Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Page 24
24 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö DV Danton 1970 Þetta var sjónvarpsmynd þar sem Hop- kins fór með titilhlutverkið. Danton var einn af leiðtogum frönsku byltingarinn- ar 1789 ásamt þeim Robespierre og Marat og varð síðan eitt af fómarlömb- um þess samkvæmt lögmálinu: Bylting- in étur bömin sín. Enga mynd höfum við fqpdið af Hopkins í hlutverkinu. David Lloyd George 1972 Hann var forsætisráðherra Breta 1916- 1922, þótti svipmikill og glæsilegur en var um leið umdeildur. Lloyd George var síð- asti forsætisráðherra Frjálslynda flokks- ins. Hopkins lék hann fyrst í mynd Rich- ards Attenborough um Churchill, Young Winston, og tókst svo vel að næstu miss- eri lék hann Lloyd George líka í tveimur sjónvarpsmyndum. Ríkarður Ijónshjarta 1968 Myndin The Lion in Winter byggðist fyrst og fremst á stjörnuleik Peters O’Toole og Katherine gömlu Hepburn í hlutverkum Hinriks II Englakóngs og El- enóm af Akvitaníu. En hinn þrítugi Hopkins í einni fyrstu kvikmynd sinni sýndi líka góð tilþrif í hlutverki elsta sonar þeirra, Ríkarðar ljónshjarta. Hopkins og allir frægu kallarnir Mm Eins og fram hefur komið hefur A' leikarinn Anthony Hopkins i tf' hyggju að leika hlutverk Leo f Tolstoj i kvikmynd sem gerð / verður eftir sögu Jay Parini Vjj. um siðasta kaflann i lífi russ- L - neska skáldjöfursins. Hopkins ‘t er eins og menn vita almennt w viðurkenndur sem einn A fremstileikarisamtimans 1 ... og hann er óneitanlega að \ * verða nokkur serfræðingur i \\. ;• að leika raunverulegarpersón- Vj. v ; ■ /JL ur. Og þar skortir hann ekki V,, ,:.L* - \' ' metnað til að takast á við ólikar yt_ '; ______ persónur. Hér má sjá flestar þær !, /. - 'y ■ ‘SSt raunverulegu persónur sem Hopk- \ * ins hefur leikið á ferli sinum, við \ sleppum einungis ráeinum littþekkt- V ;, v /f um körlum úr til dæmis striðsmyndum V.-.' einsog ABridgeToo Far. '* ' "'v |*p «1 Bruno Richard Hauptmann 1976 Ir - ^JJBg Hann var maðurinn sem rændi syni [BL -L m flugkappans Charles Lindbergh á íjórða *D' áratugnum og hugðist kreijast lausnar- ® gjalds en ránið fór í handaskolum og Hauptmann drap drenginn. Hann var tekinn af lífi fyrir glæp sinn. Hopkins lék hann í sjónvarpsmyndinni Lindbergh Kidnapping Case og fékk Emmy-verð- laun fyrir. Yitzhak Rabin 1976 fsraelskur herforingi (síðar forsætisráð- herra) sem átti hlut í árás ísraelskra sér- sveitarmanna á flugvél sem palestínskir skæmliðar höfðu neytt til lendingar í Úganda. Árásin gekk vel en sjónvarps- myndin Victory at Entebbe þótti hraksmánarlega vond þrátt fyrir aðild fjölmargra stórstjarna, þar á meðal Hop- kins, Liz Taylor, Burt Lancaster o.fl. Edmund Kean 1978 Kean var einn frægasti leikari Bretíands um 1800 og sögufrægur fyrir túlkun sína á helstu hlutverkum Shakespeares. Sjónvarpsmyndin Kean var gerð eftir leikriti (meira að segja gamanleik) mn hann sem enginn annar en franski höf- undurinn Jean-Paul Sartre setti saman. Hopkins lék titilhlutverkið. Adolf Hitler 1981 Sjónvarpsmyndin The Bunker lýsti síð- ustu dögunum í lífi Adolfs Hitíer og Hop- kins lék hann af svo ískaldri geðsýki að áhorfendum þótti hrollvekjandi á að horfa. Þarna leikur hann í sama stíl og síðar þegar hann tókst á við Hannibal Lecter þótt myndin hafi fengið svo mis- jafria dóma að frammistaða hans sé allt of lítið þekkt. Bligh skipstjóri 1984 f Bounty, útgáfu Rogers Donaldson af upp- reisninni á Bounty, lékHopkins skipstjór- ann Bligh sem verður fyrir því að menn hans gera uppreisn undir forystu Mel Gib- son í hlutveríá Christían Fletcher. Mikil stórmynd full af stórleikurum, þama