vex hárið á Asíumönnum auk þess að vera bæði sterkara og teygjanlegra en hár annarra. Asíu- menn eru því með „besta" hárið og hjá þeim er skallinn fátíðastur í veröldinni. Catherine Bell Leikkonan ermeð fagurt hár en það kann engu að slður að geyma alls kyns upplýsingar um forttð hennar, s.s. áfengis og matarneyslu. goddi.is, Auðbrekku 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550 Bræðslu þakpappi frá þekktustu þakpappaverksmiðju Finnlands • Getum útvegað verktaka til lagningar • Vönduð vinna • Vandað efni • Gerið verðsamanburð FALLEGAR ÞAKFLÍSAR KATEPAL bikaðar þakflísar skapa kórónu hverrar byggingar. Yfir 60 ára reynsla um allan heim. Viðhaldsfrítt. Mjög auðveld lagning á margbrotin þök. Ekkert tjörumak. », 200 Kópavogi, sími 544 5550 Geymsluvandamál úr sögunni KOTKA Seljum síðustu TURKU 6,i fm húsin með 3 8 fm 10% afslætti Frábær bjálkageymsluhús sem leysa geymsluvanda sumarbústaða og garðeigenda. Húsin eru góður kostur til að geyma hjólin, sláttuvélina eða garðáhöldin. Einnig frábær sem gestahús. goddi.is Auðbrekku 19 kópavogi sími 544 5550 Helsinki bjálkahús Gullfalleg bjálkahús ca. 54 fm með 13 fm verönd á ótrúlegu verði kr. 1.590.000,- Tvöfalt gler. 45mm bjálkar. Höfum einnig til sölu fallegar sumar- bústaðalóðir í landi Kerhrauns í Grímsnesi. Upplýsingar: Goddi.is Auðbrekku 19, 200 Kópavogi. sími 544 55 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.