Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201360 reiKningsbæKUr tveggJa alda teiknum og lestrarreglum; ... [Þeim sem betur eru að sér enn eg] þarf eg ekki að segja, að bókin er ekki samin handa þeim, heldur einkum handa leikmönnum. (Jón Guð- mundsson, 1841, Til lesarans) Ljóst er að höfundur þekkti Stutta undirvísun. Hann tók meðal annars upp vísu um merkingu sætanna í tugasætiskerfinu sem þar er talin „alkend baga“ (Ólafur Stefáns- son, 1785, bls. 6) og raunar er hana að finna í eldri handritum, til dæmis ÍB 217, 4to, Arithmetica – Það er reikningslist (1721/1750). Sig mest merkir hinn fyrsti, – mann – tíu kvað annar, hundrað þýðir hinn þriðji, þúsund fjórði,vel grunda, tíu þúsund tel fimta, tel hundrað þúsund, sjötta, sjöunda mér klerkar kenndu, að kalla þúsund þúsunda. (Jón Guðmundsson, 1841, bls. 8; orðaröð í næstsíðustu línu samkvæmt rímreglum og texta Ólafs Stefánssonar (1785)) Efnisskipanin er hefðbundin: Reikniaðgerðirnar fjórar í heilum tölum og brotnum, þar með töldum tugabrotum, mælieiningar og gjaldmiðlar ásamt þríliðu en engin algebra. Vaxtavextir voru nýjung og sýnt var hvernig mætti reikna þá til baka, eitt og eitt tímabil í senn. Bókin hófst á almennum ráðleggingum um námið (bls. 1–3), til dæmis að byrja fremst á bókinni, kunna töflurnar viðstöðulaust, æfa sig á dæmunum, sem voru reiknuð í bókinni, og skrifa læsilega og greinilega tölustafi. Viðvaningum var bent á að hafa til taks steinspjald og griffil eða krít og hreina fjöl til að geta numið burt tölur sem kynnu að vera rangt settar. Höfundur benti lesandanum á að skapa sér ný dæmi sömu tegundar, reikna þau og prófa. Hann rakti aðferðir, til dæmis við margföldun, í átta tölusettum reglum. Margföldun með tveggja stafa tölu mætti þó forðast með því að „sundra henni“ í þætti, til dæmis að margfalda fyrst með 7 og svo með 8 í stað þess að margfalda með 56. Fleiri dæmi um verslun og viðskipti er að finna í Reikníngslist en í 18. aldar bók- unum tveimur. Dæmin fólu í sér boðskap: Andvirði innfluttra munaðarvara, svo sem kaffis, tóbaks og brennivíns, mætti verja á skynsamlegri hátt en svo, og dæmi voru gefin um það. Sögð var saga af manni sem vandi sig á að drekka hálfpott af brennivíni á dag frá þrítugu til sextugs (Jón Guðmundsson, 1841, bls. 40), öðrum sem keypti brennivín í tunnu í Reykjavík og seldi á okurverði upp til sveita eftir að hafa tekið af skammt fyrir sjálfan sig og vini sína (bls. 228) og enn öðrum sem ráðstafaði árslaunum sínum í kaffi, brennivín og brauð hjá bakara (bls. 28–30). Nemendur fengu reiknings- dæmi af þessu tagi til lærdóms og viðvörunar. Samt var ekki minnst á heilsufarsleg vandamál tengd brennivínsdrykkju, einungis á kostnað, og mikill kostnaður við kaffi er nefndur í sömu andrá. En varhugur gagnvart þéttbýlinu leynir sér ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.