Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 55 KristÍn bJarnadóttir sem voru byggðar á hugmyndum Pestalozzis, þar sem hann lagði megináherslu á að styrkja frumkvæði nemenda og getu þeirra til að draga eigin ályktanir (Myhre, 2001). Misjafnlega hefur tekist að útfæra kenningar uppeldisfrömuðanna. Atvinnurek- endur hafa gjarnan kvartað yfir að nemendur kæmu til þeirra með ruglingslegar hug- myndir um tölur og að þá skorti æfingu (Cohen, 2003). Hafi þær raddir orðið háværar hafa áherslurnar sveiflast í átt að leikni. Menntastefnur hafa æ síðan sveiflast á milli áherslna á skilning og leikni; milli þess að laga stærðfræðikennsluna að skynjun og reynslu barna í anda Pestalozzis og krafna atvinnulífs og efri skólastiga um leikni í aðferðum. Fyrstu opinberu yfirvöldin sem leituðu til Pestalozzis voru skólayfirvöld í Dan- mörku (Silber, 1976). Hans Christian Hansen (2009) hefur greint sveifluna þar í landi. Hann telur dönsku skólalöggjöfina 1814 hafa verið undir áhrifum kenninga Pestalozzis en síðan hafi leiknikenningar náð yfirhöndinni. Upp úr 1840 og aftur um 1900–1910 hafi kenningar Pestalozzis notið álits, kröfur um leikni hafi aftur aukist eftir 1920 en sveifla orðið í átt til áherslu á skilning með nýrri skólalöggjöf árið 1958. Upplýsingarstefnan og aðstæður á Íslandi Upplýsingarstefna 18. aldar var grundvölluð á skynsemishyggju og trú á getu manna til að byggja hegðun sína og sjónarmið á þekkingu. Upplýsingarstefnan á Íslandi kom frá Danmörku og átti rætur að rekja til mótmælendahluta Þýskalands. útgáfustarfsemi forvígismanna íslensku upplýsingarstefnunnar er merkilegt átak í menntun fullorð- inna, og hún hafði víðtæk og langæ áhrif. Menntun almennings í stærðfræðilegum efnum átti vel við stefnu upplýsingarmanna og fyrstu veigamiklu kennslubækurnar í reikningi voru ritaðar af mönnum sem aðhylltust stefnuna. Íslenska upplýsingarstefn- an var á engan hátt róttæk. Forystumenn hennar vildu „upplýsa“ almenning en þeir stefndu ekki að neinni meiri háttar breytingu á samfélaginu (Ingi Sigurðsson, 2010). Helsti atvinnuvegur á 19. öld var landbúnaður þar sem fiskveiðar voru snar þáttur. Fólk bjó næstum eingöngu í dreifbýli. Árið 1835, er Reykjavík var orðin miðstöð stjórn- sýslu, var íbúafjöldi hennar einungis 639 eða 1,1% af heildarmannfjölda landsins, það er 56.035 manns. Fiskveiðar breyttust á síðari hluta 19. aldar með tilkomu þilskipa og síðar vélbáta. Þorp mynduðust en íbúar í þéttbýli urðu ekki jafnmargir íbúum í dreifbýli fyrr en undir 1930 (Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon og Hall- grímur Snorrason, 1997). Breytingar sem höfðu átt sér stað á Íslandi í lok 19. aldar voru miklu minni en til dæmis í Noregi og Danmörku. Almenningsfræðsla kom mun síðar til framkvæmda á Íslandi, tækniframfarir sem urðu í nágrannalöndunum náðu aðeins í litlum mæli til Íslands og þéttbýlismyndun varð þar miklu síðar en í öðrum Evrópulöndum. Aðstæður voru því hagstæðar hugmyndum upplýsingarinnar á Íslandi fram á síðari hluta 19. aldar og jafnvel fram til 1920 (Ingi Sigurðsson, 2010). rannsóKnaraÐfErÐ Rannsókninni er ætlað að varpa nokkru ljósi á stöðu og hlutverk kennslubóka í reikn- ingi í menningarsögu þjóðarinnar. Alls voru sex kennslubækur valdar til rannsóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.