Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201332 viÐbrögÐ leiKsKólaKennara viÐ hl Jóm-2 þess að hægt sé að hafa áhrif á málþekkingu barna og með snemmtækri íhlutun sé jafnvel hægt með viðeigandi örvun að koma í veg fyrir lestrarerfiðleika (sjá t.d. Hulme og Snowling, 2009; Torgesen, 2001, 2002). Árið 2002 var skimunarprófið HLJÓM-2 gefið út en það var hannað til að finna börn á leikskólaaldri sem ættu á hættu að lenda í lestrarerfiðleikum (Amalía Björns- dóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2003). HLJÓM-2 er lagt fyrir í flestum leikskólum landsins (Margrét H. Þórarinsdóttir, Júlíana Harðardóttir, Björg Alfreðsdóttir, Ingibjörg Bjarklund og Agnes Agnarsdóttir, 2010). Forspárréttmæti HLJÓM-2 virðist gott; niðurstöður spá fyrir um árangur í lestri í fyrstu bekkjum grunnskólans og fylgni er milli árangurs á HLJÓM-2 og samræmdra prófa upp allan grunnskólann (Jóhanna Einarsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir, 2004; Jóhanna Einarsdóttir o.fl., 2011). Í þessari grein er skoðað hvernig brugðist er við niðurstöðum HLJÓM-2 í leikskól- um. Sérstaklega er skoðað hvort foreldrar og grunnskólakennarar þekkja til prófsins og þeirrar snemmtæku íhlutunar sem fram fer í leikskólanum í kjölfar fyrirlagnar prófsins og hvort grunnskólakennarar nýti sér þær upplýsingar á einhvern hátt með samfellu í námi barnanna í huga. Undirbúningur og forspárþættir lestrarnáms Flestir eru sammála um að lestur byggist í grófum dráttum á tveimur þáttum, annars vegar hæfileikanum að geta umskráð bókstafi (hljóð) í orð (sjá t.d. Goswami og Bryant, 1990) og hins vegar skilningnum á því sem lesið er (sjá t.d. Oakhill, Cain og Bryant, 2003). Umskráning er færni sem byggist á því að umbreyta hverjum bókstaf í hljóð og tengja hljóðin saman í orð. Lesskilningur vísar til skilnings á texta sem aftur byggist á skilningi á töluðu máli, góðum orðaforða og skilningi á byggingu setninga. Fyrir- hafnarlaus og ósjálfráður lestur á texta er nauðsynlegur til að geta unnið upplýsingar og skilið það sem lesið er. Lestrarnámið byggist á færni og kunnáttu í tungumálinu sem börn öðlast á leik- skólaárunum. Fjölbreytt og margbreytileg notkun tungumáls í umhverfi barna hefur jákvæð áhrif á málþroska þeirra. Orðaforði og málfræðiþekking eykst við að hlusta á sögur og frásagnir en einnig við það að fá tækifæri til að tjá sig og nota málið í sam- skiptum við aðra (Otto, 2010). Rannsóknir hafa sýnt fram á að umhverfi leikskóla- barna og sú málörvun sem þar fer fram hefur mikil áhrif á málþekkingu þeirra (sjá t.d. Hoff, 2003; Huttenlocher, Vasilyeva, Cymerman og Levine, 2002). Í málörvuninni þarf bæði að vinna að því að auka orðaforða barnanna og örva hljóðkerfisvitund þeirra (Foorman, Anthony, Seals og Mouzaki, 2002; Snow, Burns og Griffin, 1998). Hljóðkerfisvitund vísar til almennrar færni í að skynja hljóðræna uppbyggingu tungumálsins án tengsla við merkingu orðanna. Þar er átt við færni eins og rím og sundurgreiningu og samtengingu atkvæða og hljóða. Með hugtakinu hljóðvitund, sem er undirþáttur hljóðkerfisvitundar, er átt við skilning á því að hvert talað orð sé samsett úr röðum hljóða (Snow o.fl., 1998). Hljóðkerfisvitundin er líklega sá þáttur málþekkingar sem hefur verið mest rannsakaður í tengslum við lestrarnám (sjá t.d. Hulme og Snowling, 2009; Muter, 2006; Vellutino o.fl., 2004).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.