Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 19
DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 19 Dóra Takefusa Dóro hefurfundiö eitt og eitt hvitt hárslðastu árin. Hún trúir ekki á stressútskýringuna þvi samkvæmt henni ætti hún aö vera oröin hvíthærð. . Þótt aldrei hafi verið gerð rann- sókn á gráu hári ungra kvenna segja hárgreiðslumeistar- ar að um aukningu sé að ræða. Ástæð- an sé stress nú- tímasamfélagsins. Flestir tengja grá- an lit ellinni og þar sem enginn vill vera talinn gamall er þetta afar við- kvæmt mál. Flestar konur lita hárið á sér reglulega og hafa því ekki hug- mynd um að þær séu í raun orðnar gráhærðar. Byrjaði að grána 16 ára „Ég fóraö grána þegarég var 16 ára og fannstþaö alltaf svolitiö sport," segir Anna Ringsted 50 ára verslunarkona I antíkverslunlnni Fríöu frænku. Anna snoöaöi sig fyrir um tíu árum og hefur haldiö I gráa háriö síöan.„Mér fannstsvo leiðinlegt að vera alltafaö lita mig."Aðspurö segir hún aö fólkinu í kringum hana hafi fundist þetta skemmtilegt og flestir hafi aðallega veriö hissa á þvi að hún heföi þoraö þessu.„Sjálfri fannst mér þetta ekkert mál enda var ég búin aö vita svo lengi aö ég væri gráhærö. Ég var meö svarbrúnt hárþannig aö gráu hárin sáust ofsalega vel."Anna viöurkennir aö hún hafi spáö í aö lita háriö á sér aftur dökkt.„Mig langar að prufa einu sinni áöur en ég verð of gömul. Þaö er litiö mál aö klippa þaöúrefég fila það ekki svo það væri ekkert mál." Anna segist þó ekki skilja þær konur sem fara í vörn þegar þær eru spurðar úti gráa háriö enda búi lífsreynsla í hverju gráu hári likt og er meö hrukkurnar.„Fyrir mér er grátt hár sjálfsagt mál og i rauninni á mað- ur að vera eins og maður er.“ BæfjjiraM Gráhærðir karlmenn eru sexí „Ég skil ekki afhverju ég er ekki farin aö grána enn þá, ég er það dökk- hærð," segir Dóra Takefusa.„Ég hefþó fundiö eitt og eitt hvítt hár í gegn- um árin en ekkert grátt. Þessi hvitu hár eru mjög gróf, nánast eins og garn." Dóra segir aö sér hafí brugðiö heldur betur i brún þegar hún rakst á sitt fyrsta hvíta hár.„Ég panikaði aöeins og tékkaöi hvort ég sæi fleiri en þaö var bara umþetta eina að ræöa og núna ríf ég þau bara úr þegar égsé þau." Dóra trúir ekki aö grá eöa hvít hár tenglst stressi þvi samkvæmt þeirri skil- greiningu ætti hún aö vera orðin hvíthærö.„Ég held aö þetta sé bara persónubundiö en annars er erfitt að segja til um þetta. Flestar konur lita á sér háriö á einhvern hátt og þvi geta gráu hárin komið þeim á óvart. Ég lita ekki á mér hárið og tek því betur eftir þvi þegar þau birtast. “ Samkvæmt Dóru er þessu allt öðruvisi háttað hjá karlmönnum. „Persónulega fínnst mér karl- menn sem farnir eru að grána sjúklega sexi. Grátt i vöngum er einhvern veginn merki um karlmennsku. En allt önnur lögmál gilda um konur. Það er kannski svipað fyrir karla að missa hárið og konur að byrja að grána." Sex ann sífiir Síðisli gesturinn snýr aftur á ÞjóOmimasafniO Vera Sóley var átta ára þegar Þjóðmmjasafninu var lokað árið 1998. Rétt eftir lokunina fékk móðir hennar leyfi til að fara með dóttur sína um