Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 104

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 104
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013104 Um lifandi og daUÐa ÞeKKingU Í Tíma heimspekinnar í framhaldsskólanum fjallar Kristín Hildur Sætran um nokkrar kennslustefnur sem setja þekkinguna og meðferð hennar í öndvegi; hún telur að hin síðari ár hafi „fræðileg umræða beinst meira að hugmyndum sem lúta að þekkingar- sköpun nemandans sjálfs og mikilvægi menningar hans og umhverfis“ (KHS, 2010, bls. 34). Þar nefnir hún einkum hugsmíðahyggjuna sem aðferð til að vinna að upp- byggingu þekkingar og gera nemendum kleift að virkja fyrri þekkingu. Hún telur þessa kröfu samrýmast fyrrnefndri kenningu um lifandi kennslu, að „ný þekking gagnist nemendum ekki nema þeir íhugi, spyrji og efist um það sem þeim sé sagt, skoði nýjar hliðar sem settar eru fram í tengslum við það sem þeir þekkja fyrir og byggi þannig nýju þekkinguna á grunni þeirrar sem þeir hafi fyrir“ (KHS, 2010, bls. 35). Þetta er skýrt dæmi um það hvernig lifandi þekking hlýtur ávallt að hvíla á dauðri þekkingu, og í framhaldinu viðrar Kristín nokkur varnaðarorð: „Ef hinar nýju upplýs- ingar stangast á við fyrri þekkingu nemandans er talið líklegt að hann muni hundsa eða bjaga nýja efnið og upplýsingarnar eða hreinlega ekki ná að tileinka sér hina nýju þekkingu“ (KHS, 2010, bls. 35). úrlausnarefni kennarans hlýtur því að felast í að hjálpa nemandanum með lifandi kennslu að yfirstíga þessa hindrun ef og þegar hún verður í vegi fyrir honum. Í framhaldinu veltir Kristín vöngum yfir eðli þekkingar, einkum í ljósi þessarar kennsluaðferðar, en hætt er við að undir formerkjum hennar verði þekk- ing afstætt fyrirbæri sem má síns lítils ef allir eiga heimtingu á sínu sjónarhorni án uppbyggilegra skoðanaskipta og samræðu. Þetta viðhorf minnir kannski helst á það sem Nietzsche talar um sem sjónarhornshyggju um sannleika. En þessi eðlisbreyting á þekkingarhugtakinu hefur, að mínu viti, að einhverju leyti þegar komið fram. Um margt hefur hugsmíðahyggja verið gagnrýnd, en alvarlegast er að sumir telja að hún feli í sér sjálfshyggju og afstæðishyggju, það er að öll þekking hljóti að vera einstaklingsbundin eða afstæð. … Michael R. Matthews, kennslufræðiprófessor í Ástralíu, sem gagnrýnt hefur hugsmíðahyggjuna leggur áherslu á að vera meðvit- aður um áhrif umhverfisins í allri þekkingarsköpun, þannig að þótt sum atriði hug- smíðahyggju geti átt rétt á sér skorti þar frekari áherslu á umhverfið. Matthews á þar jafnt við félagslega þætti sem menningarlega og efnahagslega og vill líta á þekkingar- sköpun eins og hverja aðra framleiðslu [sem grundvallast á sömu þáttum: hráefni, framleiðsluaðferðum, framleiðslutengslum, og félagslegu og lögmætu samhengi framleiðslunnar] … Vissulega þarf að hafa þetta allt í huga og taka ber alvarlega orð Matthews þegar hann varar við hættu á afstæðishyggju sem geti falist í hug- smíðahyggju, ef ofangreind atriði séu ekki einnig höfð í huga. (KHS, 2010, bls. 35–36) Þegar fjallað er um nám og kennslu, og það hlutverk sem þekking – bæði lifandi og dauð – gegnir í þessu sköpunarferli, tel ég gagnlegt að átta sig á ákveðinni viðhorfsbreytingu sem orðið hefur til þekkingar á undanförnum árum. Þessi breyting er tilkomin vegna þess hvernig við öflum þekkingar og hvort sem kennurum líkar það betur eða verr er nauðsynlegt fyrir þá að taka hana með í reikninginn því hún mótar, að meira eða minna leyti, bæði það hvernig lýsa megi kennsluefni sem lifandi viðfangsefni og eins, hvernig best fari á að kenna það sem lifandi viðfangsefni. Á árum áður taldist sá eða sú búa yfir þekkingu sem hafði hana á hraðbergi. Svokallaðir „límheilar“ þóttu hinir mestu viskubrunnar. Nú á dögum hefur dregið úr sérstöðu þessara einstaklinga og notagildi slíkrar þekkingar. Ástæðuna má finna í því hvernig við leitum þekkingar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.