Hugur - 01.01.2008, Page 74

Hugur - 01.01.2008, Page 74
72 Stefán Snavarr Lögmál og hagfrœði Finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright hefiir haft mikil áhrif á wittgensteinska skilningsfélagsfræði. Hann hélt því fram að lögmálsskýringar gegni ekki sama lykilhlutverki í félags- og í náttúruvísindum. Við getum bara skýrt hvers vegna vatnið áTjörninni er orðið að ís með tilvísun til náttúrulögmáls sem kveður á um að vatn frjósi þegar hitinn er undir frostmarki. Gagnstætt þessu getum við hæglega skýrt hvers vegna fólk felur verðmæti á vandræðatímum án þess að þekkja Greshamslögmálið. Samkvæmt þessu hagfræðilögmáli „hrekja" „vond“ verðmæti „góð“ verðmæti úr umferð undir vissum kringumstæðum. Menn fela t.d. gull á stríðstímum, þetta vita allir nema kannski hagfræðingar. Að gamni slepptu þá segir von Wright að lögmálsskýringar geti verið þægileg hjálpartæki en skipti ekki sköpum fýrir þann sem vill skilja mannlega breytni (von Wright 1979, 32-47).! Við þetta má bæta að ekki veikist fyrir vikið sú kenning að þær hagfræði- tilgátur, sem hægt er að prófa, séu ýmist sjálfsögð sannindi eða ósannindi. Gres- hamskenningin virðist sönn með sjálfsögðum hætti og hefur því lítið vísinda- gildi. Annað vandamál sem hagfræðin á við að stríða er að meint lögmál hennar eru yfirleitt ekki járnhörð (ófrávíkjanleg) og því ekki eiginleg lögmál (þetta viðurkenna reyndar flestir hagfræðingar). Samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn þá ætti hækkað verð á vöru að leiða til minnkandi eftirspurnar. En oft vill brenna við að hækkun á verði auki eftirspurn því margir halda að vara sé mikils virði ef verð hennar hækkar (er nokkur leið að spá fyrir um hvora stefnuna menn muni taka?). Lítum á sögulegt dæmi: Þegar sú frétt barst út að LiUehammer hefði verið kjörinn Olympíubær þá varð skyndilega verðbólga í bænum. En þegar sjálfar framkvæmd- irnar við leikana hófust stóð verðið í stað. Þetta gátu hagfræðingar ekki skýrt. Lillehammerbúar hegðuðu sér ekki í samræmi við hið meinta lögmál um framboð og eftirspurn.5 6 Mér er sagt að á mörkuðum í „for-módern“ samfélögum ráðist verð fremur af hefðum en framboð og eftirspurn.7 Athugið að þótt þeim fræðimönnum sem nefndir voru í neðanmálsgrein 7 hafi skjátlast þá er ekkert því til fyrirstöðu að til gæti verið fyllilega frjáls markaður þar sem hefðir ráða verði. Á slíkum markaði er mönnum umbunað fyrir að fylgja hefðinni við verðlagningu en refsað, t.d. með einelti, ef menn rjúfa hefðina. Hinn margfrægu lögmál framboðs og eftirspurnar eru einfaldlega ekki virk á þess lags markaði. Þau virka þá og því aðeins að ger- endur á markaði hugsi með ákveðnum hætti, viðurkenni ákveðnar leikreglur á 5 Dæmið mun ættað frá félagsfræðingnum fræga, Max Weber.Tekið skal skýrt fram að hvorki Weber né von Wright nota þessi rök til að vega að hagfræðinni. Það geri ég! 6 Heimild mín fyrir þessu er munnleg og heimildarmaðurinn Dag Leonardsen, prófessor í félagsfræði við Lillehammerháskólann. Hann hefur fylgst grannt með hagsveiflum í bænum um langt skeið. Nú má finna frávik (anomaliur) frá viðurkenndum kenningum í öllum fræði- greinum, meira að segja í eðlisfræði. Því er ekki hægt að útiloka að uppákoman í Lillehammcr sé saklaust frávik sem skýra megi með tíð og tíma. Meinið er að hagfræðin virðist ekki vel í stakk búinn að eiga við slík frávik. 7 Samkvæmt tölvubréfi frá mannfræðiprófessornum Thomas Hylland Eriksen. Hann segir að mannfræðingar á borð við Maurice Godelier og Marshall Sahlins hafi uppgötvað þctta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.