Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Bubbi Morthens er maður ekki einhamur eins og flestum má ljóst vera. Á næstunni er von á plötu frá honum, heimildarmynd um ævi hans er að líta dagsins ljós og í jólabókaflóðinu mun synda barnabók eftir hann og Róbert Jackson sem ber nafnið Djúpríkið. Ofupsvalun Stórlexinn heinr séð hetta allt Bubbi Morthens Er að fikra sig lengra og lengra inn á rithöf- undalendur.Hannveithinsvegar ekki um hvað er rætt þegar talað er um einsemd rithöfundarins. ' íSSl ~ . “Djúpríkið." Ha? “Djúpríkið!" Hvað segirðu? “DJÚPRÍKIÐ," hrðpar sjálfur Bubbi Morthens í eyra blaða- manns og má vart á milli sjá hvor heyrir verr. „Þetta er nýyrði um það svæði sem er undir yfirborði sjávar. Fínt orð þó ég segi sjálf- ur frá.“ Ný bamabók og nýstárleg er nú á leið í prentsmiðjuna. Djúpríkið. Þetta er bók eftir Bubba Morthens og Róbert Jackson, breskan blaða- mann og rithöfund. Myndskreyt- ingar annast svo snillingurinn Hall- dór Bjarnason. „Hún gerist öll undir yfirborði sjávar og í ám. Þær eru tvær aðal- persónurnar. í stuttu máli þá má segja að þetta sé þroskasaga tveggja laxa sem leggja í hann undan ísnum einhvers staðar í Norðurhöfum. Þeir eru á leið í ána sína ásamt sín- um ættbálki. Þar fer fyrir höfðing- inn - Stórlax - sem hefur lifað tím- ana tvenna og er orðinn ógnarstór. Varðandi hann þá vildi ég ná þar fram vísun í Moby Dick. Hann er öróttur og í honum hanga gamlar flugur og önglar. Engum hefur tek- ist að landa honum. Stórlaxinn er búinn að sjá þetta allt saman. Hann er ofursvalur." Net hinna dauðu Bókin fjallar svo um ferð laxanna í hafinu og ævintýrum þeim sem þeir lenda í á leiðinni. „Þetta er æv- intýri. Laxarnir lenda í sel sem ræðst auðvitað á þá, þeir sjá nokkuð sem þeir hafa aldrei séð áður og skelfir þá ógnvænlega. Laxakvíarnar. Net hinna dauðu. Síðan þurfa þeir að komast upp í ána án þess að maður- inn drepi þá, þeir þurfa að lifa af hrygningu og svo jafnvel eitthvað meira. Þetta er hörkuspennandi saga en um leið er þetta óður til náttúrunnar og til þessa fisks sem er í útrýmingarhættu." Djúpríkið verður vegleg bók og ferlega vel heppnuð að mati Bubba. „Ég er búinn að ganga með þennan grunn í maganum lengi. Svo hitti ég Róbert f veiði í Hofsá. Það þróaðist svo þannig að við ákváðum að skrifa þessa bók.“ Verklagið var á þann hátt að þeir Bubbi og Róbert hittust að morgni dags og köstuðu boltanum á milli sín. Þá skrifaði Róbert grunninn á ensku og loks þýddi Silja Aðalsteins- dóttir bókina yfir á íslensku. Þetta má heita nokkuð sérstæð þróun bókar og segir Bubbi ætlunina að koma bókinni út á erlendri grundu. Hún hefur allt í það. „Þetta er byrj- unin á samstarfi okkar Róberts. Við erum með ýmislegt í deiglunni." Aldrei að gefast upp Bubbi hefur smátt og smátt ver- ið að fikra sig meira inn á þessar brautir, það er að skrifa. Hann segir þetta enda ekki mjög frábrugðið því sem hann hefur verið að gera með ljóðum sínum og textum. Þá má ekki gleyma því að Bubbi hefur áður sent frá sér barnabókina „Rúmið hans Árna". Boðskapur Djúpríkisins virðist liggja í augum uppi. Bubbi er þekkt- ur fyrir áhuga sinn og ást á náttúr- unni, ekki síst laxastofninum. Hann vill þó ekkert endilega fara inn á þær brautir aðspurður. „Boðskap- ur? Menn eiga nú að taka því eins og þeir vilja. En kannski má segja að fyrst og fremst sé boðskapurinn sá að maður eigi ekki að gefast upp. Aldrei. Ef maður er staðfastur tekst það sem maður ætlar sér. Allt í lagi að vera hræddur, það er eðlilegt. En maður getur sigrast á öllu." Eins og þessir litlu laxar munu væntanlega sýna? „Það kemur í ljós! Það kemur nefnilega í ljós, karlinn minn. Þetta er mjög óvenjuleg bók og ekki hefur áður verið skrifuð bók þar sem aðalpersónurnar eru laxar." Þessi saga virðist hafa allt það til brunns að bera sem prýðir góða teiknimynd að hætti Disney. Bubbi segir aldrei að vita hvað verður. „Þetta er kannski