Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Blaðsíða 81

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Blaðsíða 81
C. Mosaheiði (Rhacomitrium heath). Eitt sérkennilegasta gróðurlendi á íslandi er mosaheiðin eða mosa- þemban, eins og hún kallast í daglegu tali. Aðaleinkenni hennar er það, að mosarnir Rhacomitrium hypnoides og R. canescens ríkja svo mjög í gróðri, að þeir gefa landinu svip. Háplöntur eru ætíð strjálar. í ritgerð minni 1945 hefi ég gert grein fyrir þessu gróðurlendi, og er engu teljandi við það að bæta. Mosaheiðin nær allt frá sjávarmáli og upp til hinna hæstu marka, sem gróðurinn nær, jafnvel langt upp fyrir samfelldan gróður og hæstu snjódældir. Hefi ég fundið dálitla mosa- bletti allt upp í 900 m hæð. Samfelldar mosabreiður munu þó naum- ast ná hærra en um 800 m. Skilyrðin sem mosaheiðin kemur frarn við eru: Lítill snjór á vetr- um, en rakt loftslag á sumrum. Hún nær góðum þroska þar sem veð- urnæmt er, en sandfok þolir hún illa. í hraunum er hún oft braut- i'yðjendagróður að minnsta kosti sunnanlands. Á rannsóknarsvæðum þeim, sem hér um ræðir, er mosaheiðin víðáttumikil á Gnúpverja- afrétti, Kili, Kaldadal og Holtavörðuheiði, en finnst naumast á Bárð- dælaafrétti, að minnsta kosti ekki sem samfelld gróðurbreiða. En á Bárðdælaafrétti er lítil úrkoma á sumrin en allsnjóþungt á vetrum, andstætt því, sem er á hinum svæðunum. Sandfok er þar víða mikið, en þó litlu meira en á Kili. Annars er mosaheiðin sjaldséð á Norðurlandi, nema á yztu nesjum, þar sem loftslag er saggasamt en þó fremur snjó- létt. Hefi ég áður bent á þetta á Melrakkasléttu, þar sem Rhacomitri- um heiðin er útbreidd úti við sjóinn, en mjög dregur úr henni fjar sjónum, þar sem sumarloftið er þurrara og snjórinn langvinnari á vetrum. Þess er getið, að mosaþemban væri mjög í hraunum og oft fyrsti samfelldi gróður þeirra. Til fjalla er hún að vísu oft brautryðjenda- gvóður, en miklu fremur er hún þó þar oft yzta varnarlína hins gróna lands. Kemur það einna skýrast fram í þursaskeggs brekkunum. Þar sem veðurnæmast er og snjóléttast, hverfa háplönturnar úr gróður- breiðunni, en mosaþemban verður drottnandi. Sama saga gerist, þegar farið er upp eftir hlíðum. Þar er beltaskipting oft með þeim hætti, að neðst eru grózkumiklar grasbrekkur oft með blómjurtum, síðan taka við móleitar þursaskeggsbrekkur, sem allt í einu skipta um lit, og við tekur hin hélugráa mosaþemba, sem svo hverfur að lokum yfir í nakt- ar skriður. Mosaheiðin er talin einkennis gróðurlendi á eyjunum í norðan- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.