safnið og sýna henni það í síðasta sinn. Núna - sex árum og ótal millj- Safnarýni ónum síðar - hefur safnið loks verið opnað aftur. Og meðal fyrstu gestanna var einmitt Vera Sóley sem nú er fimmtán ára og skoðaði gamlar slóðir með blaðamanni DV. „Ég man nú ekkert sérstak- lega vel eftir þessari heimsókn," segir Vera nú. „Mamma og vin- kona hennar voru með eitthvert kvikmyndaverkefhi í huga, eitt- hvað sem snerú gamla íslenska menningu og þegar safninu var lokað fannst þeim upplagt að nota það í þetta verkeftú. Og við fengum að skoða safnið rétt eftir að því var lokað. Þetta átti að vera einhvers konar heimild. Svo varð nú ekki neitt meira úr þessu verkefni, eða hefur að minnsta kosti ekki orð- ið ennþá." Aftur til fortíðar Önnum kafinn menntskælingur- inn gefur sér tíma til að fara á Þjóð- minjasafnið á öðrum degi eftir opn- un, í stóru hádegisgati í stundatöfl- unni. „Ég man nú ekki mikið eftir gamla anddyrinu en þetta er bara flott svona við fyrstu sýn,“ segir Vera Sóley í þrepunum á leið inn í land- námsöldina. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir þetta eldgamla, ekkert spennt fyrir kumlum og svoleiðis. En mér finnst þetta týpískt safn, svona eins og maður hefitr skoðað í útlönd- um. Upplýsingar hvíslaðar lágum rómi úr földum hátölurum, tölvur í veggjunum og svoleiðis." Vera vindur sér inn í glerklefa með kirkjusöng og munum og minjum frá Hólum. Hún segist spenntari fyrir síð- ari öldum en ekki endilega nútíman- um. Hún nemur staðar í gamla and- dyrinu og virðir fýrir sér Grundarstól- * Hvað er þetta? Spurði hún þá, nú þekkirhún askþegar hún sér hann. Aðkoman að safninu er gjörbreytt „ Týpískt safn eins og í útlöndum." „Ég er ekkert sérstak- lega mikið fyrirþetta eldgamla, ekkert spennt fyrir kumlum og svoleiðis. En mér finnst þetta týpískt safn, svona eins og maður hefur skoðað í útlöndum. Upplýsing- ar hvíslaðar lágum rómi úrföldum hátöl- urum, tölvurí veggjun- um og svoleiðis." „Hér var bara einn stóll í gamla daga og ég mátti meira að segja setj- ast í hann. Nú dettur mér ekíd einu sinni í hug að fara fram á það, þótt þeir séu tveir." Ekkert prívat Á efstu sýningarhæðinni nálgast Vera Sóley nútímann en gefur sér þó tíma til að staldra við kvenbún- ing og söðul. „Ég hef farið á bak en er ekkert sérstök hestamanneskja og ekki ég vildi ég þurfa að ríða um í söðli," segir hún og kíkir inn í gamla baðstofu. Þar kveður maður rímu við raust. „Ekkert prívat, ekkert einrúm," muldrar menntskælingurinn. Svo nemur hún staðar við 20. öldina, sem fer hring eftir hring á færibandi. „Soldið sniðug lausn. Að hrúga bara alls konar varningi og tækjum á færi- band. Það er auðvitað til mest af munum frá 20. öldinni, síðan hafa neyslan og tækjabrjálæðið blómstrað svo þetta er einfalt og bara sniðugt. Ég hugsa að ég verði ekki beinlínis fastagestur héma á Þjóðminjasafh- inu en ég á örugglega eftir að koma hér við," segirVera Sóley menntskæl- ingur. ana. „ p Breytingin á syningar- stefnunni er augljós Menntskælingurinn kynnir sérsöguna aftölvuskjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.