Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Fullorðið fólk sem gengur með bleyjur af fúsum og frjálsum vilja er orðið hluti af mannlífsflórunni i ** Danmörku. Þessi hópur kallar sig infantílista og fer sífellt vaxandi. Danska ríkissjónvarpið, DR 2, fram- leiddi og sýndi heimildarmynd um 24 ára, samkynhneigðan „bleyjumann“ fyrr á þessu ári. Myndin vakti að vonum mikla athygli en umræddur maður segist hafa verið infantílisti frá unga aldri. Thomas „BabyT2" Larsen samþykkti að veita DV viðtal þar sem hann telur nauðsynlegt að vekja athygli á þess- um hópi. Hann telur víst að íslenskt bleyjufólk sé að finna í Danmörku. *r V •W Thomas Larsen og félagar Segist vera faeddur infantilisti og veit ekkert skemmtilegra en aö klæða sig i barnaföt og iáta einhvern skipta um bleyjuna sina og púðra á sérbossann. „Infantílismi hefur ekkert með barnaklám að gera, þvert á móti. Barnaníðingar skaða börn en við erum að reyna að halda í barnið í sjálfum okkur til að mynda með því að vera með bleyjur, snuð og klæðast samfestingum," segir Thomas Lar- sen, sem kýs að kalla sig BabyT2, en hann gegndi nafninu T2 þegar hann var í hernum á sínum tíma. 100 þúsund Danir í okkar hópi Talið er að í kringum 100.000 manns í Danmörku noti bleyjur sér til yndisauka. Árið 1992 voru stoftiuð þar samtök sem fengu naftiið „Voksne blevenner" eða „Fullorðnir bleyjuvinir". Átta árum síðar voru meðlimir aðeins 58 og stofnendur klúbbsins tóku þá ákvörðun að leggja hann niður enda töldu þeir víst að mun fleiri hefðu áhuga á að ganga í klúbbinn en þyrðu það ekki af ótta við að það kæmi fjölskyldu þeirra og vin- um í uppnám. í stað þess var ákveðið að setja upp öfluga heimasíðu á slóð- inni www.bledreng.dk og hefur henni verið haldið úti æ síðan. „Rannsóknir hafa sýnt að 2% fólks hafi áhuga á bleyjum. Það þýðir að 100 þúsund Danir eru í okkar hópi. En margir þehra eru enn í skápnum, því miður." Óeðli í dag þykir eðlilegt á morgun „Arið 2003 vorum við með bás á Kinky Copenhagen-hátíðinni þar sem fólk gat komið og kynnt sér um hvað þetta snýst og nú í ár var heim- ildarmyndin um mig sýnd í sjón- varpinu. Ég tel víst að öll umræða sé af hinu góða. Sagan sýnir okkur að það sem þykir óeðli í dag þykir eðli- legt á morgun og það er von okkar að bleyjuelskendur geti dag einn sagt frá hvötum sínum hvar og hvenær sem er án þess að fólk kippi sér upp við það. Reyndar eru elstu heimildir um „infantílisma" frá því í kringum 1700 og margt bendir til þess að fyr- irbærið sé eldra." BabyT2, sem er 24 ára og sam- kynhneigður, segist vera eins og fólk er flest að öllu öðru leyti en því að hann setur á sig bleyju, púður og klæðir sig í samfesting þegar hann kemur úr vinnu. „Ég starfa í mjólkur- búð hér í Aars þar sem ég bý. Vinnu- félagar mínir rákust á heimasíðuna mína á netinu og vita að ég er bleyju- vinur og fjölskylda mín sættir sig fullkomlega við það eftir að ég út- skýrði þessa hegðun fyrir þeim. Pabba varð að vísu svolítið brugðið fyrst en hann jafnaði sig eftir að hafa sofið á þessu." Upplýsingar um infantílista Til eru fjölmargar heimasíður þar sem hægt er að finna upplýs- ingar um infantílista og þeirra hegðun. Einnig síöur þar sem þeir geta keypt sér bleyjur og annað. Hér eru nokkrar þeirra: bledreng.dk - upplýsingar um flest það sem við kemur fólki sem kýs að ganga með bleyjur. http://sitecenter.dk/babyt2 - bloggsíða Thomas Larsen, sem samþykkti að koma í viðtal í DV til að vekja athygli á bleyjufólki. fetware.com - amerísk síða þar sem hægt er aö kaupa bleyjur og bleyjuplast svo fátt eitt sé nefiit. http://kinkycopen- hagen.dk/main.html - heimasíða Kinky Copenhagen-hátíðarinnar þar sem infantílistar voru með sinn eigin bás. Kaupir bleyjurnar á netinu BabyT2 segir það ekkert vanda- mál að kaupa bleyjur og aðra hluti sem yfirleitt eru fyrir börn undir tveggja ára og í stærðum eftir því. „Á netinu er hægt að kaupa allt mögu- legt þótt gæðin séu vissulega mis- jöfn. Ég versla flestar mínar vörur á fetware.com. Þar er hægt að kaupa samfellur, stór plastlök, klifurgrind- ur, bleyjur í aUskonar litum, fullorð- inssmekki og allt þar á milli. Svo eru líka búðir hér í Danmörku eins og Lori í Viborg og Butik Paradis í Kaup- mannahöfn. Urvalið þar er reyndar frekar takmarkað. Duplo-kubba og annað barnadót kaupi ég svo bara í leikfangaverslunum. Ég á minn eigin bleyjuskáp með fullt af bleyjum, bleyjuplasti og púðri. Svo á ég einar tíu samfellur og náttföt með allskyns mynstrum." Ýmsar kenningar eru uppi um af hverju fólk kýs að ganga með bleyjur og hegða sér eins og böm en BabyT2 segist ekki vita af hverju hann er eins og hann er. „Ég get í rauninni ekki sagt til um það af hverju ég er svona gerður. