Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 23
TT DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 23 Ita bönkunum skiptalíflnu segja hann yfirburða- mann. Hann hafi haft lag á því að fá með sér hæfileikafólk sem hann treysti tii að vinna vinnuna sína. Hann stýrði verðbréfasjóðum og varð snemma nánasti samstarfsmaður Sigurðar í Kaupþingi. Hann var orð- inn aðstoðarforstjóri fyrirtækisins 28 ára. Þá unnu um 100 manns hjá Kaupþingi í Reykjavík, Lúxemborg og Akureyri. Hreiðar fór síðan til New York þar sem hann rak skrifstofu Kaupþings um tíma en sneri aftur í ársbyrjun 2002. Þá var lagður grunn- urinn að næstu skrefum í uppbygg- ingu Kaupþings. Fyrirtækið hafði um tíma stefnt að því að stækka með því að kaupa stórfýrirtæki, tryggingafélag eða banka. Lengi var talað um að Kaupþing hefði áhuga á að kaupa Búnaðarbanka íslands en það leist Hann vann þar myrkranna á milli og rýndi í aflar tölur. Hann kunni verk- efni bankans inn og út og varð ómissandi fyrir bankastjórana, sem treystu sffellt meira á hann. Sigurjón er ævintýralega glöggur á tölur og hef- ur góða yfirsýn. Fáir menn eru sagðir duglegri en hann. Hann er hins vegar stundum hrjúfur í mannlegum sam- skiptum og vill gjaman fást sjálfur við verkefnin. Björgólfsfeðgar fengu hann með sér inn í Landsbankann þegar þeir keyptu þar og skipuðu hann bankastjóra við hlið Halldórs J. Kristjánssonar. Ædunin með því var að búa til dúett úr ólíkum körlum þar sem annar hefði reynslu og kynni diplómasíuna en hinn hefði drifkiaft- inn. Eigendumir hafa náð að marg- falda eign sína í bankanum frá því tromp þeir Björgólfsfeðgar hafa uppi í erminni og hvað þeir ætla sér í ís- lensku fjármálalífi. Metnaður og kraftur Allir eiga þessir menn það sameig- inlegt að hafa unnið ötullega að sín- um markmiðum og unnið sig upp með dugnaði og krafti. Þeir em fylgn- ir sér og ákveðnir í samningum, glöggir á tölur og stökkva á tækifæri sem gefast. KB banki er nú öflugastur af bönkunum þremur og telja menn ástæður þess vera hversu markvisst Hreiðar og Sigurður hafa þróað bank- ann, tekið eitt skref í einu, gripið tæki- færin þegar þau gefast, raðað inn há- menntuðu hæfileikafólki og gert vel við það í launum. Þeir hafi varðað í bönkunum sitja þrír strákar. Hálffertugir banka- stjórar sem voru allir samtíða í stúdentapólitik í háskólanum. Tveir utan af landi en einn af vestur- bæjaríhaldi. Tölvunarfræðingur, viðskiptafræðingur og verkfræðingur. Allir gríðarlega metnaðargjarnir, klárir og kröftugir. Svífast einskis. Stefna hátt. Einn þeirra er partur af óaðskiljanlegum sóknar- dúett með stjórnarformanninum í sínum banka og í einum banka er aðalmaðurinn hvorki bankastjóri né í stjórn, heldur sonur stjórnarformannsins. þeir keyptu en það hefur staðið á því / viðskiptalífinu tala menn um að Sigurði hafi lánast að mynda dúett með Hreiðari Má Sigurðssyni þar sem þeir bæta hvorn annan upp og vinna ákaflega vel saman. valdhöfunum í landinu ekki nema rétt mátulega á. Nú, tæpum þremur árum síðar, hefur Kaupþing keypt aðra móður sína, Búnaðarbankann, og var stöðvað í að kaupa hina, Spari- sjóðina. Vöxturinn hefur verið gríðar- legur, en markviss. Áhætta hefur ver- ið tekin en engin stórslys orðið. Ævintýralega talnaglöggur Verkfræðingurinn Sigurjón er af hefðbundnara sauðahúsi. Hann er úr vesturbænum og gekk í MR. Þegar hann var búinn í MBA-námi í Banda- ríkjunum fór hann að vinna í Búnað- arbankan- að bankinn stækki og dafni út á við, eins og stefnan var sett á. Það olli eig- endunum miklum vonbrigðum að tapa fyrir KB banka í keppninni um danska bankann FIH. Björgólfur Thor aðalmaðurinn Maðurinn á bak við Landsbank- ann er þó, að þeirra viti sem fylgjast með, Björgólfur Thor Björgólfsson. Faðir hans Björgólfur Guðmundsson er formaður bankastjómar og andlit bankans, en Björgólfur yngri er sá sem hefur í kollinum strategíuna. Hann er sagður hafa ótrúlegan