ekkert svo langt frá Nemó ef því er að skipta. En fýrst og fremst er þetta skemmtileg saga og tilvitnanir eru ýmsar, til dæmis í gamlar íslenskar þjóðsagn- ir. Og, eins og í öllum ævintýrum eru hættur, spenna og drama." Sá sem gargar hæst Aðspurður hvort ekki megi vænta þess að hann fari að senda frá sér bók ætlaða hinum fuUorðnu verður Bubbi leyndardómsfuUur mjög. „Ég get sagt aUavegana eitt. Einhvers staðar við sjóndeildar- hringinn eru Bubbi og Jón Atíi með verkefni." Nú, þá leikhús? „Menn mega láta sér detta það í hug sem þeirvUja." Bubbi talar um að samstarfið við Róbert, sem hann segir mjög hæfi- leikaríkan mann, hafi verið mjög ánægjulegt. „Mjög gaman, frábær samvinna en Róbert er kannski þekktur sem einn ritstjóra Grapevine-tímaritsins. Þetta er maður á aldur við mig, kornungur." Bókin er á leið í prentsmiðju og svo tekur við það sem fylgir bóka- útgáfu. Bubbi hlær og segir að sá sem gargi hæst, það sé tekið eftir honum. Og einhvern veginn hefur maður ekki áhyggjur af Bubba í því samhengi. „Ég er mjög spenntur enda of- boðslega skemmtílegt ferli um að ræða, gaman að sjá bókina fæðast, myndirnar koma og persónurnar fæðast." Og að sögn Bubba er ekki mildU munur á að vinna plötu og bók en Jiljómplöturnar hefur hann vita- skuld gert ófáar. „Þetta er aUt fantasía. Plata er ekkert annað en fantasía. Nei, þetta liggur mjög nálægt hvort öðru. Ég sé ekki himin og haf þarna á miUi. Þessari sköpun fylgir sama barns- lega ánægjan og alltaf er þegar verið er að skapa eitthvað. Búa eitthvað tU. AUt ryþmi. Að skrifa bók er ryþmi. Hann þarf að finna. Og tón- inn. Mér finnst ekki langt þarna á miUi." Margir þú og bullandi stemning f boUaleggingum um hvort Bubbi sé í auknum mæli að feta sig inn á þær brautir að verða rithöf- undur kemur tU tals þessi einsemd sem svo mörgum rithöfundinum verður tíðrætt um. Það er hins vegar nokkuð sem Bubbi nær engan veg- inn að festa fingur á. „Ég fatta það ekki alveg. Þegar ég er að búa tU tónhst og texta er ég aUtaf einn í eiginlegri merkingu. En þegar maður er að skapa getur mað- ur ekki verið einn. Það er ekki hægt. Þú ert margir þú. Og alveg buUandi stemning. Ég hef aldrei sldlið þetta að það sé einmanalegt að vera rit- höfundur eða ljóðskáld. Ég fatta ekki hvað menn eru að tala um. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Upp- lifi mig aldrei sem einan. Vakna fimm eða sex á morgnana, finnst aUt vera í litum, myndum, tónum, og persónum. Bara alveg æðislegt." Að venju er Bubbi með ýmislegt á pijónunum. 14 laga plata er að Djúpríkið Bók Bubba er ævintýrabók, ríku- lega myndskreytt, en hún fjallar um för laxa- ættbálks úr Norðurhöfum í ána sína. Hætt- urnar leynast víða og laxarnir sjá til dæmis „Nethinna dauðu“-laxakvíarnar. koma frá honum þar sem yrkisefni hans er hafið og hinn helmingurinn er byggður á Bibh'unni - Tómasar- guðspjalli. Þar segir Bubbi ýmsar sögur frá sjónarhóU persóna sem þar eru: Maríu mey, Maríu Magda- lenu og Júdasi sem uppgötvar að hann er bara peð við það að Guð þakkar honum svikin við Jesús. „Og gunguháttinn þegar þeir koma tU að sækja Jesús í garðinn og lærisvein- arnir koðna niður í ekki neitt. Þetta er engin predikun, bara sögur úr TómasarguðspjaUi. VinnutítiUinn er Tvíburinn og hafið en Tómas þýðir tvíburi á sýrlensku. Svo er bíómynd væntanleg, mik- U heimUdarmynd um Bubba sjálfan sem verið er að ljúka við að klippa. „Já, svo erum við Barði í Bang Gang að gera saman plötu. FaUegur dag- ur. Hann er pródúsentinn og verk- stjórinn. Ég mætí bara með lög og Barði ræður hvað hann gerir við þau. Hefur frjálsar hendur." Baröi í Bang Gang? Er hann ekki algjör aumingi? „Neineineinei, algjör snillingur. Þeir hta oft þannig út þessir sniU- ingar." jakob@idv.is „Upplifi mig aldrei einan. Vakna fimm eða sex á morgnana, finnst allt vera ílitum, myndum, tónum, og persónum. Bara alveg æðislegt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.