Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 61
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 61 KristÍn bJarnadóttir Enn fremur sagði frá kaffisvelg nokkrum sem var búinn að venja sig á að drekka fimm bolla á dag af kaffi. Hann keypti til þess kaffibaunir sem hann hugði að mundu endast honum árlangt. Það gekk ekki eftir og dæmið gekk út á að minnka drykkjuna eftir fyrstu tólf vikur ársins þannig að kaffiskammturinn entist. Að lokum kom til- brigði við dæmið þar sem spurt var hve lengi skammturinn entist ef drukknir væru sex bollar á sunnudögum en þrír bollar aðra daga (bls. 215–216). Fáar heimildir er að finna um notkun bókarinnar. Hennar var aðeins einu sinni get- ið í skólaskýrslu Bessastaðaskóla (Jón Jónsson, 1842, bls. 14–15). Hún var ekki nefnd í ævisögu Jóns Guðmundssonar eftir Einar Laxness (1960). Reikningsbók – Eiríkur Briem Eiríkur Briem (1846–1929) var 23 ára gamall er hann gaf út Reikningsbók (Eiríkur Briem, 1869) ásamt Einari Þórðarsyni prentara. Bókin er 212 bls. Eiríkur lauk guðfræðiprófi árið 1867. Þá hafði hann aðeins dvalið þrjá vetur í Reykjavík við nám í Lærða skól- anum og Prestaskólanum sem tók að jafnaði átta ár samanlagt. Aðra vetur hafði hann lesið heima og jafnframt kennt yngri systkinum sínum. Sjálfsnám var honum því tamt. Höfundur sagðist hafa tekið nokkuð af dæmum úr bókum Ursins og Berthelsens (Eiríkur Briem, 1880, bls. iv) en bókin virðist að mestu frumsamin og endurspegla lífsviðhorf höfundar. Eiríkur varð fyrir áhrifum af kenningum Spencers í dvöl sinni í Kaupmannahöfn veturinn 1879–80 og þýddi hluta ritsins Um uppeldi barna og unglinga (Spencer, 1884). Eiríkur hafði einnig ungur kynnt sér skrif Ólafs Stefánssonar, einkum ritgerðir er byggðar voru á reikningi og gáfu tilefni til frekari útreiknings (Guðmundur G. Bárðarson, 1931). Efni Reikningsbókar Eiríks Briem er sem hinna fyrri reikniaðgerðirnar fjórar í heilum tölum, brotnum og nefndum tölum með mynt- og mælieiningum, þríliða, prósentu- og vaxtareikningur. Vísan góða „sig mest merkir hinn fyrsti ...“ (Eiríkur Briem, 1869, bls. 3) birtist enn. Síðari hluti bókarinnar kom út árið 1880. Þá bættust við líkingar (jöfnur) og bókstafareikningur auk kafla um logra (lógaritma), sem voru nýlunda í íslenskum reikningsbókum. Lograreikningur er hin formlega leið til að finna upphaflega upp- hæð eftir að vaxtavextir hafa bæst við. Lograr og bókstafareikningur hurfu þó í síðari útgáfum (sbr. 4. prentun annars parts 1905); hafa ef til vill ekki þótt tímabært efni. Óþarfa efni í bókum gerði þær of dýrar. Reikningsbók Eiríks hlaut mikla útbreiðslu og var oft endurprentuð. Markhópurinn var ungmenni en síður börn. Í formála síðari hlutans frá 1880 sagði höfundur ætlan sína vera að hafa bókina svo ljósa að menn sem hefðu löngun til að læra reikning og allgóðar gáfur til þess gætu haft not af bókinni þótt þeir hefðu litla eða enga tilsögn. Hann gerði þó ráð fyrir að menn nytu nokkurrar tilsagnar við logra-, bókstafa- og jöfnureikning. Orð Eiríks í formálanum bera vott um áhrif frá kenningum Spencers um að láta nemandanum eftir röksemdafærslu og veita honum tækifæri til að upp- götva sjálfur og nema á eigin spýtur: [J]eg [hef] leitt hjá mjer að færa rök fyrir reglum þeim, er settar eru; þar sem á stöku stað að vikið er frá þessu, þá er það af því, að röksemdin gat sjálf verið æfingardæmi eða hún lá svo ljóst fyrir, að hún gat verið til að festa regluna betur í minni … til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.