Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Síða 314

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Síða 314
Huglægni í verkefnastjórnun Ef við lítum okkur nær og skoðum þá þætti sem hafa áhrif á sértækari upplifun okkar af verkefnastjórnun, má nefna hin huglægu verkefni sem hér um ræðir verkefni sjálfsins. Eins og áður kom fram, þá er sjálfið sá óáþreifanlegi veruleiki sem gerir okkur kleift að hafa tilfinningu fyrir okkur sjálfum, eða skv. íslenskri orðabók: „Innsta eðli persónuleikans, meðvitund einstaklings um sjálfan sig (ego),"5 og er í íslensku líklega tengt sögninni að sjá, þar sem sjálfið er sá hluti veru okkar og huga sem sér og skynjar heiminn - og verkefnið. Það er sjálfið sem upplifir sig í verkefnisvinnunni og glímir samtímis henni við verkefni innra lífs þar sem það tekst á við efasemdir, hvatir, ákefð, löngun, o.s.frv. Það er sjálfið sem kemur hlutum til leiðar, gerir breytingar mögulegar og gerir okkur kleift að gera það sem gera þarf. Sjálfið getur átt erfitt með að koma sér að verki, það getur skort frumkvæði og hugmyndaauðgi og það kann að ruglast saman við önnur sjálf í ágreiningi og deilum, o.s.frv. Það er veruleiki sem getur staðist eða brugðist, efast eða trúað, veikst eða styrkst og hér tölum við um sjálfsmynd, sjálfsöryggi, sjálfsstjórn, o.s.frv. Verkefni sjálfsins eru verkefni okkar allra, en þau verða sérstaklega mikilvæg þeim sem tekur að sér forystu- hlutverk og gengur fram fyrir skjöldu til að „gera það sem gera þarf" í samstarfi við aðra eins og er í starfi verkefnastjórans. Leiðtogaþjálfun Ef við sem sinnum verkefnastjórnun erum meðvituð í því að spegla okkur sjálf stöðugt í samstarfi innan verkefnahópa og í afstöðu okkar til verksins fáum við býsna beinan aðgang að þeim huglægu ferlum sem eru virk í verkefnum sjálfsins. Verkefnastjórnun, ekki síst vegna þess hversu miklar kröfur hún gerir til sveigjanleika, útsjónarsemi og samstarfs, nýtist því sérstaklega vel til sjálfsskoðunar. Ef við skilgreinum leiðtoga sem þann sem býr yfir nægilegri sjálfsþekkingu til að hafa skýra sýn á sjálfan sig í samstarfi með öðrum, nægilegu sjálfstrausti til að ganga fram fyrir skjöldu og nægilegri þekkingu á því hvernig á að koma hlutum í verk, þá er hlutverk verkefnisstjóra kjörinn vettvangur fyrir þjálfun slíkra hæfileika. Leiðtoga má líka nefna þann sem tekur frumkvæði í að gera það sem gera þarf. Hann getur stjórnað fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum, verið yfirlæknir á spítala, mann- réttindafrömuður, stjórnmálamaður, húsmóðir, kennari, verkefnastjóri og allt þar á milli. í verkefnum er leiðtogi sá sem getur tekið frumkvæði í samstarfi verkefnahópsins - hann getur tekur ábyrgð ef nauðsyn krefur og er fyrirmynd annarra í hópnum. Það er því æski- legt að hann búi yfir nægri sjálfsþekkingu, sé nægilega hlutlægur á sjálfan sig til að geta mótað grundaða afstöðu til manna og málefna. Til að gefa dæmi um tengsl verkefnastjórnunar og leiðtogahlutverksins má benda á verkefnið sem Rudolph Giuliani stóð frammi fyrir eftir árásina á World Trade Center. Verkefnið var viðbragð við ógn og sorg, skipulagning hjálparstarfs og enduruppbygging New York borgar. Getum við gert okkur í hugarlund sjálfsvinnuna sem hann stóð í á sama tíma, nýstiginn upp úr skilnaði og krabbameinsmeðferð? Til samanburðar má skoða fumkennd viðbrögð Georges W. Bush og Michaels Brown hjá Federal Emergency Management Agency (FEMA) við hamförunum í New Orleans; eða viðbrögð Vladimirs Pútín við drukknun u.þ.b. 100 sjóliða í kafbátnum Kursk árið 2000. Hvað segja viðbrögð þeirra um sjálfsupplifun þeirra? Þá getum við líka hugleitt leiðtogaverkefni Mahatma Ghandis í frelsisbaráttu Indlands þar sem verkefnið var að ná sjálfstæði fyrir indverska þjóð með friðsömum hætti, en jafnvel í því stóra verkefni leit Gandhi á það sem sína stærstu áskorun að sigrast á sjálfum sér. Við sjáum á þessu að markviss verkefnastjórnun, sjálfsþekking og hæfni til samstarfs eru lykilþættir góðra stjórnenda og færni í að beita þessum þáttum má tileinka sér og þjálfa með margvíslegum hætti. 5 Islensk orðabók - Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt, Edda, Reykjavlk 2002.1288. 312| Arbók VFÍ/TFf 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316
Síða 317
Síða 318
Síða 319
Síða 320
Síða 321
Síða 322
Síða 323
Síða 324
Síða 325
Síða 326
Síða 327
Síða 328
Síða 329
Síða 330
Síða 331
Síða 332
Síða 333
Síða 334
Síða 335
Síða 336
Síða 337
Síða 338
Síða 339
Síða 340
Síða 341
Síða 342
Síða 343
Síða 344
Síða 345
Síða 346
Síða 347
Síða 348
Síða 349
Síða 350
Síða 351
Síða 352
Síða 353
Síða 354
Síða 355
Síða 356
Síða 357
Síða 358
Síða 359
Síða 360
Síða 361
Síða 362
Síða 363
Síða 364
Síða 365
Síða 366
Síða 367
Síða 368
Síða 369
Síða 370
Síða 371
Síða 372

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.