var Laurence Olivier í einu síðasta hlutverki sínu en upprennandi stjömur eins og Liam Neeson og Daniel Day-Lewis líka á kreiki. Ciano greifi 1985 Sjónvarpsmyndin Mussolini and I (eða Decline and Fall of...) fjallaði um sam- band ítalska einræðisherrans og tengda- sonar hans, Galeazzo Ciano greifa og ut- anríkisráðherra fasistastjómarinnar. Bob Hoskins var Mussolini og Susan Sarandon dóttir hans sem var gift Ciano. Eiginlega í fyrsta sinn á ævinni fékk Hopkins slæma dóma. Bara fyrir þá sem hafa gaman af venesúelanskri sápuópem. A Guy Burgess 1985 Bretar höfðu og hafa endalausan áhuga á nokkrum Cambridge-strákum sem gerðust sovéskir njósnarar á íjórða ára- tugnum. í sjónvarpsmyndinni Blunt iék Ian Richardson titilhlutverkið, eins kon- ar andlegan leiðtoga piltanna, en Hopk- ins var hinn litríki og samkynhneigði Guy Burgess. Dr. Kellogg 1994 Eftir að hafa slegiö rækilega í gegn í fyrstu Hannibal Lecter-mynd sinni 1991 var Hopkins orðinn ein stærsta stjarna heims. Þessi mynd fékk þó slæma dóma, hann lék upphafsmann Kellogg-kom- fleksins sem líka var vægast sagt afar lit- nkur og einkemúlegur læknir en leik- stjórinn Alan Parker þótti fara of langt í fíflaskap. Myndin hét The Road to Well- ville. Nixon 1995 Það kom óneitanlega á óvart þegar Hopkins tók að sér að leika hinn of- sóknaróöa Bandaríkjaforseta í mynd eft- ir Oliver Stone. En Hopkins fór létt með það og hélt uppi misjafnri mynd. Gaman að því að hér lék Bob Hoskins undir- mann Hopkins, Hoover FBI-forstjóra, en tíu árum fyrr hafði Hopkins leikið undir- mann Hoskins í Mussolini-myndinni. Picasso 1996 Hopkins fór öfganna á milli á aðeins einu ári; frá kmmpuðum Bandaríkjaforseta í hektískri mynd Stone til málarans heims- fræga í mynd eftir James Ivory og þeirra félaga. Myndin hét Surviving Picasso og fjallaði einkum um konurnar í lífi hans og útgeislun Hopkins var hér jafn mikil og „inngeislun" hans í hlutverki Nixons. John Quincy Adams 1997 f Spielberg-myndinni Amistad var fjaliaö um hvað það var erfitt að vera blökku- maður í Ameríku um miðja 19. öld. Hop- kins lék aukahlutverk Adams fyrrum Bandaríkjaforseta sem nokkuð kom við sögu í málinu. Myndin er ekki meðal hinna bestu úr Spielberg-safninu en Hopkins var flottur með bartana. Ptólemeus 2004 Aftur leikur Hopkins hjá Oliver Stone, nú í stórmyndinni Alexander. Hopkins er orðinn of gamall til að leika herkóng- inn sjálfur en fer í staðinn með hlutverk vinar Alexanders sem segir sögu hans löngu eftir að Alexander er dauður. Ptólemeus er annars frægur fyrir að hafa rænt lfki Alexanders og varð síðar kóngur í Egyptalandi. V Burt Munro 2005 Munro þessi er nú ekki mikið fræg- ur hér á íslandi en hinum megin á hnettinum er hann í miklum met- um. Þetta var Nýsjálendingur, fæddur um aldamótin 1900 og vann sér til frægðar að smíða og keyra hraðskreiðasta mótorhjól heims. Hopkins leikur hann í myndinni The World’s Fastest Indian sem frumsýnd verð- ur á næsta ári. Ernest Hemingway 2005 í myndinni Papa mun Hopkins leika bandaríska Nóbelsverðlauna- höfundinn þegar hann var búsettur á Kúbu undir lok ævi sinnar. Meg Ryan leikur þáverandi konu hans. Myndin segir frá kynnum ungs rit- höfundar af Hemingway rétt í þann mund að uppreisn Fidels Castro er að lukkast. Tolstoj 2006 (?) Varla getur ólíkari menn en Hem- ingway og rússneska skáldjöfurinn Leo Tolstoj. Það sýnir löngun Hopkins til að takast á við fjöl- breytt hlutverk að hann skuli hugsa sér að glíma við svo gerólfk hlutverk með skömmu millibili. Og verður vissulega for- vitnilegt að sjá Hopkins glíma við Tolstoj á hans efstu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.