Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201314 nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar Greindar voru niðurstöður úr spurningakönnunum meðal kennara sem fram fóru á árunum 2009 og 2010 á vegum rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum. Svarendur voru 822. Svarhlutfall kennara var misjafnt eftir spurningum en að jafnaði um 80% (sjá nánari upplýsingar um kannanirnar í grein Amalíu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur, 2010). Markmiðið var að fá upplýsingar um viðhorf til byggingarinnar og starfs í skólunum. Spurt var meðal annars um ánægju með skólahúsnæðið, samstarf starfsfélaga og einstaklingsmiðun kennsluhátta. Við úrvinnslu á niðurstöðum spurningakannana var notað tölfræðiforritið SPSS (Statistical Package for the Social Sciences). Í töflum og myndritum eru birtar niður- stöður um skólana fjóra og bornar saman við samtölu allra 20 skólanna sem tóku þátt í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum. Til þess að fá samanburðarhæf gögn úr svörum þátttakenda var hverjum svarmöguleika gefið tiltekið talnagildi (að undanskildu svarinu veit ekki, það fékk ekki talnagildi og hafði því ekkert vægi). Því hærra talnagildi, þeim mun meiri ánægja eða samþykki við spurningunni. Algjör höfnun eða algjör óánægja fékk talnagildið 0. Mismunandi var eftir spurningum á hversu margra bila kvarða svarmöguleikar voru. Í flestum spurningum var um að ræða sjö bila kvarða. Auk þessa var búinn til raðkvarði úr samsettum breytum, meðal annars til að mæla samstarf kennara, einstaklings- miðun og ánægju með húsnæði. Innri áreiðanleiki hverrar breytu var greindur með Cronbach's Alpha og var niðurstaðan í öllum tilvikum fyrir ofan 0,7. Óháð t-próf var notað til að mæla hvort einhver af skólunum fjórum skæri sig marktækt frá hinum 19 skólunum í úrtakinu. Hverri rannsóknaraðferð fylgja takmarkanir. Þar sem ákveðið var að nýta gagnasafnið úr rannsókninni Starfshættir í grunnskólum var ekki unnt að rýna í hönn- unarforsendur annarra skóla sem byggðir voru á þessu tímabili, það er frá síðustu aldamótum. Fáir skólar eru í úrtaki þessarar rannsóknar og því ber að fara varlega í alhæfingar við túlkun niðurstaðna. Einnig er varasamt að draga of sterkar ályktanir um gerð skólabygginganna, það er hvort þeir eru klasaskólar eða opnir skólar, þar sem í tveimur tilvikum hafa byggingarnar að hluta til einkenni hefðbundins skóla með skólastofum meðfram göngum. niÐUrstÖÐUr Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skólastefna sveitarfélaganna vísaði að ein- hverju leyti veginn að hönnun skólanna. Í skólastefnunum var boðað að í skóla- starfinu ætti að leggja áherslu á einstaklingsmiðun, fjölbreytt hópastarf, sveigjanlega kennsluhætti og náið samstarf kennara. Fræðslustjórar sveitarfélaganna tóku virkan þátt í hönnun allra skólanna sem og skólastjórnendur. Kennarar höfðu misjafnlega mikil áhrif á hönnunarforendur þessara fjögurra skóla. Aðkoma kennara var hvað minnst í Birkiskóla en mest í Furuskóla. Segja má að viðhorf kennara hafi ráðið því að Asparskóli var byggður sem klasaskóli en ekki opinn skóli. Í Greniskóla var gengið lengra í opnun húsnæðis en kennarar vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.