Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 65

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 65
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 65 KristÍn bJarnadóttir bls. 79), ull seld af sauðum (1927, bls. 45; 1965, bls. 7), og kaupamenn og kaupakonur voru ráðin um sláttinn upp á mishátt kaup. Munurinn fór þó minnkandi; fyrst 52 kr. og 35 kr. á viku, síðan 1300 kr. og 1075 kr. (1927, bls. 46; 1963, bls. 45). Í viðbæti við ann- að hefti (1964, bls. 125–127) var enn að finna skilgreiningar á gömlum mælieiningum og gjaldmiðli, svo sem þingmannaleið, alin, vætt, skippundi, hundraði á landsvísu og tengslum þess við álnir og fiska samkvæmt fornu tali, eins og verið hafði í bók Ólafs Stefánssonar (1785) en engin dæmi voru þó sett fram þar að lútandi. Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar var ætluð stálpuðum börnum og foreldrum. Þar var mikið fjallað um verð á vörum en boðskapar um meðferð fjármuna gætir lítt. Dæmi voru þó um kostnað við vindlinga sem taldir voru óþarfi (1939, bls. 31; 1963, bls. 31). Einkennandi fyrir bókina er að sýnt er hvernig best er að gera hlutina og hvað beri að varast en ekki skilið annað eftir handa lesandanum en að æfa sig á dæmum til að fá svör eins og í listum yfir svör sem gefnir voru út. Reikningsbækur Sigurbjörns Á. Gíslasonar og Elíasar Bjarnasonar voru báðar löggiltar sem kennslubækur í námskrá fyrir barnaskóla árið 1929 ásamt Reikningsbók handa alþýðuskólum eftir Steingrím Arason (Helgi Elíasson, 1944). Bækur Steingríms og Elíasar voru síðan valdar til dreifingar hjá Ríkisútgáfu námsbóka árið 1939 en bók Elíasar var ein endurútgefin. Upphaflega var gert ráð fyrir vali um kennslubækur. Stöðug verðbólga og fjárskortur Ríkisútgáfunnar kom í veg fyrir að svo yrði nema fyrstu árin. Engum var fært að keppa við ókeypis dreifingu Ríkisútgáfunnar. Opinber útgjöld til menntamála fóru að mestu til skólabygginga langt fram eftir 20. öld og önnur viðfangsefni skólahalds nutu lítillar athygli eða a.m.k. fjármuna. Landið var einangrað sökum gjaldeyrishafta og ef til vill var ekki fylgst vel með erlendri þróun. Ekki var fitjað upp á nýju námsefni í reikningi fyrir 10–12 ára gömul börn fyrr en árið 1969. UMrÆÐa Notkun kennslubókanna sex spannar tveggja alda tímabil, 1780–1980. Allar fjalla þær um undirstöðuatriði reiknings með indó-arabískum tölum. Margt er líkt með sniði bókanna og ætlan höfunda en einnig ólíkt. Hér á eftir verður drepið á helstu atriði. Rætur kennslubókanna Allar kennslubækurnar lutu evrópsku reikningsbókahefðinni. Van Egmond (1980, bls. 21–26) setti fram ítarlegan lista yfir algengt innihald libri di abbaco. Samanburður á efni íslensku kennslubókanna við stytta útgáfu listans er sýndur í töflu. Auk eftirtalinna atriða taldi Van Egmond fram þrautir til dægrastyttingar í þrettán liðum. Þær eru sjaldséðar í íslensku bókunum og verða ekki taldar hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.