Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Blaðsíða 55

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Blaðsíða 55
mjög er snjóbert, yfirborðið fleytingsþýft. Þótt runngróðurs gæti nokk- uð, ríkja þursaskegg og grös algerlega bæði í fleti og gróðursvip. Þetta gróðurhverfi er algengt á móabörðum um þessar slóðir. B. Runnaheiði. (The Dwarf-shrub heath). Runnaheiðin skiptist í tvö megin gróðurfylki lyngheiði og víði- heiði. Henni er lýst nánar í ritgerð minni 1945 pp. (434 o. áfr.). — Sú lýsing fjallar þó mest um víðiheiðina, af því að á þeim hálendissvæð- um, sem sú ritgerð fjallaði um, var hún aðalgróðurfylki heiðarinnar. Hér verður gerð grein lyngheiðarinnar, en þar sem á þessum svæðum er aðallega um eina gróðursveit að ræða, sný ég beint að henni. a. Krœkilyngssveit (Empetretum hermafroditi). Ég heli sameinað öll þau gróðurhverfi, sem krækilyng og krumma- lyng eru drottnandi í, í eina gróðursveit. Nokkur vafi kann að leika á um aðgreining sumra gTÓðurhverfanna, en ég hygg hún sé yfirleitt á fullum rökum reist. Krækilyngs sveitin (Empetretum) er lang útbreidd- asta gróðursveit lyngheiðarinnar íslenzku. Fullkomin athugun er ekki fyrir hendi um það, hvor tegundin krækilyng (E. nigrum) eða krumma- lyng (E. hermafroditum) sé á hverjum stað. En ég fullyrði, að á þeim svæðum, sem ræðir um í þessari ritgerð, svo og annars staðar í hálendi Islands, sé eingöngu um krummalyng (£. hermafroditum) að ræða. Að minnsta kosti hefi ég hvergi á þeim stöðum, er ég hefi getað að- greint tegundirnar með fullri vissu, fundið krækilyng (£. nigrum) í hálendinu. Lyngheiðar eru ekki útbreiddar í háheiðarbeltinu, og eru þar naumast til, nema sem smáblettir. Meginútbreiðsla þeirra er mið- heiðar- og lágheiðarbeltin. Á rannsóknarsvæðum mínum í hálendinu er þessi gróðursveit aðallega á hinum lægri svæðum í kringum 400 m hæðarlínuna. Þó er þessu misjafnt háttað. Á Fljótsheiði og þar inneftir er lyngheiðin aðalgróðursveit alls þurrlendis upp um 400 m hæð, en úr því tekur hún að gerast ósamfelldari og þá meira í smáblettum. Á Kaldadalssvæðinu er þessu líkt háttað, en á Gnúpverjaafrétti er þessi gróðursveit fremur sjaldgæf og sést þar naumast fyrir ofan 400 m. Á Kili er hún hinsvegar mjög útbreidd upp í að minnsta kosti 500 m hæð. Niður á við eru henni engin takmörk sett. Krækilyngsheiðin í hálendinu liggur aðallega á flatlendum svæð- nm, oft þar sem á skiptast lágir ásar og grunnar dældir, en einnig líka á flatneskjum. Yfirborðið er oftast smáþýft, á ásum og hæðum þó öllu TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.