Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201382 hUgleiÐing Um læsi KEnnslUfrÆÐi lÆsis Eðli málsins samkvæmt er umræða um kennslu nokkuð áberandi í ritinu Læsi. Þar má finna allnokkrar góðar ábendingar, svo sem um mikilvægi þess að skólastjórnendur og kennarar móti sér stefnu um læsi í skólanum (bls. 34). Þá er bent á ýmis almenn sannindi, til dæmis um mikilvægi áhuga og samvinnu í námi og kennslu. Í kaflanum Læsi í nýjum búningi er gerð grein fyrir þeirri breytingu sem kynnt er og kölluð læsi í víðum skilningi. Á bls. 9 er tafla þar sem „nýjum hugmyndum“ er lýst með „samanburði við þær sem hafa lengi haldið velli“. Þessi samanburður er ósanngjarn ef litið er til þeirrar þróunar sem getið er hér að framan og annars sem greina má í skólum. Þemanám er til að mynda alls ekki nýtt af nálinni, heldur hefur það verið við lýði um áratuga skeið, kynnt í kennaramenntun og á kennaranámskeið- um og tekið upp í skólunum af áhugasömum kennurum víða um land. Í því sambandi má nefna söguaðferð sem fyrst var farið að kynna hér á landi um 1980 og síðan hefur verið haldinn fjöldi námskeiða, sum hver alllöng. Undir dálki sem ber yfirskriftina hefðbundið námsumhverfi er að finna liðinn „nám fer fram fyrri hluta ævinnar“. And- stæðan við þetta er svo „nám fer fram alla ævina“. Má skilja þetta svo að nemandi sem hefur hlotið „hefðbundna kennslu“ samkvæmt því sem hér segir hætti að læra eftir að skólagöngu lýkur? Þá nefnir höfundur að „tilbúnar aðstæður og verkefni“ einkenni hefðbundið námsumhverfi en „raunverulegar aðstæður og alvöruverkefni“ nýtt námsumhverfi. Hann dregur ögn í land með þetta og segir ekki ljóst hvaða merk- ingu „alvöruverkefni“ hafi og varpar fram spurningu til lesenda. Af hverju er þetta þá nefnt? Þessi samanburður er sérkennilegur og sennilega vandfundinn sá skóli hér á landi sem hefur hið svokallaða „hefðbundna námsumhverfi“ að leiðarljósi. Það virðist sem ýmislegt í þeirri nálgun sem fram kemur í ritinu Læsi komi beint frá kafla Aðalnámskrár 2011 um læsi. Í nýrri námskrá í íslensku fyrir grunnskóla er ferli náms í lestri og ritun fylgt og lögð áhersla til að mynda á upphaf lestrarnáms, mál og læsi, þróun náms í ritun, hvernig draga má úr lestrarörðugleikum og mál og læsi heyrnarskertra og heyrnarlausra og þeirra sem hafa annað mál en íslensku (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013). Þá er lögð áhersla á að nemandi læri að nýta sér og beita þeirri færni sem hann hefur áunnið sér. Þar er meðal annars hugað að þeim miklu breytingum sem orðið hafa á undanförnum árum og hafa til dæmis sett svip sinn á þá texta sem fyrir augu ber og breytt kröfum samfélagsins til læsis. Þar er leitast við að hafa nemandann, menntun hans, þroska og þróun náms í lestri og ritun að leiðarljósi. Það kann að stinga í stúf við þá stefnu sem fram kemur í Aðalnámskrá og birt er í ritinu Læsi en það hefði verið styrkur fyrir innleiðingu nýrrar námskrár að fjalla um læsi á þann hátt sem fram kemur í íslenskuhluta Aðalnámskrár. aÐ lOKUM Svo sem fram kom í upphafi þessarar hugleiðingar er ritinu Læsi ætlað að vera starfs- fólki skóla, foreldrum, forráðamönnum og nemendum til halds og trausts og hvatt er til að starfað verði í anda þess sem þar er að finna. Læsi og lestrarnám hefur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.