Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö DV Eyjólfur Eyjólfsson er söngvari í framhaldsnámi í London. Margt hefur breyst í lífi hans síðustu árin eftir að hann kom út úr skápnum og ákvað að gerast óperusöngvari. Hann er staddur hér á landi í stuttu fríi. DV náði tali af honum. Eyjólfíir Eyjólfsson er tuttugu og fjögurra ára Hafhfirðingur sem býr í London. Þar leggur hann stund á framhaldsnám í óperusöng. Hann er með burtfararpróf í þverflautuleik ffá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og meistaragráðu í söng frá Guildhall School of Music and Drama. Hann hefur komið víða við í lífinu þótt ung- ur sé, meðal annars búið í slömmi í Hackney, sungið fyrir yfirstéttarfólk í matarboðum, drukkið viskí með virt- um rithöfundum og ffætt þá um sveitamennsku á íslandi og komið út úr skápnum. Eyjólfur var hálfgert nörd áður en hann fór utan, 120 kílóa skrítinn strákur sem spilaði á þver- flautu og átti lítið félagslíf. í dag er annað uppi á teningnum. Hann er einn efnilegasti tenór Islands. Hann er nú í stuttri heimsókn á íslandi og kemur fram sem einsöngvari með Kór Flensborgarskóla undir stjóm Hrafn- hildar Blomsterberg í dag. Tónleik- amir verða í Víðistaðakirkju í Hafriar- firði og hefjast þeir klukkan 17. Þakkar Afa fyrir þverflautuna „Þegar ég var átta ára horfði ég alltaf á Afa á Stöð tvö. Hann var með oft með hljóðfærakynningu í þættin- um. Eitt skiptið var hann var að kynna óbó, klarinett og flautu. Hann spilaði Gamla Nóa á öll hljóðfærin. Þegar hann var búinn að spila lagið á þver- flautuna gersamlega kolféll ég fyrir hljóðfærinu og þannig byrjaði þetta allt saman." segir Eyjólfur. „Ég sagði við pabba: „Mig langar til að læra á þverflautu." Hann keyrði mig í snarhasti niður í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þetta var eins óvenju- legt og hugsast getur. Þegar við kom- um inn í skólann heyrði ég yndislega flaututóna bak við hurð sem á stóð stofa eitt. Við bönkuðum upp á. Þar fyrir innan sat Gunnar Gunnarsson, þverflautuleikari og núverandi skóla- stjóri Tónlistarskólans. Gunnar leyfði mér að prófa að blása í munnstykkið og ég náði strax tón. Svo setur hann saman alla flautuna og segir mér að reyna núna og ég náði aftur tón.“ Eftir að hafa dúxað á þessu óvenju- lega inntökuprófi bauðst Eyjólfi að hefja strax nám í þverflautuleik. „Ég man fyrstu tímana. Þetta var mjög erfitt fýrst. En ég hélt áfram að læra og spila jrangað til um vorið 1998 þegar ég tók áttunda stigið sem er burtfarar- próf úr skólanum. Þá var ég byrjaður að læra söng hjá doktor Þórunni Guð- mundsdóttur og kláraði það nám ári síðar." Feitt nörd fertil Parísar „Eftir stúdentspróf og söngnámið hjá Þórunni fór ég til Parísar. Þar fékk ég tækifæri til að kenna á þverflautu mér til framfæris, læra frönsku og fara í einkatíma í söng. Ég var þar hálft ár.“ Eyjólfur segist hafa verið frekar af- káralegt ungmenni og ekki haft sig mikið í frammi utan þröngs hóps sem samanstóð af kórfófld og hljóðfæra- leikurum. „Ég var alltaf svo mikið nörd. Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið að halda mér við efrúð þegar ég var að læra hér heima. Þegar ég fór til Parísar var ég til dæmis 120 kíló. Ég var í kómum í Flensborg, það var mitt félagslíf. Ég hafði engan áhuga á að fara á böll eða svoleiðis. Mín ídealskemmtun var að drekka rauðvín, borða osta og syngja ma- drígala með kórkrökkunum." Komið úr skápnum „Ég kom út úr skápnum í ágúst 2002. Það breyttist rosalega margt við það. Ég fór að hugsa um lífið á allt annan hátt. Ég hafði aldrei upplifað mig sem kynveru áður. Ég varð eigin- lega allt annar maður.“ Eyjólfur segist þó ekki sjá eftir að hafa ekki komið fyrr út úr skápnum, tímasetningin hafl verið mjög góð. „Gamla h'fið mitt var mjög ljúft. Ég var alltaf sáttur og aldrei aimennilega viss. En svo fann ég að það var komið að því að gera hreint fyrir mínum dyr- um. Ég gerði fjölskyldu minni og vin- um kunnugt um að ég væri hommi og þá var málið í höfn. Ég var frjáls." Hvenæt er maður viss? „Þegar þú getur verið trúr tilfinn- ingum þínum ertu viss. Fyrir mér snýst þetta um hverjum ég verð ást- fanginn af. Ég verð ekki ástfanginn af stelpum. Þannig að það hlaut að vera eitthvað annað þarna fyrir mig. Þetta er mín vissa og svo er það bara spum- ing hvemig maður spilar úr þeim spil- um sem manni er útdeilt. Það er fullt af karlmönnum sem ákveða að bæla allt niður og lifa þannig alla ævi, eða allt of lengi allavega." Orlando Bloom var hokinn og illa rakaður „Ég flutti til London nýkominn út úr skápnum og fór að vera meðvitað- ur um sjálfan mig á allt annan hátt í allt öðm umhverfi. Ég kem þangað út og uppgötva alveg nýtt líf. Ég hafði aldrei verið í skóla þar sem var jafn- rnikið af hommum. Það er náttúrlega engin handbók til um þetta. Maður verður bara að feta veginn og það er svo gott að vera ekki einn.