Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 38
38 LAUCARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Segjum nei við stelnu Bush „Þegar þessi grein erskrifuð hafa um 1800 verið handteknir og þurft að dúsa í skítugu gímaldi niðri við höfnina í 24 klukkustundir. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafa reynt að koma afstað slagsmálum við mótmælend- ur en yfirleitt án árangurs." Skilaboð meira en fimm hund- ruð þúsund manna sem fylktu liði á götum New York-borgar voru skýr: Burt með Bush! Bandarískir hermenn út úr írak! Niður með Patriot Act 1 & 2! Ráð- stefna repúblikana hefur verið aðal- umræðuefni fjölmiðla hér í Banda- ríkjunum síðastliðna daga og hafa friðarsinnar sem kalla sig „Samein- aðir fyrir friði og réttlæti" brotið blað í pólitískri sögu þessa lands með einhverri best skipulögðu og stærstu göngu, sem beint er gegn einum forseta og stefnu hans, sem sögur fara af. íhaldssamir fjölmiðlar drógu úr tölum um fjölda mótmælenda, hafa sagt um 120 þúsund hafa verið við- stödd, en hludausir talningaaðilar staðfesta að um hálf mrlljón sé nærri lagi. Aðstandendur friðar- samtakanna voru að vonum ánægðir með fjöldann og sögöu að það sýndi að hræðslutaktík stjórn- og löregluyftrvalda hefði ekki virkað á meðvitaða borgara. En þótt mót- mælin hafi að mestu farið friðsam- lega fram varð ekki hjá árekstrum við lögreglu komist. Árásargjarnar löggur Lögreglan var mjög upptekin af að beita mörgum „nýjum" og mun hastarlegar skipulögðum brögðum en menn muna gegn friðsælum göngumönnum, sér í lagi gegn hjól- reiðagrúppu aktívista sem kallar sig „Critical Mass Bike Ride“. Þegar þessi grein er skrifuð hafa um 1800 verið handteknir og þurft að dúsa í skítugu gímaldi niðri við höfnina í 24 klukkustundir. Óeinkennis- klæddir lögregluþjónar hafa reynt að koma af stað slagsmálum við mótmælendur en yfirleitt án árang- urs. Flestir göngumenn voru vakandi fyrir þessum brögðum og féllu ekki fyrir þeim. Hins vegar var erfiðara að eiga við óeinkennisklæddar lögg- ur sem keyrðu beint inn í þvöguna á skellinöðrum og unnu með öðrum löggum við að króa af fólk og ein- angra í hópa sem svo aðrar löggur lokuðu af með plastgirðingu og neti sem þær fleygðu yfir fjöldann. Einn lögffæðingur friðarsinnanna varð vitni að því að lögreglufulltrúi skip- aði mönnum sínum að handjárna alla þá sem voguðu sér að spyrja af hverju þeir væru sektaðir eða fyrir hvað þeir hefðu gerst brotlegir. Ein ung kona, sem var með vídeóupptökuvél á hjóhnu sínu og lenti í þessu „drag-neti“, bað lög- regluna vinsamlega um að taka ekki vélina og töskuna, en án árangurs. Þegar hún var handjárnuð lét hún þau orð faha að henni fyndist fram- koma löreglunnar órétdát. Einn lög- reglufuhtrúinn sagði þá: „Svona, svona, þú ert vön handjárnum, þau hljóta vera bleik og loðin." Konan hrópaði samstundis: „Kynferðisleg áreitni!" „Evangelistar hafa sagtþað umbúða- laust að efBush haldi ekki þeirri stefnu við þá dragi þeir stuðning sinn til baka, en það getur kostað Bush margar milljónir Bandaríkjadala." Þegar ein löggan steig í gegnum glerþak á þaki Plazahótelsins, á leið sinni til að reka niður fjóra aktívista sem höfðu fleygt niður risastórum mótmælaborða, voru fjórmenning- arnir sakaðir um árás á lögreglu og geta átt yfir höfði sér aht að 25 ára fangelsisvist. Meira af Moore Kvikmyndaíeikstjórinn Michael Moore fékk óvænta upphefð á