drif- kraft og vera flinkur bisnessmaður. Hann kemur sjaldan ffam en er öflug- ur á bak við tjöldin, afar skýr í kollin- um og skarpur. Björgólfsfeðgar ráða Landsbankanum og Burðarási og geta notað bæði fyrirtældn til að styrkja stöðu sína í viðskiptalíf- inu. Björgólfur Thor er líka orðinn umsvifamikill í lyfla- og fjarskipta- iðnaðinum. Eftir á að koma í ljós hvaða leiðina skynsamiega og náð að klára samninga. Þeir hafa oft tekið mikla áhættu sem hingað til hefur borgað sig. Vilji Björgólfs Thors og samstarfs- manna hans er til að verða stórir og öflugir, ekki bara á íslandi, heldur keppa í útlöndum. Vilja allir stækka Nú skoða bankamir aliir mögu- leika til útrásar. KB banki á eftir að láta til skarar skríða og kaupa breska bankann Singer og Friedlander þar sem KB á nú stóran hlut. Þeir geta tek- ið hann yfir í allra nánustu framtíð. Eftir það getur KB banki byrjað að einbeita sér að næstu verkefnum. Bankamir kanna möguleikana á því að kaupa banka í Eystrasaltsríkjunum en þar er einkum verið að skoða Lett- land samkvæmt heimildum DV. DV hefur einnig heimildir fyrir því að Landsbankinn hafi fyrir fáeinum misserum verið að kanna möguleika á að kaupa banka í Eystra- salts- ríkj- Sigurður Einarsson Stjórnarformaður KB banka. Fæddur 1960. Ráöherrasonurinn sem varð sterki maðurinn í íslensku við skiptallfi. Fluttur til London til að stýra útrás KB banka. Byrjaði á alþjóðasviði Iðnað- arbankans en stýrir nú 200 milljarða verðmætum banka. Hreiðar Már Sigurðsson Bankastjóri KB banka. Byrjaði hjá Kaupþingi strax eftir háskóla, varð aðstoðarforstjóri 28 ára og bankastjóri 32 ára. Sagður yfirburðamaður með mikla yfirsýn og einbeitta stefnu. unum. Breytingin frá því þá er sú helst að nú em Eystrasaltsríkin komin inn í Evrópusambandið. Hræringar fram undan Erm em fram undan breytingar á íslenska bankakerfinu. Markaðurinn bíður spenntur eftir því hvað Lands- bankinn og Burðarás ætli sér með eignarhlutinn í íslandsbanka. Enginn virðist velkjast í vafa um að þar sæti Björgólfsfeðgar færis til að stækka bankann sinn. Þess vegna hafi Lands-, bankinn og Burðarás keypt umtals- verða hluti í bankanum, sem þeir hafi síðan þurft að finna aðra eigendur að, að nafninu til, þegar Fjármálaeftirlitið byrjaði að skoða málið. Nú er Burðar- ás með hlutinn sem Orri Vigfússon var áður skráður fyrir, en eins og DV hefur fjallað um hafa þau viðskipti vakið mikl ar spumingar. Að sama skapi velta margir vöng- um yfir því hvemig Helga Magnús- syniætlar að takast að fjár- magna sín 7 prósent í bankan- um en hann hefur enn fengið þriggja mánaða frest til að finna fjár- magn að því með sér. Þórður Frið- jónsson, for- stjóri Kauphall- arinnar, hefur krafist þess að Fjármálaeftirlitið kanni þessi við- skipti og upplýsinga- gjöf af þeim vel. Lands- bankamenn sæta færis en hætti þeir við að taka yfir ís- landsbanka hafa þeir í versta falli ávaxtað hlut sinn vel. Annað sem gæti verið í kort- unum er að hreyfing komist á eignarhald útibúa bankanna. Er því fleygt á markaðinum að KB banki gæti vel hugsað sér að selja útibúin sín, fái hann gott verð fyrir. Þannig gætu bæði íslandsbanki og Landsbanki ásælst útibúin til að geta stækkað á íslandi. Eftir er að sjá hvemig fyrirhuguð löggjöf um við- skiptalífið kemur beinlínis til með að hafa áhrif á bankana. Forsvarsmenn KB banka bmgðust ókvæða við því að ríkisstjómin ætlaði að skipta sér af stöðu Sigurðar Einarssonar og hót- uðu því að ef ætlunin væri að reyna að draga tennumar úr bankanum væri hægur vandi að flytja starfsem- ina úr landi. Á móti segja menn að bankinn verði að htíta reglum og ef hann geti það ekki geti hann eins vel farið úr landi. Eins og staðan er núna er óljóst hvort harka verði í samskipt- um ríkisvaldsins og bankanna en vet- urinn getur orðið spennandi hjá þess- um djörfu íslensku peningamönnum. kgb@dv.is \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.