“ Hvemig kemst maður inn í svona skóla? „Það em inntökupróf. Þú undir- býrð stutta efrússkrá sem saman- stendur af einhverju á ítölsku, frönsku, ensku, þýsku, óratoríu- og ópemaríur. Svo þaift þú bara að negla Nágranni minn lá oft blindfullur ofan á gömtum, rauðum volvoskutbíl, sérlega Ijótri bifreið sem aldrei var hreyfð, og æpti „FREEDOM!"" þetta. Þetta em mjög „stricht" (með þýskum hreim) próf. Ég fór í inntöku- próf í fjómm skólum. Prófin em alveg eins og atriðið í Flashdance. Þú ert leiddur fyrir grafalvarlega, virðulega prófdómara í risastórum sal af hálf- gerðum þjóni og þarft að klára þitt prógramm á 20 mínútum. Eg fékk inngöngu í alla skólana og gat því vahð úr. Ég valdi Guildhall út af kennaranum sem mér bauðst þar og svo er líka svo margt að gerast þar. Það er ekki bara söngdeild, heldur líka leik- listardeild og margt fleira. Diddú var þama og Finnur Bjamason tenór. Jos- eph Fiennes var í leiklistardeildinni og Orlando Bloom var að útskrifast þegar ég byrjaði. Ég sá hann á tónleikum þar um daginn. Mér fannst hann nú ekki jafnföngulegur og hann var í álfagerf- inu, hokinn og illa rakaður." Frá Hackney á herragarð „Ég bjó fyrsta árið mitt í Hackney, sem er algert slömm. Það var hið ótrú- legasta fólk sem bjó þama. Það sat úti á tröppum og þambaði bjór og vann ekki neitt. Nágranrú minn lá oft blind- fullur ofan á gömlum, rauðum vol- voskutbfl, sérlega ljótri bifreið sem aldrei var hreyfð, og æpú „FREEDOM!"" Eftir ár í Hackney fékk Eyjólfur draumaíbúðina. „Vinkona mín sagði mér frá fólki sem leigði ár hvert út her- bergi til vahns nema úr skólanum og stakk upp á að ég gæfi mig fram við þau. Þetta fólk virkaði mjög snobbað á mig fyrst um sinn, svona eins og úr Monty Python-sketsi eða Merchant Ivory-kvikmynd. Mér var boðið inn í stofu og spurður spjörunum úr. Það sem þeim þótti svohtil fyrir- staða var að ég skyldi ekki spila mikið á píanó því frúin var áhugamanneskja um píanóleik. Frúin hvatti mig til að færa mér flygilinn í stærri stofunni í not, það væri svo fallegt að hlusta á ungt fólk æfa sig. Svo fóru þau afsíðis, komu fljótt aftur og maðurinn sagði á sinni yndislegu yfirstéttarensku: „You can have the flat." Lífið á yfirstéttarheimili „Þama bjó ég í eitt ár. Ég var hluti af heimilishaldinu á þessu enska yfir- stéttarheimili. Ég hafði mitt eldhús í minni íbúð en mjög oft var ég boðinn í mat uppi hjá þeim. Annað hvort var það þannig að frúin eldaði eitthvað og þau buðu mér að borða með sér eða það var undirbúið matarboð. Ég er náttúrlega bara af hafnfirsku almúga- heimfli en ég gerði mitt besta til að passa þama inn. Eftir að hafa setið með þessu fólki til borðs fór ég með þeim irm í fínu stofuna. Þegar þangað var komið og menn komnir með sém' eða kom'ak í glas sögðu þau yfirleitt: „How about a song, Eyvi?“ og þá varð ég að syngja fyrir matnum." segir Eyjólfur með skemmtilega tilgerðar- legum yfirstéttarhreim og brosir. „Hreimurinn minn á aldrei eftir að bíðaþess bætur að hafa verið þarna." „Eg kynntist einum þessara fjöl- mörgu matargesta þeirra mjög vel. Hann heitir Jay Parini, er bandarískur rithöfundur, gamah vinur mannsins. Það var mjög gaman að sitja þama, ódannaður almúgadrengur úr Hafn- arfirðinum með húsbóndanum á heimilinu, breskum yfirstéttarmanni og bandarískum rithöfundi.“ Hafnfirðingur, sjéntilmaður og Kani „Það var svo gaman að tala við Parini því hann er í sambandi við svo margar Hohywoodstjömur. Það er fyndið að heyra setningar eins og: „Meril Streep, she’s a great lady, I was just having lunch with her the other day," sagðar með ýktrnn Kanahreim. “ Passar nörd úr Haínarfirði inn í svona félagsskap? „Já, já. Við háborðið var rætt um það þegar ég mjólkaði beljur hjá Guð- mundi bónda í Hraungerði og mokaði skít. Maður fékk að vera maður sjálfur upp að vissu marki. En auðvitað setti maður sig í stehingar. Þetta er svo framandi manni. Um helgar fóm karl- inn og sonurinn með sixpensara, haglabyssur og veiðihunda í skóginn að veiða fasana. Mér var aldrei boðið með á fasanaveiðar. Maður var heldur elckert að fara á trúnó við þetta fólk. Það opnaði sig aldrei við mann. Hér á íslandi fer fólk á trúnó eftir fyrsta bjór. Þegar ég var í algerri þörf fór ég á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.