Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013102 Um lifandi og daUÐa ÞeKKingU Ég sæki hugmyndir til kollega og samnemenda minna í heimspeki og kennslufræði framhaldsskóla. Hér mun ég leitast við að máta starfskenningu mína við hugrenn- ingar Páls Skúlasonar sem ég gat um áðan. Fyrst mun ég fjalla um þekkingarhugtakið og reyna að skoða það með augum nemandans, út frá tveimur sjónarhornum. Því næst mun ég ræða um þrenns konar tegundir hugsunar og hvernig – og hvers vegna – ég telji að í kennslu beri að hlúa að öllum þessum þáttum. Þá mun ég beina sjónum að efniviðnum, kennsluefninu, og í þessari umfjöllun takmarka mig við þrjár bækur sem allar snerta heimspekikennslu í framhaldsskólum. Þessar bækur eru Heimspeki- saga eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje (1999), Heimspeki fyrir þig eftir Ármann Hall- dórsson og Róbert Jack (2008) og Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum eftir Kristínu Hildi Sætran (2010). (Hér eftir er vísað til bókanna þriggja með fangamörkum höf- unda innan sviga.) Síðan mun ég heimfæra það sem komið hefur fram í köflunum á undan upp á tiltekna kenningu um kennslu og skoða hvernig hún kallast á við þær hugmyndir sem ég hef stuðst við, bæði mínar eigin og annarra. Hér er því ef til vill í nokkuð óhefðbundnum skilningi um ítardóm að ræða, en engu að síður ætti lesand- inn að geta glöggvað sig á umfangi og innihaldi hverrar bókar út frá því hvernig ég ber hana saman við kenningu mína um heimspekikennslu. Hafa ber í huga að þessi greiningaraðferð er fyrirfram líkleg til að draga fram hið jákvæða í hverri bók fyrir sig, þar sem þetta reynist óhjákvæmilega vera það sem höfundur ítardómsins nýtir sér og „gerir að sínu“ í eigin kennslu. Í lokakaflanum greini ég í stuttu máli frá því hverju bækurnar breyttu fyrir starfskenningu mína. þEKKing Almenn menntun á að „efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi“ (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012, bls. 13). Í nýrri aðalnámskrá hefur aðkoma skóla- kerfisins að þessu úrlausnarefni verið skilgreind út frá grunnþáttum menntunar – en segja má að þeir felist í einstaklingsbundinni og félagslegri færni nemenda – og hvernig tengja beri þá (grunnþættina) „meginsviðum þekkingar og leikni“ sérhvers nemanda (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012, bls. 13). Í kennslustofunni geri ég greinarmun á þekkingu eins og hún blasir við nemandanum eftir því hvort hún er dauð eða lifandi.1 Eintómar útlistanir á því hvað einhver fyrri tíma hugsuður sagði eða ályktaði um tiltekið málefni, kenningar afmarkaðra fræðisviða, þurrar út- listanir á útleggingum eins hugsuðar á tilgátum annars; það er sú kennsluaðferð sem að öllu jöfnu kallast staðreyndamiðlun (e. data-gathering strategy), hún einkennist af ítroðslu, og verður að öllum líkindum dauður bókstafur fyrir nemandanum. Lif- andi þekking fæst við allt það sem skiptir máli í núinu, í tengslum nemandans við heiminn, og getur haft áhrif á veruleika hans og umhverfi. Hún lýtur ekki einungis að kennsluaðferðinni, heldur einnig að kennsluefninu og því hvernig unnið er með það. Að sama skapi tel ég að hægt sé að tala um lifandi kennslu og dauða kennslu, allt eftir því hvert inntak hennar, framkvæmd og útfærsla er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.