ráð- stefnu repúblikana, þegar öldunga- deildarþingmaðurinn John McCain fra Arizona, gagnrýndi Moore og mynd hans Fahrenheit 9/11. Við- brögðin voru að sjálfsögðu „búúú.J" en eins og alhr góðir „sjó"-menn vita er neikvæð um- ræða betri en engin. Moore var við- staddur uppákomuna og naut sín vel í blaðamannabásnum, stóð upp og hélt höndinni upp yfir enni sér í L-stehingu, sem á fingramáli þýðir hér „loser". Þegar fjöldinn hrópaði „Four more years", svaraði Moore þeim góðlátíega en eigi að síður beinskeytt: „Two more months!" Hann lét hafa eftir sér síðar að hann tryði ekki hversu vidausir repúblikanar væru, því að þegar öhu er á botninn hvolft er þetta gíf- urleg auglýsing fyrir myndina og getur ekki annað en aukið sölu á henni. Fahrenheit 9/11 er nú þegar langsöluhæsta heimildarmynd allra tíma. Heittrúarmenn Yfir 30% ahra fuhtrúa á ráðstefnu repúblikana voru evangelistar, sem hafa á síðastíiðnum fjórum árum verið sýnilegri og látið meira fyrir sér fara en nokkru sinni fyrr í nú- tímastjórnmálum. Ekki eru ahir repúblikanar ánægðir með þessa þróun og er flokkurinn nú tvístraður sem aldrei fyrr. Stór hópur repúblik- ana sem kallar sig Log Cabin Repu- bhcans eru hvað óhressastír, þar sem þeir eru flestir hommar og vilja að Bush og aðrir svokahaðir „Neo- Cons" fahi ffá þeirri stefnu að reyna að breyta hjónabandslögum stjórn- arskrárinnar. Evangelistar hafa hins vegar sagt það umbúðalaust að ef Bush haldi ekki þeirri stefnu við dragi þeir stuðning sinn til baka, en það getur kostað Bush margar mihj- ónir Bandarfkjadala. Fjölskylda sem á svo bágt Útvarpskonan Amy Goodman, sem þykir einhver besti blaðamaður Bandaríkjanna í dag, fjallaði um fund íhaldskvenna, sem komu sam- an á Waldorf Astoria hótelinu í New York í þeirri viðleitni að svara ásök- unum margra kvennahópa sem ávíta forsetann fyrir lélega frammi- stöðu í jafn- réttismálum. Meðal þeirra kvenna sem héldu ræðu th stuðnings Bush voru mamma for- setans, Bar- bara, eigin- kona og les- bísk dóttir varaforsetans Dicks Cheney, Lynn og Liz, og systir forset- ans, Dorothy. Th gamans skulum við heyra hvað Babs hafði að segja (að vísu meira um fjöl- skyldumynstur kvenfiel...). Barbara Bush: „Ég verð að segja ykkur að það endurvekur trú mína að vera innan um svona margt stuðningsfólk. Ég hef reynt að kom- ast hjá því að horfa á fféttirnar und- anfarið, því að þær hækka í mér blóðþrýstinginn. Því miður stenst faðir forsetans þær ekki. Hann þolir ekki að missa af einu orði úr þeim. Svo að á meðan hann eyðir sínum kvöldum bölvandi við sjónvarps- tækið og grýtir stundum því sem hendi er næst út í loftið þá sit ég álengdar í róleg- heitum með saumaskapinn minn og hlusta á hljóðsnældur. Ég þarf ekki að hlusta á aht þetta fjas. Ég get horft á ykkur og fengið stór- kostíegan styrk. (Fagnaðarlæti og lófaklapp.) Ahar ykkar - ahar mæður vita hvernig það er að hlusta á einhvern segja andstyggi- lega hiuti um manns eigin - um einhvern sem maður elsk- ar. Hugsið ykkur hvernig manni líður þegar verið er að fara með þessar hræðhegu fygar í ríkissjónvarp- inu/ almenningssjónvarpinu frammi fyrir ahri heimsbyggðinni. Stundum langar mig bara að láta fólk heyra hvað mér finnst. (Fagn- aðarlæti og lófatak.) En, þið vitið, auðvitað mundi ég aldrei gera það. Eins og George mundi segja: „Mundi ekki vera skynsam- legt/klókt“.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.