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að leika mér og elska að hegða mér eins og barn. Þegar ég er með bleyjuna ímynda ég mér að ég sé orðinn þriggja ára aftur og ég veit „Ég varsvolítið lengi að venja mig á að pissa í mig á nóttunni en núna finnst mér það órjúfanlegur hluti aftilverunni. Hins vegar hefég aldrei kúkað / bleyjuna mína, mér finnst það frekar ógirnilegt. En þetta er smekksatriði eins og annað." ekkert skemmtilegra en að horfa á teiknimyndir, leika mér með kubba, láta mata mig og skipta á mér. Það er ekkert kynferðislegt við þetta hjá mér. Það er reyndar til fólk sem finnst kynæsandi að vera með bleyj- ur en það er allt annar hópur sem kalla sig DL eða „Diaper lovers"." íslendingar í hópnum Aðspurður hvort hann viti til þess að íslendingar hafi gengið til liðs við danska bleyjufólkið segir BabyT2 að hann telji það víst. „Mig minnir að ég hafi heyrt um einn eða tvo þótt ég hafi ekki hitt þá. Annars fer þetta „fetish" (blæti) ekki í manngreinar- álit og spyr hvorki um aldur, kyn- hneigð eða þjóðerni. Við erum af öllum stærðum og gerðum þótt karl- menn séu vissulega í stórum meiri- hluta einhverra hluta vegna." BabyT2 segist alltaf sofa með bleyju sem hann tekur af sér á morgnana áður en hann fer til vinnu. „Hún er alltaf alveg níðþung enda pissa fullorðnir einstaklingar lfldega meira magni en börn. Ég var svolítið lengi að venja mig á að pissa í mig á nóttunni en núna finnst mér það órjúfanlegur hluti af tilverunni. Hins vegar hef ég aldrei kúkað í bleyjuna mína, mér finnst það frek- ar ógirnilegt. En þetta er smekks- atriði eins og annað. Margir bleyju- vina minna kúka alveg á sig. Við reynum að hittast reglulega og skiptumst þá á að vera barnfóstran, það er ekki vinsælt get ég sagt þér, við viljum allir vera börn," segir BabyT2 að lokum. Hver veit? Kannski verður sprottinn upp félagsskapur fullorðinna bleyjuvina á íslandi áður en langt um líður. *fr- fm* ■ it Katrínar.is á bleyjufólki Katrin Atladóttir, betur þekkt sem Katrm.is byr i Danmórku þar sem hún stundar meistaranám. Hún var ein þeirra sem sa heimildar myndina um bleyjufólkið og hafði ýmislegt um hana að segja: „... það var ss fylgst meðpungnum sem ermeð þetta blogg þarna... og talað við hann og fjölskylduna... og þau voru nottla ekkva við elsk- um hann alveg þó hann sé með bl- eyju... hús okkar verður alltaf opið fyrir honum... svo var honn bara að tjilla með vinum sinum og svona vera venjulegur... fara á crazy daisy og ekkva. SVOOOO fórann inniherbiggið sitt, labbaði í bleyjuskápinn sem var bara svona eins og fólk með börn á, þúst með bleyjum og baby olíu og púðri og ekkva, sótti sérbl- eyju og stöff, breiddi út risastóra bleyju á rúmið sitt, girti niðrum sig... (tilli sást og allt) lagðist á bakið með bleyjuna á réttan stað, púðraði sig svo allan, festi bleyj- una, stóð upp og fór i svona sam fellu eins og börn eiga... þúst svona með smellum i klofinu. svo i stórar smekkstuttbuxur (CÆINN ER ALVEG STÓR OC FEIT UR OG LOÐINN) og for svo niður i eldhus að lita i litabók. svo fór gæinn að hitta bleyjuvini sina... keyrðiþangað og vará leiðinni að tala um hvað það væri gaman að eiga svona vini með eins áhugamál (???) og svo er komið þangað, þá koma fullt af mönnum til dyra... með snuð... klæddir í boli með teiknimyndum og smekkbuxur og þess háttar, all- ir með bangsana sina, þeir láta bangsana sina tala saman og leika og þannig... fara svo að horfa á teiknimyndir, allir kurandi með bangsana og snuð... OC MEÐ SKEGG OG GLEVURUII... og ver- andi STÓRIR OG FEITIR... enivei... svo segir einn kallinn, sem er greinilega í hlutverki barnapiurnar „jæja hverjum þarf svo að skipta á?“ og þeir allir rétta upp hönd, hlaupa á eftir mannin- um, leggjast svo allir á bakið og maðurinn byrjar að skipta á þeim hverjum af öðrum..."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.